Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 120
RITDÓMAR
Kvöldstef næturgalans
Þorsteinn frá Hamri: Meðan þú vaktir.
Iðunn 1999.
Þorsteinn frá Hamri hefur verið eitt mik-
ilvirkasta ljóðskáld íslendinga síðustu
áratugi. Það eru liðin rúm fjörutíu ár síð-
an hann kvaddi sér hljóðs með ljóðabók-
inni í svörtum kufli áriðl958. Aldrei hafa
liðið meira en fimm ár á milli ljóðabóka
Þorsteins og Meðan þú vaktirer sú fjórt-
ánda í röðinni. Þó ljóðagerð hafi vissu-
lega verið eitt helsta viðfangsefni
Þorsteins frá Hamri má ekki gleyma því
að hann sendi ffá sér þrjár skáldsögur á
árunum 1969-1980, einnig hefur hann
ritað sagnaþætti af nafhgreindu fólki,
samtals þrjár bækur. Skáldsögur Þor-
steins hafa fallið nokkuð í skugga ljóða
hans enda hefur hann lagt skáldsagna-
gerð á hilluna síðustu tvo áratugi. Samt
sem áður verðskulda þær meiri athygli
og má með sanni segja að þessar hagan-
legu og velfléttuðu sögur, sem eru að
miklu leyti byggðar á þjóðsagna- og
ævintýraminnum, hafi verið prýðilegt
framlag til hinnar módernísku íslensku
skáldsögu sem var í gerjun í lok sjöunda
áratugarins. Nafn Þorsteins sómir sér því
vel við hlið ffægari höfunda á borð við
Guðberg, Thor og Svövu.
Eitt helsta einkenni á ljóðagerð Þor-
steins er hversu „þjóðleg“ hún er, hann
vísar oft í íslenskar sögur og ævintýri og
sýnir svo ekki verður um villst að bók-
menntaarfurinn er lifandi í höndum
hans. Það sést ennfremur á valdi hans á
íslensku máli - Þorsteinn er málhagur
með afbrigðum, tungutak hans skýrt og
kjarnmikið. Hann hefur einnig sinn sér-
staka stíl sem einkennir verk hans, en er
ffemur erfitt að lýsa. í sem stystu máli má
þó segja að hann sé lágvær, hófstilltur,
dulur en jafnframt sterkur, hlýlegur og
kraftmikill. Málróf og útmálun tilfinn-
inga forðast hann eins og heitan eld,
kann fremur að meta æðruleysi og kald-
tempraðan stíl. Þetta má samt ekki skilja
svo að skáldið sé tilfinningakalt, fátt væri
fjarri lagi. Það hefur einfaldlega tileinkað
sér innhverfan ljóðstíl og tjáir sig með því
að finna tilfinningum sínum „hlutlægar
samsvaranir“ og tákn eins og T.S. Eliot
benti eitt sinn á að einkenndi nútíma
ljóðagerð.
Ádeilu gætir í ljóðum Þorsteins alla
tíð, einkum á yfirborðsmennsku, hræsni
og sjálfsréttlætingu. Samfélagsádeilan er
yfirleitt lágstillt en að sama skapi áhrifa-
rík, hugtök eins og trúnaður og samviska
gegna lykilhlutverki í ádeiluljóðum hans.
Off gætir sjálfsgagnrýni í ljóðum Þor-
steins þegar hann lítur til baka yfir farinn
veg. Sum ljóða hans eru erfið túlkunar
enda er hann spar á allar útskýringar og
ljóðin því stundum margræð og á köfl-
um beinlínis torræð. Þróunin hefur þó
fremur verið í átt til einföldunar hin síð-
ari ár og Meðan þú vaktir einkennist af
skýru, öguðu tungutaki og klassískum
ljóðstíl.
Yrkisefnin í þessari nýju ljóðabók Þor-
steins ffá Hamri eru fjölbreytt og hér er að-
eins rúm til að gera stutta grein fýrir þeim
helstu. I nokkrum ljóðanna er fjallað á
spaklegan hátt um takmarkanir og eðli
mannsins. Má þar nefha ljóðin „Morgnar"
og „Or brotum“. 1 því síðarnefnda er lýst
hve huganum er tamt að mynda sér
heimssýn byggða á margskonar blekking-
um: „ofsjón, ægisýn: / aldarhátt sem var /
glæðir hann sér úr glapsýn!" Vissulega eru
það sígild sannindi að maðurinn setji
heimsmynd sína saman úr brotum og
hætti til að offneta trausdeik hennar. Menn
leita gjaman samsinnis hjá þeim sem eru
sömu skoðunar og þeir sjálfir og sleppa því
sem ekki stemmir við þeirra eigin skoðun
eins og lesa má úr niðurlagi ljóðsins, að
hugurinn:
110
www.malogmenning.is
TMM 2000:1