Tímarit Máls og menningar - 01.03.2000, Page 130
PS frá ritstjóra
Þótt nokkuð sé liðið framá árið langar mig að óska ykkur gleðilegs nýs árs. Ég held að
óhætt sé að fullyrða að efni fyrsta heftis ársins sé Qölbreytt, vangaveltur þriggja
ungra fræðimanna um tímamótaverkið íslenzk menning, greinar um töfraraunsæi í
íslenskum nútímabókmenntum, hugleiðingar um Ibsen hin norska og ástandið á
listaverkamarkaðnum á íslandi, svo ég nefni aðeins nokkur atriði.
I síðasta hefti voru gerð tvenn leið mistök í grein sem Steinunn Sigurðardóttir
skrifaði í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu Málfríðar Einarsdóttur.
Annars vegar kom ekki nógu skýrt fram að ljóð sem vitnað var í er eftir Sigfus
Daðason og hins vegar urðu mistök í uppsetningu ljóðsins, en það er svona:
In memoriam
Glaðabirta
á októberdegi.
Undirtónn
og yfirtónn.
Vissi eins og áður
daginn og stundina.
Mundi hreina liti
í glæringunum miðjum.
Nú þarf stóran galdur.
Þannig er þetta ffábæra ljóð Sigfúsar Daðasonar og eru hlutaðeigandi beðnir
innilega afsökunar á þessari handvömm. Og þar sem sjaldan er ein báran stök var
Torfi H. Tulinius titlaður dósent í heimspeki í höfundakynningu, en hið rétta er að
hann er dósent í frönsku við Háskóla íslands.
Fnðrik Rafnsson
Höfundar efnis
Ármann Jakobsson, f. 1970: stundakennari við Háskóla íslands (/ leit að konungi, 1997)
Árni Heimir Ingólfsson, f. 1973: píanóleikari og nemi í tónvísindum við Harvardháskóla
Baldur Hafstað,f. 1948: dósent í íslensku við Kennaraháskóla fslands (Heiðin minni (ritstj), 1999)
Einar Már Jónsson, f. 1942: sagnfræðingur og kennari við Sorbonneháskóla í París
Geirlaugur Magnússon, f. 1944: ljóðskáld (Þrítengt, 1996)
Guðbjörn Sigurmundsson, f. 1958: íslenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi
Gunnþórunn Guðmundsdóttir, f. 1968: doktor í bókmenntaffæði ffá Lundúnaháskóla
Halldór B. Runólfsson, f. 1950: listffæðingur og gagnrýnandi
Helgi Ingólfsson, f. 1957: sögukennari og rithöfúndur (Þxgir strákar, 1998)
Kristján B. Jónasson, f. 1967: bókmenntaffæðingur og rithöfúndur (Snákabani, 1996)
Róbert H. Haraldsson, f. 1959: lektor í heimspeki við Háskóla fslands
Sigmundur Ernir Rúnarsson, f. 1961: fféttamaður og ljóðskáld (Sjaldgœftfólk, 1998)
Sigríður Albertsdóttir, f. 1960: íslenskukennari við Menntaskólann í Kópavogi
Sigríður Matthíasdóttir, f. 1965: sagnfræðingur
120
www.malogmenning.is
TMM 2000:1