Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 20

Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Gleðilegt ár Við þökkum viðskiptin á liðnum árum og hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári. DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 p.s. útsalan er byjuð „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi Sími 698 7999 og 699 7887 Náttúruolía sem hundar elska Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur NIKITA hundaolía Selolía fyrir hunda Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þetta var býsna gott, það er ekki hægt að neita því, og báturinn var eiginlega hálfur í kafi á landleið- inni,“ segir Elís Pétur Elísson á Breiðadalsvík, en skömmu fyrir jól komu hann og Björn Hermannsson úr línuróðri með 6,3 tonn. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þeir félagarnir róa á Ella P, sem er skráður aðeins 7,5 tonn að stærð. Elís viðurkennir að þetta hafi verið „dúndur róður“ en honum er ofar í huga að veturinn hefur til þessa verið líflegri í byggðalaginu heldur en í langan tíma. Hann seg- ist vona að botninum sé náð og bjartari tímar séu framundan á Breiðdalsvík. Elís segir að mjög vel hafi fiskast í haust þegar gefið hafi á sjó og það sé ekki tilviljun að stór hluti flotans sæki austur fyrir land á þessum tíma. Eftir ágætt veður í október og nóvember hafi tíðarfar hins vegar verið sérlega erfitt fyr- ir minni bátana í desember. Þeir á „Ellanum“ hafi aðeins tvívegis komist á sjó í mánuðinum, ekki hafi verið möguleiki að róa oftar. Fiskur á nánast hverjum krók Í mettúrnum á bátnum skömmu fyrir jól hafi verið fiskur á nánast hverjum krók og góður fiskur þeg- ar dýpið var um og yfir 100 metr- ar. „Við fengum 220 kíló á bala, það er gott en ekkert svakalegt. Þetta þætti ekki tiltökumál á beitningavélabátunum sem oft hafa gert rosagóða róðra á haustin hérna fyrir austan,“ segir Elís og bætir því við að fiskurinn hafi ver- ið grynnra í haust heldur en áður. Fiskurinn er unninn í fisk- vinnslu sem Ísfiskur í Kópavogi rekur nú á Breiðdalsvík. Sjálfur rekur Elís fyrirtækið Goðaborg sem sér um löndunarþjónustu, slægingu, beitingu, uppstokkun, þjónustu við bátana og fiskmark- aðinn á staðnum. Átta manns vinna hjá Goðaborg og sami fjöldi hjá Ísfiski. Elís segir að samstarfið hafi gengið vel. Hyggjast kaupa stærri bát og aflaheimildir Hann segir að þeir sem standi að útgerð Ella P séu að undirbúa kaup á stærri bát og aflaheim- ildum, en nú sé mikið leigt af heimildum. Í haust hafa þrír bátar lagt upp hjá Ísfiski á Breiðdalsvík, auk aðkomubáta sem hafa landað þar. Yfir strandveiðitímann á sumrin leggja 14-15 bátar upp hjá Ísfiski. Í Breiðdalshreppi búa um 180 manns, flestir á Breiðdalsvík, og er hreppurinn hluti af verkefni Byggðastofnunar sem nefnist „brothættar byggðir“. Stofnunin hefur lagt staðnum til 150 tonna viðbótaraflamark vegna þessa verkefnis auk 90 tonna byggða- kvóta. Elís segir að þetta skipti miklu máli, en enn vanti þó meira upp á til að góð kjölfesta fáist í veiðar og vinnslu og kaupi menn aflaheimildir skerði það almennan byggðakvótann. Hann rifjar upp að á sínum tíma hafi tveir skuttog- arar verið gerðir út frá staðnum með drjúgar heimildir, en þær séu á bak og burt. Miðað við allt önnur umsvif Á Breiðdalsvík er 2.100 fermetra fiskvinnsluhús og var það miðað við allt önnur og meiri umsvif heldur en nú eru á staðnum. Því hefur húsið verið hólfað niður og er fiskvinnslan í um 800 fermetra nýstandsettu rými. Þar er einnig nýr ráðstefnusalur, trésmíðaverk- stæði og bátaverkstæði. Byggða- stofnun á húsnæðið og segir Elís að stofnunin eigi þakkir skildar fyrir sína aðkomu að breytingum á húsinu. „Þetta er allt að eflast hjá okkur og nú er að færast líf í fiskvinnslu- húsið,“ segir Elís. „Sameiginlegt átak heimamanna, fyrirtækja og stofnana hefur skilað því að mér finnst flest vera á uppleið hérna. Breytingin á húsinu á mikinn þátt í þessu og ég held að menn hafi áttað sig á því að það varð að byrja á einhverju raunhæfu í at- vinnuuppbyggingunni. Menn geta síðan hnoðað við það þegar þeir verða komnir með einhverjar afla- heimildir,“ segir Elís. Öflug ferðaþjónusta Hann bætir því að auk útgerðar og fiskvinnslu hafi ferðaþjónusta eflst mjög í hreppnum. Þar séu nú um 100 gistirými og í fyrrasumar hafi ferðaþjónustubátur verið tek- inn í notkun og hafi hann verið vinsæl afþreying. Fleira sé í bí- gerð og hugur í mönnum á þessu sviði eins og fleirum. „Hálfur í kafi á landleiðinni“  Félagarnir á smábátnum Ella P með 6,3 tonn í línuróðri  Ekki tilviljun að stór hluti flotans sækir austur fyrir land  Hefur trú á bjartari tímum framundan á Breiðdalsvík  Átak í uppbyggingu Ljósmynd/Helga Arnardóttir Dúndurróður Félagarnir Elís Pétur Elísson og Björn Hermannsson á Ella P koma til hafnar með metafla og eins og sjá má er báturinn vel siginn. Breytingar Elís Pétur Elísson, út- gerðarmaður, (t.h.) og Friðrik Árnason, hótelstjóri á Breiðdalsvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.