Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
þegar þú vilt
kvarts stein
á borðið
Blettaábyrgð
Viðhaldsfrítt yfirborð
Slitsterkt
Bakteríuvörn
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is
By Cosentino
Seoul. AFP. | Á hverju ári hætta
hundruð Norður-Kóreumanna lífi
sínu með því að flýja yfir landamær-
in en sú breyting hefur orðið að
flestir þeirra sem fara í þessa hættu-
legu ferð eru ekki að flýja vannær-
ingu og fátækt, eins og algengt var
áður.
Áður fyrr flúðu margir frá Norð-
ur-Kóreu í örvæntingarfullri sjálfs-
bjargarviðleitni vegna hungurs-
neyðar og þeir vissu nánast ekkert
um heiminn utan landamæranna.
Þeir sem flýja núna eru hins vegar
flestir tiltölulega vel stæðir og vita
miklu meira um hvað bíður þeirra
handan landamæra Norður-Kóreu,
sem er líklega einangraðasta land í
heiminum.
Þessi breyting varð á mjög
skömmum tíma og hún endur-
speglar umskipti sem hafa orðið í
Norður-Kóreu frá hungursneyðinni
miklu á síðasta áratug aldarinnar
sem leið, hörmungum sem hafa verið
kallaðar „gangan stranga“, þegar
hundruð þúsunda manna sultu í hel.
„Dæmigerði flóttamaðurinn frá
Norður-Kóreu núna er gerólíkur
þeim sem flúðu fyrir tíu árum,“ segir
Kim Seung-Eun, suðurkóreskur trú-
boði sem starfar í neðanjarðarhreyf-
ingu sem hjálpar norðurkóresku
flóttafólki að komast til Suður-
Kóreu.
Fertug kona, sem naut aðstoðar
hreyfingarinnar, sagði í samtal við
fréttamann AFP að hún hefði flúið
ásamt móður sinni árið 2010 með
hjálp systur sinnar sem hafði áður
komist til Seoul. „Ég svalt ekki en
missti vonina um að líf mitt batnaði í
Norður-Kóreu. Við gengum í gegn-
um mikla erfiðleika í göngunni
ströngu og sú reynsla opnaði augu
mín,“ sagði hún. „Ég vildi betra líf
og einhverja von um framtíðina. Við
höfðum það tiltölulega gott í Norð-
ur-Kóreu vegna peninganna sem
systir mín sendi okkur (fyrir milli-
göngu manna í Kína) en því meira
sem fólk heyrir um Suður-Kóreu í
gegnum skyldmenni sín þar þeim
mun meiri verður löngunin til að
flýja og lifa eins og þau.“
Ekki er vitað með vissu hversu
margir flýja yfir landamærin.
„Margir flóttamannanna tilheyra
millistétt Norður-Kóreu – eru til-
tölulega vel stæðir og vel upplýstir
um umheiminn,“ segir Kim Seung-
Eun. Flestir þeirra sem flúðu á síð-
asta áratug komu úr röðum fátækra
og sveltandi Norður-Kóreumanna.
Lífskjörin hafa skánað
Fátæktin er enn mikil í Norður-
Kóreu og margir íbúanna þjást af
vannæringu en lífskjörin eru talin
hafa skánað vegna svarts markaðar
sem stjórnvöld í Pjongjang hafa
sætt sig við með semingi. Þeir sem
geta unnið á svörtum einkamarkaði
þurfa ekki að reiða sig á opinbera
matarskömmtun eða ríkislaun sem
eru svo lág að þau duga ekki fyrir
nauðþurftum.
Þetta hefur orðið til þess að dreg-
ið hefur úr einangrun landsins, þar
sem fleiri Norður-Kóreumenn hafa
efni á farsímum, tölvum og öðrum
tækjum sem þeir geta notað til að
afla sér upplýsinga um umheiminn.
Suðurkóreskur embættismaður,
sem aðstoðar flóttafólkið, segir að
margir flóttamannanna segist hafa
flúið vegna barnanna sinna. „Þau
vilja að börnin þeirra fá betri mennt-
un, meiri möguleika og betri byrjun í
lífinu,“ segir embættismaðurinn.
Strangar ferðatakmarkanir eru
enn í gildi innan Norður-Kóreu og
þeir sem búa nálægt landamær-
unum eiga því auðveldara með að
flýja landið. Þeir eru einnig líklegri
til að þekkja menn sem stunda
smygl á fólki yfir landamærin.
Um það bil 70% flóttamannanna
eru konur og það er meðal annars
rakið til þess að strangara eftirlit er
haft með karlmönnum á vinnustöð-
um þeirra í Norður-Kóreu.
Dýrara en áður að flýja
Landamæraeftirlitið hefur verið
hert frá því að Kim Jong-Un tók við
völdunum af föður sínum, Kim Jong-
Il, seint á árinu 2011 og það er ein af
ástæðum þess að fleiri millistéttar-
menn hafa flúið, en færri úr fátæk-
ustu stéttunum. „Það kostar miklu
meira núna að komast frá Norður-
Kóreu, með mútum og greiðslum til
milligöngumanna,“ segir suðurkór-
eski embættismaðurinn.
Kínversk yfirvöld hafa einnig hert
eftirlit sitt við landamærin.
Þótt Norður-Kóreumennirnir
borgi meira fyrir flóttann taka þeir
mikla áhættu með því flýja yfir
landamærin. Ef þeir eru ekki skotn-
ir á flóttanum eiga þeir á hættu að
kínverskir landamæraverðir nái
þeim og sendi þá aftur til Norður-
Kóreu þar sem þeir eiga stranga
refsingu yfir höfði sér.
Á ári hverju flúðu allt að 3.000
manns yfir landamærin fyrsta ára-
tug aldarinnar en flóttafólkinu fækk-
aði í um það bil 1.500 á árunum 2012
og 2013. Frá því að Kóreustríðinu
lauk hafa meira en 27.000 Norður-
Kóreumenn flúið til Suður-Kóreu.
Heimild: KCNA
Valdaættin í
Norður-Kóreu
Kim Han-Sol
Stundar nú
nám í París
Jang Song-ThaekKim Kyoung-Hui
systir KJI
Kim Jong-Il
„Leiðtoginn ástkæri“
1994 - 2011
Kim Il-Sung
„Leiðtoginn mikli
og eilífðarforseti“
1948 - 1994
Kim Jong-Un
yngsti sonur
KJI
Kim Jong-Nam
elsti sonur KJI Tekinn af lífi
12. desember
2013Féll í ónáð hjá
föður sínum
Fékk æðstu tign
hershöfðingja
árið 2010
Er nú leiðtogi N-Kóreu
2011 -
Handtekinn
fyrir„glæpastarfsemi“
og sakaður um
að hafa farið fyrir
„gagnbyltingarklíku“
Fleiri millistétt-
armenn flýja frá
Norður-Kóreu
Færri flýja vegna vannæringar
Talsmaður stjórnar Suður-Kóreu sagði í gær að ein-
ræðisstjórnin í Norður-Kóreu gæti ekki sett nein skil-
yrði fyrir samningaviðræðum ef hún vildi bæta sam-
skipti ríkjanna. Kim Jong-Un, einræðisherra N-Kóreu,
sagði í áramótaræðu að hann vildi ræða við leiðtoga
Suður-Kóreu. Hann setti þó það skilyrði að S-Kórea og
Bandaríkin hættu árlegum heræfingum sínum. Tals-
maður S-Kóreustjórnar sagði að ekki kæmi til greina
að verða við slíkum kröfum og ekki yrði rætt við Kim
Jong-Un nema hann féllist á viðræður án skilyrða.
Hafnar skilyrðum fyrir viðræðum
Meira en þúsund manns tóku þátt í mótmælum í þremur stærstu borgum
Svíþjóðar í gær til að krefjast þess að árásum á moskur yrði hætt. Efnt var
til mótmælanna í Stokkhólmi, Malmö, og Gautaborg eftir að árásir höfðu
verið gerðar á þrjár moskur í Svíþjóð á einni viku. „Við viljum senda þau
skilaboð að þessar árásir eru vandamál alls samfélagsins, ekki bara músl-
íma,“ sagði Mohammed Kharraki, talsmaður samtaka sænskra múslíma. Á
myndinni halda tvær stúlkur á spjöldum með áletruninni „ekki snerta
moskuna mína“ á götu við þinghúsið í Stokkhólmi.
Lögreglan hefur aukið öryggisgæsluna við moskur landsins vegna árás-
anna. Vitni segjast hafa séð mann kasta bensínsprengju á mosku í Upp-
sölum á nýársdag. Þremur dögum áður var kveikt í mosku í bænum Eslöv.
Fimm manns slösuðust þegar kveikt var í mosku í Eskilstuna á jóladag.
Árásum á moskur mótmælt í Svíþjóð
AFP
Ekki snerta moskuna mína