Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Síða 123
RITDÚMAR nokkurri tilfinningasemi t. a. m. í ljóðinu „Að nýju“, þar sem öldin sem er að kveðja er persónugerð og látin ávarpa landið. Endir ljóðsins gefur í skyn að öldinni lítist ekki of vel á framtíðina því talað er um „grunsamlegar, tviræðar viprur“ á andliti hennar sem enginn fær reyndar að sjá. Ljóðið er svohljóðandi: Þegar dægrin eins og þungstreym vötn þoka öldinni griðalaust til ókunnra sögulausra sæva, þá, að nýju, nánast sem barn, fer hún augum um fjallahringinn, hvíslar: Alúðar heilsan, óskir beztu. Sælar, þér svellabungur og hlæjandi hlíðir! Að nýju, - líkt og hún undrist allt... Hylur brár sínar að svo búnu. Engum leyfist að sjá undir síðhöttinn og geta sér til um grunsamlegar, tvíræðar viprur. Þorsteinn frá Hamri er síður en svo einn um þá skoðun að gömul gildi séu á und- anhaldi og að sporna beri við fótum. Hann stendur föstum fótum í róman- tískri hefð sem Jónas Hallgrímsson og Fjölnismenn áttu drjúgan þátt í að móta á fyrri hluta 19. aldar. Eitt af einkennum hennar er trúin á landið, náttúran er gjarnan persónugerð, stílbragð sem sést oft í Meðan þú vaktir. Eins og að framan greinir þá er oft vitnað í ljóð Jónasar í bókinni og eru þó ekki tíundaðar allar vísanir Þorsteins í þau. Allt ber þetta ótvírætt vitni um hve áhrif Jónasar eru mikil á 20. aldar skáld. Auk Þorsteins eru helstir lærisveinar hans, Snorri Hjartar- son, Hannes Pétursson og Matthías Jó- hannessen. Sumum yngri skáldum kann að finnast þessi rómantíska hefð vera orðin nokkuð gamaldags og fara að sjálf- sögðu sínar eigin leiðir og er ekki nema gott eitt um það að segja, en skáldskapur Jónasar er löngu orðinn klassískur og óháður öllum tískustefnum. Meðan þú vaktir er vönduð Ijóðabók, ljóðin eru mörg falleg og einstaklega vel ort. Sum eru býsna strembin og krefjast nokkurr- ar yfirlegu en þegar þau opnast fyrir les- andanum launast honum fyrirhöfnin, enda eiga ljóð ekki að vera ódýr. Guðbjörn Sigurmundsson Að taka í hönd á þjóðinni Huldar Breiðfjörð, Góðir Islendingar. Ferðasaga. Bjartur 1998.182 bls. Hver eru helstu einkenni íslensku þjóðar- innar (fyrir utan það að vera betri en allir aðrir í öllu öðru miðað við höfðatölu)? Þessi eilífa spurning er nú orðin nokkuð leiðigjörn, og ekki á það síður við um svörin sem tyggja gjarnan upp sömu klisj- urnar sem eru oftar en ekki byggðar á ein- hvers konar samblandi af yfirblásnu hetjuþvaðri og óstöðvandi minnimáttar- kennd. Kannski er helsta einkenni ís- lensku þjóðarinnar að vera sífellt að leita að eigin einkennum. En í Góðum íslend- ingum blæs Huldar Breiðfjörð nýju lífi í þessa umræðu alla með því að takast á við þessar klisjur og ímyndir sem við göngum með í kollinum með húmor og hógværð og góðri tilfinningu fyrir smáatriðunum sem skapa hversdagsleikann. 1 upphafi verksins hefur sögumaður háar hugmyndir um hvernig hann ætli TMM 2000:1 www.malogmenning.is 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.