Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Útsalan
er hafin
30-60%
afsláttur
af útsölu-
vöru
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
sími 571 5464
Stærðir 38-54
Nítró sport / Kirkjulundi 17
210 Garðabæ / Sími 557 4848
www.nitro.is
15%
kynningarafsláttur
til 10. janúar
Sérpöntum varahluti í
allar gerðir vélsleða!
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Almar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
segir að almennt hafi liðið ár verið
farsælt fyrir iðnaðinn í landinu.
Hann segir sérstaklega ánægju-
legt að sjá þann mikla kraft sem
hlaupinn er í nýsköpun af ýmsum
toga og gott að stefnt sé að frek-
ari uppbyggingu á stuðningsneti
frumkvöðla og sprota.
„Til stendur að stórefla
Tækniþróunarsjóð og aðra rann-
sóknarsjóði og einnig er mjög já-
kvætt að stjórnvöld ákváðu að
halda áfram á þeirri vegferð að
veita fyrirtækjum skattaafslátt
vegna útgjalda til rannsóknar- og
þróunarvinnu.“
Samstarf í byggingamálum
Það gefur Almari einnig til-
efni til bjartsýni að útlit er fyrir
nánara samstarf milli mann-
virkjageirans og stjórnvalda.
„Þetta samstarf er að taka á sig
góða mynd og ætti að verða til
þess að allir aðilar ganga meira í
takti. Á undanförnum árum hafa
verið gerðar breytingar á mann-
virkjalögum og bygginga-
reglugerðum sem hafa haft
íþyngjandi áhrif og veitt lítið svig-
rúm til frávika. Með góðri sam-
vinnu hefur okkur þegar tekist að
sníða þónokkra agnúa af. Útkom-
an er samt sem áður hærri und-
irliggjandi kostnaður í bygging-
arverkefnum og þar með meiri
áhætta fyrir aðila í greininni.“
Af því neikvæða, sem von-
andi breytist til batnaðar á nýju
ári, er lítil fjárfesting í landinu.
„Við höfum ekki náð að hífa fjár-
festingarstigið upp svo neinu
nemi og gildir það bæði um
einkageirann og eins fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera.
Fjárfesting í innviðum á borð við
vegakerfi, raforkukerfi og fjar-
skiptakerfi hefur verið í algjöru
lágmarki um nokkurra ára skeið
og í einkageiranum virðist sem
óvissa og gjaldeyrishöft vinni
saman til að fjárfestingar taki
ekki við sér á nýjan leik. Fjár-
festing þarf að vera mótorinn í
hagvexti, en það hefur ekki verið
raunin undanfarin ár.“
Af verkefnum ársins fram-
undan nefnir Almar afnám gjald-
eyrishafta. Hann leggur á það
áherslu að sú leið sem fyrir valinu
verður taki mið af þörfum vaxtar-
og útflutningsfyrirtækjanna. „Um-
ræðan um höftin snýst oft að
stærstum hluta um slitabú bank-
anna og snjóhengjuna svokölluðu.
Að okkar mati ættu hins vegar
vaxtarfyrirtækin að vera stjórn-
völdum efst í huga þegar afnám
gjaldeyrishafta verður útfært, og
aðalatriði frá fyrsta degi.“
Fælir frá frumkvöðla
Almar segir ljóst að höftin
bitni mjög harkalega á þeim fyr-
irtækjum sem þurfa að vaxa og
hafa burði til að stækka út í heim.
Hann vitnar í Hjálmar Gíslason,
stofnanda Datamarket, sem nefndi
í viðtölum við fjölmiðla að þó höft-
in hafi ekki truflað reksturinn með
beinum hætti hafi þau gert allan
vöxt og sölu mun þyngri í vöfum.
„Þegar rætt er við íslenska frum-
kvöðla kemur æ oftar upp hvort
það sé rétt ákvörðun að stofna
nýtt fyrirtæki á Íslandi eða velja
fyrirtækinu heimili annars staðar.
Til mikils er að vinna að rekstr-
arumhverfið hér á landi sé þannig
að frumkvöðlarnir byrji starfsemi
hér en ekki annars staðar, enda
værum við þá að missa öll þau
verðmæti og reynslu sem verður
til með nýju fyrirtæki. Við höfum
því miður líka dæmi um fyrirtæki
sem kjósa að færa heimili og
starfsemi til útlanda vegna haft-
anna, sem er auðvitað afar
slæmt.“
Þessu tengt segir Almar að
rétt sé að skoða hvort lífeyrissjóð-
irnir í landinu, og aðrir mikilvægir
fjárfestar, geti leikið stærra hlut-
verk í fjármögnun nýsköpunar.
Vöntun sé á fjármagni til áhættu-
fjárfestinga og sem hlutfall af
landsframleiðslu sé fjárfestinga-
fjármagnið töluvert lægra en í
löndunum sem við berum okkur
saman við. „Við höfum séð lífeyr-
issjóðina stíga jákvæð skref í
þessa átt og þeir virðast tilbúnir
til að láta meira að sér kveða í
þessu umhverfi. Eðlilega fer þá
fjárfestingin fram í gegnum sér-
hæfða sjóði enda um að ræða fjár-
festingasvið sem útheimtir mikla
sérþekkingu og innsýn.“
Almar segir ekki að ástæðu-
lausu að honum sé svona umhugað
um að stutt sé vel við nýsköpun
og frumkvöðlastarf. Hann segir
ljóst að þar leynist áhugaverð
tækifæri til atvinnu- og verðmæta-
sköpunar. „Við eigum margt öfl-
ugt fólk með góðar hugmyndir,
drifkraft og aðlögunarhæfni.
Raunar virðist sem við eigum
meira af slíku fólki en mætti
vænta miðað við íbúafjölda.“
Hlúa þarf enn
betur að nýsköpun
og fjárfestingu
Gæti streymi iðnaðarmanna til Noregs snúist við á árinu?
Hvernig verður hagstjórnin eftir afnám hafta?
Morgunblaðið/Þórður
Vandi „Við höfum ekki náð að hífa fjárfestingarstigið upp svo neinu nemi
og gildir það bæði um einkageirann og eins framkvæmdir á vegum hins op-
inbera,“ segir Almar Guðmundsson um vanda undanfarinna ára.
Eitt af verkefnunum sem Almar vill
sjá gerast á árinu er að ráðist verði
í stefnumörkun um uppbyggingu
innviða og grunnþjónustu. „Þarf
þar bæði að líta til verkefna á veg-
um hins opinbera og eins til verk-
efna sem mætti fela einkageir-
anum. Til skoðunar ættu að vera
t.d. samgönguframkvæmdir, rekst-
ur og bygging spítala og margt
fleira. „Það er tímabært að hugsa
út fyrir boxið og skoða hvernig
víkja má frá hefðbundnum hug-
myndum um fjármögnun op-
inberra verkefna. Einkafram-
kvæmd og fleiri lausnir eru vel
þekktar í okkar helstu samkeppn-
islöndum.“
Almar fylgist líka af áhuga með
þeirri hugmynda- og þróunarvinnu
sem á sér stað í menntamálum,
sérstaklega hvað varðar iðn- og
verknám. Tækifæri séu til að gera
breytingar sem miða að því að það
nám sem er í boði þjóni betur bæði
nemendum og atvinnulífi. Líta má
á menntakerfið sem ákveðna
framleiðslulínu sem verður að vera
skilvirk.“
Fyrirtækin sem standa að SI
hafa mörg lýst yfir áhyggjum af
skorti á fólki með góða iðn-
menntun. Er ekki nóg með að erf-
iðlega hafi gengið að tryggja nýlið-
un í iðngreinum heldur hafa
íslensk iðnfyrirtæki fundið að
keppa þarf við t.d. Noreg um hæf-
asta fólkið. Almar segir að það
verði áhugvert að fylgjast með því
í ár hvort lækkun olíuverðs og
veiking norsku krónunnar geti
hægt á og jafnvel snúið við
flæðinu sem verið hefur til frænda
okkar í austri. „Það gæti gerst að
hægi á norskum iðnaði og störfin
þar freisti ekki eins mikið með
veikari gjaldmiðli. Það breytir svo
myndinni enn frekar ef horfur eru
á að góð störf verði í boði hér-
lendis við ýmsar framkvæmdir,
samfara meiri atvinnuvega-
fjárfestingu.“
Loks nefnir Almar að tímabært
sé að fara að ræða hvað tekur við
eftir afnám gjaldeyrishafta.
„Leggjast þarf í vandlega skoðun á
því hvernig haga ætti hagstjórn-
inni og eðlilegt að meta hvort við
t.d. höldum í sama gjaldmiðilinn
og þá hvernig aðlaga þarf hag-
stjórn. Það er einnig mikilvægur
valkostur að ljúka viðræðum við
Evrópusambandið og leggja fyrir
þjóðaratkvæði.“
Snýst straumurinn við með
veikari norskri krónu?
FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER