Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Drög aðnýrriþings-
ályktunartillögu
um framkvæmda-
áætlun í mál-
efnum innflytj-
enda hefur verið
sett inn á vef vel-
ferðarráðuneytisins. For-
senda áætlunarinnar er að
ná fram því markmiði laga
um málefni innflytjenda „að
stuðla að samfélagi þar sem
allir geta verið virkir þátt-
takendur óháð þjóðerni og
uppruna“.
Þar er eins og fram kom í
frétt í Morgunblaðinu á
gamlársdag gert ráð fyrir að
vægi móðurmálskennslu
verði aukið hjá nemendum í
leik-, grunn- og framhalds-
skólum og um leið er talað
um að bæta þurfi íslensku-
kennslu fyrir innflytjendur.
Ástæður fyrir þingsálykt-
unartillögunni eru marg-
víslegar. „Íslenskt samfélag
hefur þróast ört síðustu ára-
tugi, 2,6% þjóðarinnar voru
með erlent ríkisfang árið
2000 en 6,7% árið 2013,“ seg-
ir í drögunum. „Sé önnur
kynslóð innflytjenda talin
með er hlutfallið 9,1% af
þjóðinni. Hlutfall barna af
erlendum uppruna hefur
einnig hækkað töluvert frá
aldamótum. Fjöldi leik- og
grunnskólabarna með erlent
ríkisfang hefur sjöfaldast.
Nú hafa 11% leikskólabarna
og 6% grunnskólabarna ann-
að móðurmál en íslensku.
Talið er að innflytjendur
hefji síður framhalds-
skólanám en önnur ung-
menni og að brotthvarf nem-
enda af erlendum uppruna
sé einnig mikið í framhalds-
skólum. Á vinnumarkaði eru
innflytjendur 8% af vinnuafli
landsins en atvinnuleysi
meðal innflytjenda mælist
meira en almennt gerist og
virðist sem ekki dragi jafn-
hratt úr atvinnuleysi hjá
þeim og öðrum á atvinnu-
leysisskrá.“
Kennsla í móðurmálinu er
mikilvæg. Með móðurmálinu
myndast tengsl við rætur og
uppruna, sem getur orðið
kjölfesta í lífinu.
Staðgóð íslenskukunnátta
er lykilforsenda fyrir því að
innflytjendur og börn þeirra
tengist og nái árangri í ís-
lensku samfélagi. Sérstaka
áherslu þarf að leggja á að
önnur kynslóð innflytjenda
sitji ekki eftir. Það getur
munað um það þegar ís-
lenska er ekki töluð inni á
heimilinu.
Innflytjendur
rífa sig oft upp
með rótum til að
leita betra lífs og
bera þá ekki síst
hagsmuni barna
sinna fyrir
brjósti. Iðulega
skapast hins vegar vandamál
þegar önnur kynslóð inn-
flytjenda nýtur ekki sömu
tækifæra og jafnaldrar
hennar. Reynslan erlendis
sýnir að njóti önnur kynslóð
innflytjenda hvorki jafnra
tækifæra á við aðra í
menntakerfinu né á vinnu-
markaði sé það ávísun á erf-
iðleika.
Ísland er ekki ónæmt fyrir
þessum vanda. Hér hefur
hann komið fram í því að
mun færri börn af erlendum
uppruna fara í framhalds-
skóla miðað við það sem al-
mennt gerist. Í drögunum
segir að árið 2012 hafi 80%
barna af erlendum uppruna
farið í framhaldsskóla strax
eftir grunnskóla miðað við
98% almennt. Segir einnig að
stefnt sé á að þessi munur
verði horfinn árið 2018.
Straumur innflytjenda til
Íslands hófst mun síðar en í
löndunum í kringum okkur. Í
Þýskalandi var lengi litið á
innflytjendur, sem gesti á
vinnumarkaði. Til marks um
það var að börn þeirra fengu
ekki þýskan ríkisborg-
ararétt. Þessir gestir höfðu
hins vegar ekki í hyggju að
fara og börn þeirra áttu í
mörgum tilfellum hvorki
rætur í landi foreldra sinna
né í fæðingarlandi sínu.
Mörg þeirra urðu útlend-
ingar alls staðar.
Margvísleg vandamál hafa
skapast í innflytjendamálum
í Evrópu, sem hægt er að
læra af og koma í veg fyrir.
Það ætti að veita Íslend-
ingum forskot að vera eftir á
í þessum efnum. Sú þróun,
sem hér er að verða í skóla-
kerfinu og á vinnumarkaði
og nefnd er hér fyrir ofan, er
til marks um að það forskot
hafi ekki verið nýtt sem
skyldi.
Tungumálakunnátta leysir
ekki öll þessi vandamál, en
vegur þyngra en flest annað.
Án tungumálsins lokast
margar dyr. Skortur á ís-
lenskukunnáttu getur staðið
í vegi fyrir menntun og tak-
markað tækifæri á vinnu-
markaði. Hún getur skipt
sköpum um það hvort nýir
íbúar á Íslandi verða áhorf-
endur eða þátttakendur.
Íslenskukunnátta
getur skipt sköpum
um það hvort nýir
íbúar á Íslandi verða
áhorfendur eða
þátttakendur }
Tungumál og tækifæri
F
yrir hálfum mánuði skrifaði ég
pistil undir fyrirsögninni „Við er-
um hvít þjóð“, sem setti ákveðin
spurningarmerki við hvort ís-
lenskt samfélag væri byggt á
„kristnum gildum“ og hver þau yfirhöfuð væru.
Viðbrögðin við henni voru að megninu til já-
kvæð. Í Morgunblaði gærdagsins var í að-
sendri grein vikið að þessari grein minni á
gagnrýninn hátt með beinum hætti, og ann-
arri, að ég tel, með óbeinum hætti.
Til að leiðrétta þann misskilning sem virðist
hafa komið fram í þessum skrifum, þá er rétt
að hafa eitt á hreinu. Mér er slétt sama um
hvort grunnskólabörn fara í kirkjuheimsóknir
á skólatíma eða ekki.
Persónan Jesús Kr. Jósepsson var, hvort sem hann var
skáldsagnagóðmenni eins og Atticus Finch í sögu Harper
Lee, To Kill a Mockingbird, eða góðmenni af holdi og
blóði eins og við hin, augljóslega mikið góðmenni. Heim-
spekikenningar hans um mannvirðingu, ást og kærleik
eru mjög áhugaverðar og til eftirbreytni. Ef hann væri
uppi í dag væri hann örugglega frábær náungi, umhverf-
ismeðvitaður, snauður raftónlistarmaður sem boðaði
náungakærleik, umhverfisvernd og frjálslyndi.
Eftirfarandi er hins vegar að öllum líkindum ekki hið
rétta um manninn:
Hann var eingetinn, gat gengið á vatni, gat breytt
vatni í vín. Hann var kannski trésmiður, en örugglega
ekki bruggari – gat ekki margfaldað mat og reis ekki upp
frá dauðum, þó svo hann kunni að hafa verið í
hressilegu dái eftir vistina á krossinum. Það
dregur á engan hátt úr því hversu góður boð-
skapur mannsins um kærleik var. Kristin
kirkja málar sig út í horn þegar hún reynir, í
upplýstu og vísindalegu samfélagi, að halda
fram fullum fetum að Jesús hafi verið ofur-
mannlegur eingetinn sonur ósýnilegs manns
á himnum, sem skapaði alheiminn á einni
viku, og talar þar af leiðandi fyrir daufum
eyrum.
Sigurjón Árni Eyjólfsson nálgast þetta
ágætlega í bók sinni Trú, von og þjóð, þar sem
hann segir þjóðkirkjuna eiga erfitt með að
horfast í augu við að hún er hluti íslenskrar
menningar, ekki farvegur hennar. Boðskap-
urinn er í fornum og fráhrindandi hugtakaheimi, mót-
aður af 3.500 ára heimsmynd sem erfitt er að laga að „af-
helguðu“ samfélagi. Það má vel vera að á einhverjum
tíma hafi kristin trú og kirkja verið þess valdandi að sam-
félag manna þróaðist í átt til betri vegar. Að sama skapi
má benda á að kirkjan lagði sennilega sitt af mörkum til
að hægja á framförum í vísindum þegar máttur hennar
var hvað mestur á öldum áður.
Hvað sem því líður, þá trúi ég því heilshugar að mann-
fólkið sé gott af innri hvötum, ekki af ótta við eilífa vist í
neðra, eða loforð um farsælt eftirlíf á himnum. Slík góð-
mennska er ekki raunveruleg góðmennska, heldur ein-
göngu lærð hegðun, sprottin af ótta eða loforði um verð-
laun. gunnardofri@mbl.is
Gunnar Dofri
Pistill
Jesús var örugglega frábær gæi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Fulltrúar Verkfræðinga-félag Íslands hafa afhentríkisstjórninni tillögur aðstefnumótun um rafbíla-
væðingu Íslands ásamt aðgerða-
áætlun og greinargerð sem starfs-
hópur á vegum RFVÍ vann. Um er
að ræða heildstæða áætlun um
hvernig fjölga megi rafbílum á Ís-
landi með það að markmiði að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda og
nýta sem best endurnýjanlegar og
vistvænar orkulindir til að knýja
samgöngutæki. Markmið stefnumót-
unarinnar er að hlutdeild endurnýj-
anlegrar orku verði 10% árið 2025
sem samsvarar því að 25 þúsund raf-
bílar verði í notkun í landinu.
Leggja til ívilnandi aðgerðir
Lagt er til að veittar verði íviln-
anir til langs tíma eins og t.d. afnám
aðflutningsgjalda og virðisauka-
skatts á rafbílum. Sérstök áhersla er
lögð á að ívilnanir séu til langs tíma,
en talið er hæpið að fyrirtæki leggi í
uppbyggingu kostnaðarsamra inn-
viða eins og rafhleðslustöðva eða
þjónustu um allt land til að mæta
þörfum vegna rafbílavæðingar ef
mikil óvissa er um hvort ívilnanir
standi. Þá er einnig lagt til að lands-
mönnum verði kynntir vistvænir val-
kostir í samgöngum og að skipuð
verði verkefnisstjórn til að hafa eft-
irlit með og fylgja eftir aðgerðaáætl-
un um rafbílavæðingu Íslands, en Ís-
land er talið vera í lykilstöðu sem
land sem getur framleitt „grænt
eldsneyti“.
Tillögurnar, sem má nálgast í
heild sinni á vfi.is, verða teknar til
frekari úrvinnslu í atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytinu og tengdar
þeirri vinnu sem unnin hefur verið
undir merkjum grænnar orku, en til-
lögurnar eru í takt við stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar, þar sem
fram kemur að nýta beri vistvæna
orkugjafa enn frekar við samgöngur
og að hvatt verði til þess að dregið
verði úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Verðið til fyrirstöðu
Kjartan T. Hjörvar, formaður
Rafmagnsverkfræðingadeildar
Verkfræðingafélags Íslands (RFVÍ),
segir hátt verð rafbíla og fáar
hleðslustöðvar vera mestu hindr-
unina. „Ákveðin fræðsla þarf að eiga
sér stað um rafbíla, en verðið hefur
mest að segja og síðan tækifæri til
að hlaða rafbílana. Byggja þarf upp
innviði til að fólk geti nýtt sér rafbíl-
ana almennilega. Þá er verið að tala
bæði um hleðslustöðvanetið og
hleðslur í fjölbýlishúsum. Í nýjum
hverfum er gert ráð fyrir slíkum
lögnum við fjölbýlishús, en það er
spurning hvernig sé best að nálgast
það í eldri og rótgrónari hverfum,“
segir Kjartan.
Sú drægni sem flestir þurfa
Ein helsta gagnrýnin á rafbíla
hefur verið drægni þeirra. Rafbílar
komast ekki jafn langt á einni
hleðslu og bifreið sem er drifin
áfram af bensíni. Þá kemst rafbíllinn
Nissan LEAF t.d. aðeins 225 km á
hleðslu að hámarki, en best stendur
sig Tesla Model S sem kemst rúma
475 km á einni hleðslu. „Drægni á
rafbílum í dag er í raun og veru sú
drægni sem flestir þurfa langflesta
daga. Í norskri skýrslu um rafbíla
kom fram að fólk fer að meðaltali
fimm ferðir á ári sem eru lengri en
drægni bílsins. Slíka rannsókn ætti
kannski að gera hér á landi, þar sem
mögulega eru fleiri Íslendingar
með sumarbústað eða ferðast
meira,“ segir Kjartan en
Noregur er fremstur í flokki
í notkun rafbíla miðað við
höfðatölu, en um 30 þúsund
rafbílar eru á götum Noregs.
25.000 rafbílar verði
í notkun árið 2025
Grænna Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og
Kristinn Andersen, formaður VFÍ, takast í hendur við athöfnina.
Um 80-90% rafbíla í Noregi og
Bandaríkjunum fá hleðslu í
heimahúsi. Hins vegar kemur
fram í tillögunum að talið er
nauðsynlegt að setja upp og
hafa hleðslustöðvar sýnilegar
til að almenningur leggi í að raf-
bílavæðast. Líftími rafhleðslu-
stöðvar er um 10-15 ár og kost-
ar 2-4 milljónir að koma henni
upp. Áætlað er að 100 slíkar
stöðvar um land allt muni því
kosta um 300 milljónir auk raf-
lína. Í Noregi var nýlega lokið
við uppsetningu víðtæks nets
hraðhleðslustöðva um landið
allt með um 40-60 km millibili.
Örar framfarir hafa verið í gerð
rafhlaðna í bíla og nýjasta kyn-
slóð slíkra rafhlaðna kemst
1.000 km á hleðslu og
tekur nokkrar mínútur
að hlaða. Endanleg
þróun þessara
rafhlaðna mun
þó taka nokkur
ár.
Kosta 2-4
milljónir
RAFHLEÐSLUSTÖÐVAR