Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Side 121
RITDÓMAR
Flögrar
til fundar við annan hug,
- sveigir
íyrir sokkin rif...
I fyrrnefnda ljóðinu „Morgnar" er á
skáldlegan hátt lýst því ferli er gamla
heimsmyndin er orðin úrelt og ljóðmæl-
andi ber eld að henni en hugurinn hefst
óðar handa að smíða sér nýja. Ljóðið fær
aukinn áhrifamátt við það að lesandinn
er ávarpaður og hljóðar svo í heild sinni:
Morgnar
slá loga úr lófum þér!
Þú lyftir höndum, brýzt
fram úr þöglu rökkri sem þér var leitt,
berð eld
að ímyndum!
Hlærð
storkandi hlátri...
Og greinir handan við bálið
grá drög að hugboðum:
efhi
í flugabrött
fjöll næstu vissu.
í ljóðinu „Skóg af skógi“ er lýst leit ljóð-
mælanda, fýrst í skógi sem sér hvers hann
leitar og dregur því „huliðsfeld / yfir brár
og brunna“. Mælandinn yfirgefur skóg-
inn „alls vísari / annars en þess sem ég
leita“. Leitin heldur áfram „í skógi sem
ekki er skógur: // norpa á torgum / og
nálgast fólk eins og runna“. Af samheng-
inu er ljóst að seinni skógurinn er mann-
skógur en leitin tekur engan enda. Ljóðið
„Ferð“ lýsir einnig leit að hvað olli hljóm-
um sem ljóðmælandi heyrði eitt sinn og
„ber sér í hlustum / . . . síðan þá“. Hið
óvænta niðurlag þess er svohljóðandi:
gengur dægrin
sem dali, fer í sveig
hjá dyrum sem hann grunar
að feli svarið
en þyrði ekki inn um
fýrir sitt litla líf.
Það sem er athyglisvert hér er að ljóð-
mælandinn óttast hreinlega svarið og kýs
ffemur að halda leitinni áffam en að fá
svar við spurningu sinni. Hægt er að
túlka þetta ljóð á marga vegu og ég læt
lesendur um það, en ljóðið felur í sér
djúpa speki um eðli og tilgang mannlegs
lífs. Listamenn leita gjarnan að hinum
hreina tóni en hvað gerist ef þeir heyra
hann? Ljóðið „Eitt á ég samt“ er einnig
áhugavert í þessu samhengi og býsna
snúið að túlka það. Titill þess er vísun í
fræga sonnettu eftir Jónas Hallgrímsson
„Svo rís um aldir árið hvurt um sig“, nán-
ar tiltekið er vísað í annað erindið en
fyrstu tvö vísuorð þess eru svohljóðandi:
Eitt á ég samt, og annast vil eg þig,
hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu,
I upphafslínum ljóðsins „Að vera / einn
og heill“ er látin í ljós svipuð ósk og í ljóði
Jónasar, að lifa heilu lífi í sátt við sjálfan
sig. Engu að síður er þeim öfugsnúnu
örlögum lýst að ljóðmælandi flýr „af
grösugum grundum / yfir á sviðnar
sandflesjur!“ en heldur áfram að leita
sáttar við sjálfan sig: „Leita þó ákaft / í ör-
væni, skelfmgu, / samlyndis, einingar /
við sig...“. Lok ljóðsins eru snúin en svo
virðist sem ljóðmælandi tali við sjálfan
sig í þriðju persónu og er látinn skynja
þegar hann hvílir sig á göngunni „að
hann er sjálfur / drottinn / alls þessa,
ómáttugur!", og mælir þá hin véfréttar-
legu orð: „Allt, heima ...“ sem jafnframt
eru lokaorð ljóðsins. Þetta er dæmi um
111
TMM 2000:1
www.malogmenning.is