Morgunblaðið - 03.01.2015, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Afnám vörugjalda var einn af há-
punktum síðasta árs að mati Andr-
ésar Magnússonar. Hann segir Sam-
tök verslunar og þjónustu hafa sett
afnám vörugjalda á oddinn und-
anfarin þrjú ár og hafi verið löngu
timabært að taka lög um vörugjöld
til vandlegrar skoðunar. „Vörugjöld-
in, sem sett voru sem bráðabirgða-
skattur á 8. áratugnum eru gott
dæmi um það sem Milton Friedman
sagði þegar hann orðaði það svo að
fátt væri varanlegra en tímabundið
ríkisverkefni.“
Andrés segir vörugjöldin sér-
lega slæman skatt sem komi þó
neytandanum aldrei fyrir sjónir.
„Vörugjöld hafa allt það til að bera
sem einkennir slæma skattheimtu,
mismunar vöruflokkum og atvinnu-
greinum, eru óskilvirk, ógagnsæ og
dýr í framkvæmd. Nú heyra almenn
vörugjöld sögunni til en ekki má
gleyma að áfram eru innheimt sér-
stök vörugjöld af vöruflokkum á
borð við bíla, eldsneyti, áfengi og
tóbak.“
Afnám vörugjalda ætti að leiða
til þess að neytendur muni sjá lægra
verð á ýmsum vörum á þessu ári
enda gat skatturinn verið mjög hár á
sumum vörutegundum. „Áhrifin
verða sennilega greinilegust í stærri
raftækjum þar sem algengt var að
lögð væru á allt að 25% vörugjöld.
Byggingarefni ætti líka að lækka í
verði en þar hafa vörugjöld verið um
15%.“
Kaupa neytendur?
En hvernig gengur seljendum?
Eru einhver teikn á lofti um að árið
framundan verði gott eða slæmt?
Hvað segir Andrés um orðróm þess
efnis að jólaverslunin hafi verið und-
ir væntingum og neytendur haldi
fast um pyngjuna?
„Tölurnar benda til þess að jóla-
verslunin nú hafi verið hér um bil
eins og jólin þar á undan. Vonbrigði
sumra verslunareigenda stafa senni-
lega af því að reiknað hafði verið
með 4-5% aukningu milli ára. Mögu-
lega hafa vonskuveður sett strik í
reikninginn en svo getur líka verið
að hinn almenni neytandi sé farinn
að halda að sér höndum.“
Að jólasala verslana hafi valdið
vonbrigðum getur líka verið til
marks um að neyslan sé að færast í
auknum mæli til netverslana. „Rót-
tækar breytingar eru að eiga sér
stað í innkaupahegðun fólks og
ákveðnir hópar orðnir mjög duglegir
að versla á netinu. Sýna kannanir til
dæmis að önnur hver flík sem fólk
undir 24 ára aldri kaupir er fengin í
netverslun erlendis.
Andrés leggur á það áherslu að
gerðir verði skynsamlegir kjara-
samningar á árinu sem nú er hafið
og varar við óhóflegum kröfum um
launahækkanir. „Gera þarf kjara-
samninga sem færa fólki raunveru-
lega kjarabót. Síðustu kjarasamn-
ingar, og lítil verðbólga, hafa fært
hinum almenna borgara umtals-
verða kaupmáttaraukningu og miklu
skiptir að fylgja áfram þeirri stefnu
sem þá var mörkuð.“
Hver veit svo nema ytri áhrifa-
þættir á borð við lækkað heims-
markaðsverð olíu gefi aukið svigrúm
til samninga og meiri hagvaxtar.
„Lækkandi eldsneytisverð hefur í
för með sér minni kostnað fyrir at-
vinnulífið allt. Ómögulegt er samt að
segja til um hvert olíuverðið stefnir
eða hversu lágt það mun haldast út
árið, og greinilegt að mikil spákaup-
mennska á sér stað á olíumarkaði.“
Óþarfa ríkisstarfsemi
Af verkefnunum framundan á
árinu hjá SVÞ nefnir Andrés að
þrýsta verði á stjórnvöd um aukna
hagræðingu og útvistun verkefna.
„Fjöldamörg verkefni eru í dag á
könnu hins opinbera en væru betur
falin einkaaðilum. Nefna má sem
dæmi að ríkið rekur endurskoð-
unarfyrirtæki, Ríkisendurskoðun og
að auki stóra þýðingamiðstöð. Þau
verkefni sem þar er sinnt væru bet-
ur komin hjá almennum endurskoð-
unar- og þýðingafyrirtækjum.“
Morgunblaðið/Ómar
Áherslurnar „Síðustu kjarasamningar, og lítil verðbólga, hafa fært hinum almenna borgara umtalsverða kaupmátt-
araukningu og miklu skiptir að fylgja áfram þeirri stefnu sem þá var mörkuð,“ segir Andrés Magnússon.
Verður að gera skyn-
samlega kjarasamninga
Samtök verslunar og þjónustu vilja þrýsta á stjórnvöld um
aukna hagræðingu í ríkisrekstri og útvistun verkefna
FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER
Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899 Póstfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is
RMT200S
Fjölnota tifvél sem sagar og pússar
Festing: Stjarna
Tifhraði: 10.000 - 20.000 Tif/mín.
Hreyfing: 3,0°
Fylgir: Taska og fylgihlutir.
RB 5133 0018 18
12.900,-
Tilboð
ERT1400RV
Fræsari
Mótor: 1400W.
Festing: 6mm., 1/4" og 8mm.
Hraðar: 14000-31500 Sn/mín.
Færsla: 55mm.
RB 5133 0005 54
18.900,-
Tilboð
RCD1802LL
Borar: Tré, járn og stein. Bit: Mínus, stjarna, Torx og toppar
Fylgir: 2 x 1.5 Ah Lithium Rafhlöður, Hleðslutæki og Taska.
RB 5133 0020 63
18 V. Hleðsluborvél
með verkfæratösku
24.900,-
Tilboð
LLCDI18022
Hleðsluhöggborvél
Patróna: 13mm.
Átak 50 Nm.
Hraðar: 0-400/1550 Sn/mín.
Fylgir: 2 x 1.5 Ah 18V. Lithium
Rafhlöður, Hleðslutæki og Taska.
RB 5133 0019 31
28.900,-
Tilboð
R4SDL13C ER 4V
Hleðsluskrúfjárn
Bitahaldari: Segull með lás.
Lýsing: LED
Hraðar: 0-180 Sn/mín.
Rafhl: 1.3 Ah Lithium
Hleðslutæki og fylgihl.
RB 5133 0019 61
5.990,-
Tilboð
H
a
u
ku
r
1
0
.1
4
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hrl.
lögg. fasteignasali,
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Öflug og vaxandi heildverslun með vinsælar vörur fyrir stórmarkaði.
Ársvelta 250 mkr.
• Sérverslun með veiðivörur og útivistarfatnað. Mörg góð einkaumboð.
Ársvelta 80 mkr. Góð afkoma.
• Stórt og rótgróið fyrirtæki í framleiðslu matvæla. Er nú með 14 eigin
verslanir og hratt vaxandi sölu og hagnað. Ársvelta um 700 mkr. og
Ebitda 135 mkr.
• Rótgróið innflutningsfyrirtæki með kælitæki, viftur, blásara og skyldar
vörur. Ársvelta er vaxandi, nú 140 mkr. og afkoma góð. Eigandi vill
hætta vegna aldurs en er til í að starfa eitthvað áfram með nýjum
eiganda, ef þess er óskað.
• Stórt og vinsælt hostel á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta og
afkoma.
• Þekkt sérverslun með heilsurúm. Mikil sérstaða. Ársvelta 130 mkr. og
vaxandi.
• Ein stærsta heildverslun landsins með leikföng. Þekkt einkaumboð.
Ársvelta 150 mkr.
• Rótgróin lítil heildverslun með snyrtivörur.
• Lítið fyrirtæki með álagningarháar vörur sem það flytur sjálft inn. Hentar
vel aðilum sem eru með dreifingu á eigin vörum í stórmarkaði.
• Ferðaskrifstofa með bílaleigu. Góð fyrirtæki sem bjóða upp á spennandi
ferðir allt árið á eigin bílum. Velta 300 mkr. og vaxandi. Ágæt afkoma.