Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 114
HELGl INGÓLFSSON
huganum og ímyndaði sér að hann ávarpaði eldinn. „Þú munt aldrei
. . . hóst. . . tortíma innsta kjarna mínum, þar sem býr mitt sanctum
sanctorum.“
Þegar gnæfandi slæða vítisloganna snart nakta húðina, læsti hann
tönnum í ginkeflið, staðráðinn í að gefa ekki ffá sér kvalaóp. Hins veg-
ar var óhjákvæmilegt að hósta. Með öllum viljastyrk sínum beindi
hann hugsuninni að ritum sínum; fyrst bókmenntaverkunum - ljóð-
rænum kvæðunum og gáskafullum gamanleikjunum - og síðan . . .
hóst. . . heimspekikverunum. Súr sársauki í augum olli því að tárin
flóðu eins og smækkað Tíberfljót. Upp í hugann komu nokkrir titlar.
De la Causa, Principio et Uno og ... hóst... Del 'Infmito, Universo et
Mondi. Kvalinn af logum, sem nörtuðu í hold hans eins og nístandi
vígtennur, velti hann fyrir sér þeim kenningum, sem hann hafði varp-
að fram: Um hina endanlegu fullkomnun þekkingarinnar; um grund-
vallarsamstæðu alls efnis og forms; um samhljóm mannssálarinnar
og . . . hóst . . . náttúrunnar; um óendanleika alheimsins, nei, al-
heimanna í fleirtölu, þá margbrotnu heima sem þrátt fyrir fjölda sinn
endurspegluðu birtingarmöguleika guðdómsins eingöngu á ófull-
kominn hátt. Kvalinn umfram allt sem hægt er að lýsa með orðum
beindi hann síðustu sundurlausu þönkunum að heimspekiriti, sem
hann hafði alltaf ætlað að skrifa, Opus Philosophiae; Heretico Escrittori
eða eitthvað í þá átt skyldi það heita... hóst, hóst... honum þótti sem
þúsund villikettir klóruðu og tættu lungun innan frá. Síðan rann ver-
öldin á einhvern hátt frá honum og skildi hann eftir . . . síðasta
hóstastunan... í fullvissu um að hver svo sem áfangastaðurinn yrði, þá
yrði þar griðastaður vonarinnar og sannleikans.
104
www.malogmenning.is
TMM 2000:1