Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 28
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Síðasta ár bar mikið á neikvæðum
fréttum úr heilbrigðisgeiranum.
Fjölmiðlar sögðu m.a. frá biluðum
tækjum, vöntun á nýjustu lyfjum
og vaxandi álagi á starfsfólki.
Áfram virtust heilbrigðisstarfs-
menn sækja í störf í öðrum löndum
og loks í októberlok að læknar hófu
verkfallsaðgerðir.
Þrátt fyrir allt þetta segir Páll
Matthíasson, forstjóri Landspít-
alans, að í heild hafi árið verið gott
fyrir spítalann og margt sem horfi
til betri vegar. „Þannig fékk spít-
alinn inn nýtt fé til rekstrar árið
2014, að ég held í fyrsta sinn frá
aldamótum. Þá var einnig áfram
gefið allverulega inn í fé til tækja-
kaupa. Í raun má segja að á árinu
hafi skapast möguleiki á ákveðinni
viðspyrnu.“
Bæta umgjörðina
Viðbótarfjármagninu sem spít-
alinn fékk hefur m.a. verið varið til
að bæta starfsskilyrði. Nefnir Páll
bætta aðstöðu í búningsher-
bergjum og endurnýjun á fatnaði.
„Við settum einnig í forgang að
bæta mötuneyti spítalans og að-
gengi starfsfólks að mat á öllum
tímum sólarhringsins. Fé var einn-
ig varið í samgöngustyrki og bætta
aðstöðu fyrir hjólafólk en fyrir það
fékk spítalinn viðurkenningu
Reykjavíkurborgar og Hjóla-
færni.“
Aukin áhersla á bættan aðbún-
að er liður í að bæta starfsumhverfi
spítalans. Páll segir launamálin að-
eins einn hluta af því sem dregur
að eða fælir frá starfsmenn. Starfs-
ánægja mótist t.d. af því hvort
læknar og hjúkrunarfólk hafi gott
aðgengi að tækjum, og að vaktir
séu þannig skipulagðar að álag
verði ekki óhóflegt og óvænt útköll
í lágmarki. Viðeigandi húsakostur
skipti líka máli. „Og þar sjáum við
líka ákveðna viðspyrnu því að í
fjárlögum ársins 2015 er gert ráð
fyrir allverulegu fjármagni til að
undirbúa áfram byggingarverkefni
á lóð Landspítalans með það fyrir
augum að árið 2021 verði risinn
meðferðarkjarni, rannsóknakjarni
og sjúkrahótel, auk húss heilbrigð-
isvísindasviðs háskólans.“
Öflugt vísindastarf laðar að
Páll neitar því ekki að Land-
spítalinn eigi erfitt með að vera
samkeppnisfær í launum. Kjörin
geti verið betri bæði erlendis og í
einkarekstri. Á móti kemur að á
spítalanum eru flóknustu og mest
krefjandi verkefnin og öflugt vís-
indastarf, en hvort tveggja ætti að
draga að öflugt fólk. Páll hvetur
samningsaðila í kjaradeilu lækna
til að ná sanngjarnri niðurstöðu
sem skapi frið. Í framhaldinu þurfi
svo að vinna að því að endurskoða
launastrúktúr heilbrigðiskerfisins
því þar vilji oft koma í ljós mis-
ræmi milli umbunar, álags og af-
kasta.
„Kerfið þarf að umbuna betur
fyrir flóknustu og erfiðustu starf-
semina. Í dag er raunin sú að
skurðlæknir getur haft mun meira
upp úr krafsinu með því að fjar-
lægja æðahnúta á eigin stofu úti í
bæ frekar en að fjarlægja lunga
eða nýra inni á spítalanum, sem er
samt margfalt flóknara og áhættu-
samara verkefni. Sjúkrahúslæknar
á bakvöktum eru á þannig taxta að
ef þeir þurfa fyrirvaralaust að
koma á spítalann og bjarga manns-
lífum dugar tímakaupið oft ekki
fyrir barnapíu.“
Fé fylgi verkefnum
Páll segir að þótt rekstri spít-
alans sé bjargað fyrir horn með
auknum fjárframlögum þá sé nauð-
synlegt, sérstaklega í ljósi þess að
álag og afköst Landspítalans vaxi
ár frá ári, að finna nýja leið til að
fjármagna spítalann. „Sem dæmi
jókst álag á spítalann á síðasta ári
um 1-3,5% eftir því hvaða starfsemi
er skoðuð, en á sama tíma jókst
kostnaðurinn af rekstrinum um
0,4% og framleiðnin því aukist sem
nemur mismuninum. Það er frábær
árangur en virkar samt eins og við
séum ekki að standa okkur – af því
að rekstrarhalli varð og við erum
A-hluta ríkisstofnun á föstum fjár-
lögum.“
Páll segir slíkt módel fastra
fjárlaga henta illa þar sem um sé
að ræða heilbrigðisþjónustu; þjón-
ustu sem fólk telji sig eiga rétt á og
sem ekki sé auðvelt að skerða.
Flestar þjóðir Evrópu hafi farið þá
leið að tengja hluta af fjármögnun
spítala afköstum – þannig hækki
fjárframlögin ef t.d. skurð-
aðgerðum fjölgi – innan vel skil-
greindra marka. „Við vonumst til
þess að geta, í samvinnu við
Sjúkratryggingar og velferð-
arráðuneytið stigið á árinu fyrstu
skref í að nota svokallað DRG-kerfi
til að bæta fjármögnun Landspít-
ala, þannig að fé fylgi verkefnum, á
sama tíma og „kaupandinn“ eða
stjórnvöld hafi meiri stjórn á út-
gjöldum.“
Lágt hlutfall til
heilbrigðismála
Páll leggur síðan áherslu á að
það þurfi að vera langtímamarkmið
að auka það fé sem rennur til heil-
brigðisþjónustunnar. Ísland ver
8,9% af vergri þjóðarframleiðslu til
heilbrigðismála en hlutfallið lækk-
aði síðustu árin fram til 2014. Þetta
er ekki mikið í samanburði við
miklu hærri tölur í nágrannalönd-
unum, eða allt frá 9,3% í Noregi,
með tvöfalt hærri þjóðartekjur,
upp í 12,3% í Hollandi. Þetta hlut-
fall er því of lágt á Íslandi að mati
Páls. „Á sama tíma og það er verk-
efni starfsfólks heilbrigðisþjónust-
unnar að veita sem besta þjónustu
á sem hagkvæmastan hátt þá hlýt-
ur það að verða verkefni stjórnmál-
anna að finna leiðir til að veita
meira fé til heilbrigðisþjónust-
unnar, til að snúa við þeirri lang-
tíma undirfjármögnun sem er rót
vanda heilbrigðiskerfisins.“
Loks möguleiki á viðspyrnu
Þarf niðurstöðu í launamálum til að skapa frið, en í framhaldinu endurskoða launastrúktúr heilbrigðiskerfisins.
Morgunblaðið/Golli
Vaktin Læknar og annað starfsfólk á bráðamóttöku. Ástand heilbrigð-
ismála hefur verið mjög í deiglunni og leynast áskoranirnar víða.
Samhengi „Við vonumst til þess að geta stigið á árinu fyrstu skref í að nota
svokallað DRG-kerfi, þannig að fé fylgi verkefnum,“ segir Páll Matthíasson.
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Á síðasta ári bar nokkuð á um-
fjöllun um kostnaðinn af nýjum
lyfjum og dýrum meðferðum við
sjaldgæfum sjúkdómum. Páll seg-
ir eitt af verkefnunum á þessu ári,
og þeim næstu, að ræða vandlega
hvort og hvernig á að forgangs-
raða í þessum efnum. Mörg þeirra
nýju lyfja sem komið hafa á mark-
að á undanförnum árum eru
geysidýr og óhjákvæmilegt að upp
komi erfið álitamál.
„Til eru lyf þar sem ársskammt-
urinn kostar 110 milljónir, eða
álíka og allar heilaskurðaðgerðir
spítalans á einu ári. Hvaða
ákvörðun á að taka þegar þarf að
ráðstafa takmörkuðum fjár-
munum? Er réttlætanlegt að
kaupa lyf fyrir einn sjúkling fyrir
svona háa upphæð ef þarf að taka
fjármunina annars staðar frá? Við
svo erfiðum spurningum eru ekki
einhlít svör, en það er mikilvægt
að opin og málefnaleg umræða
um gildi og forgangsröðun eigi
sér stað á milli fagfólks, stjórn-
valda og almennings, því þetta er
ekki ákvörðun sem heilbrigð-
isstarfsfólk getur eitt setið uppi
með.“
Þarf umræðu um
erfiðar ákvarðanir
Morgunblaðið/Sverrir
Pillur Sum nýjustu lyfin geta verið
óhemjudýr. Þarf að velja og hafna.
FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER