Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 115
Ritdómar Nautgæfa fóðurgrasið Páll Válsson: Jónas Hallgrímsson, æfisaga. Mál og menning (1999), 528 bls. Mér er það ofarlega í minni, að á mínum duggarabandsárum fór mjög tvennum sögum af Jónasi Hallgrímssyni. Annars vegar var sú orðræða sem bergmálaði í skólastofum og nemendum fannst að kennarar væru að reyna að halda að þeim sem hugsjón og íyrirmynd: það var lýsingin á listaskáldinu góða sem horfði í hugljómun á landið og orti um „fífil- brekkur", „bunulæki" og „sæludali“, - sem sé flest það sem ungviðið á mölinni hafði hina megnustu andstyggð á. Hins vegar var önnur saga sem fór í hvísling- um meðffam veggjum í ffímínútum: hún sagði ffá brennivínssvelgnum sem þvældist skítugur og rænulítill um þetta sama land, valt á haus niður fífilbrekkur og beint ofan í bunulæki, og dó að lokum úr titurvillu - og sennilega fransós líka - einn og yfirgefinn í Kaupmannahöfh, án þess eiginlega að taka eft ir því að brotinn var fóturinn. Það þarf naumast að taka það ffam, hversu mjög þessi síðarnefnda saga stuðlaði að því að rétta við ímynd Jónasar í hugum ungmennanna: maður sem saup og þvoði sér ekki gat ekki verið að öllu leyti vondur. Það var jafnvel hægt að fyrirgefa honum að hafa ort um sælu- dali. Svo gerðist það einu sinni, að ein- hver datt ofan á kvæðið „Huggnun" („Nautgæfa fóðurgrasið grær...“), eldri kynslóðin gretti sig, en nú gat ekki lengur leikið neinn vafi á því að sá sem söng svo fagurt átti fyllilega skilið að setjast á bekk með öðrum snillingum sem supu og voru vændir um sárasótt. Ef eitthvað gæti virst lítt samræman- legt eru það þessar tvær hnitmiðuðu þjóðsögur. En mitt í þeirri miklu og kannske nokkuð óvæntu grósku ffæði- bóka, sem gengur nú yfir ísland, hefur það gerst að út er komin æfisaga Jónasar Hallgrímssonar sem gerir þeim báðum full skil, hafhar hvorugri, en sýnir þær báðar í þannig ljósi að þær verða nánast óþekkjanlegar, - ásamt mörgu öðru falla þær saman í heildarmynd af manninum og skáldinu sem er langtum dýpri og auðugri en nokkur einhliða sögusögn getur nokkurn tíma gefið til kynna. Af þessum sökum finnst mér Æfisaga Jónasar Hallgrímssonar effir Pál Valsson vera ffábært verk. Höfundur dregur ekki einungis saman nánast allt sem nú er hægt að þekkja um æfiferil skáldsins og leitar þá mjög víða til fanga, - svo smáat- riði sé nefht þá veit Páll t.d., að árið 1985 fann Sigurður Jónsson náttúruffæðing- ur í París gestabók úr Gaimard-veislu íslendinga 1839, þar sem Jónas Hall- grímsson skrifar sig fæddan árið 1808, og Jón Sigurðsson letrar nafn sitt tvöfalt stærra en nokkur annar .. . (bls. 220) - heldur tekst honum einnig áð setja þenn- an lærdóm fram á ákaflega skýran og skemmtilegan hátt, þannig að bókin verður jafhvel spennandi á köflum. Allar hliðar þessa margþætta skálds koma TMM 2000:1 www.malogmennmg.is 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.