Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 54

Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Jú jú, það er næsta víst að um- ræðan um byggðamál heldur áfram á þessu ári, rétt eins og undanfarin ár. Ég held að það sé full ástæða til bjartsýni í byggða- málum, landsbyggðirnar standa flestar mjög vel og atvinnu- ástandið er víðast hvar gott. Hús- næði er tiltölulega ódýrt, mennt- unarstig fer hækkandi, samgöngur hafa batnað og samfélögin eru þétt og samheldin, þannig að ég sé tækifæri víðast hvar. Fólki fjölgar líka hægt og örugglega, til dæmis hafa aldrei fleiri búið utan höfuð- borgarsvæðisins í Íslandssögunni, en einmitt um þessar mundir. Þannig að það er engin ástæða til annars en að vera tiltölulega bjartsýnn, þegar byggðamálin eru annars vegar,“ segir Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Hann segir að á nokkrum stöðum blikki þó rauð ljós. „Alvarlegur byggðavandi er landfræðilega afmarkaður og vel leysanlegur ef menn eru tilbúnir til að fara í samstillt átak til að vinna bug á vandanum. Önnur svæði þurfa svo að fá að vaxa og dafna með eðlilegum hætti.“ Stóra planið ekki nógu skýrt Þóroddur segir að umræðan um byggðamál hafi oft á tíðum verið afskaplega neikvæð og leið- inleg. „Þetta á svo sem við um þjóðmálaumræðuna almennt, ef út í það er farið. Það er eðlilegt að byggðamálin brenni ekki heitt á íbúum í mesta þéttbýlinu, en það er hins vegar ekki hægt að reka byggðastefnu í andstöðu við tvo þriðju íbúa landsins, það er að segja fólkið sem býr á höfuðborg- arsvæðinu.“ Þóroddur álítur að þjóðin sé almennt sammála um helstu áhersluþætti í byggðamálum. Yf- irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vilji öfluga höfuðborg og sömuleið- is sterkar og fjölbreyttar lands- byggðir. Einhverja háværa öfga- menn dreymi þó um borgríkið, nú eða sveitaríkið, Ísland. „Ágreiningurinn er hins vegar um leiðir, en ekki markmið í byggðamálum. Þess vegna hefur þessi neikvæða umræða verið nokkuð hávær og fyrirferðarmikil. Við getum sagt að stóra planið hafi ekki verið nógu skýrt. Allt tal hefur þess vegna snúist um til- teknar aðgerðir eða einhver mál sem fjölmiðlar mála sterkum lit- um. Ég get í þessu sambandi nefnt umræðurnar og deilurnar um jarðgangagerð. Annars er auð- velt að vera hlynntur einstaka að- gerðum í byggðamálum, svo fremi sem þær bitna ekki á eigin svæði fólks, sem er kannski mannlegt. Til dæmis þegar lagt er til að flytja verkefni frá höfuðborg- arsvæðinu út á land, detta ansi margir í klassíska hreppapólitík með tilheyrandi upphrópunum.“ Fiskistofa og tillögur Norðvesturnefndarinnar Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti í ríkisstjórn í lok júní áform um að efla starfsemi Fiskistofu á Ak- ureyri og flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar þangað. Ráð- herrann sagði þetta í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar um að stuðla að fjöl- breyttum atvinnutækifærum um land allt, meðal annars með dreif- ingu opinberra starfa. Þessi áform hafa mætt harðri andstöðu, eins og kunnugt er. Í desember skilaði svokölluð Norðvesturnefnd ríkis- stjórnarinnar tillögum, þar sem meðal annars er að finna tillögur um flutning Rarik á Sauðárkrók og rekstur skipa Landhelgisgæsl- unnar í Skagafjörð. Þótt skýrslan hafi ekki verið gerð opinber, hafa margir lýst yfir andstöðu við til- lögurnar. Þóroddur bendir á að í nokkur ár hafi verið starfandi svo- kallaðar sóknaráætlanir lands- hluta. „Þar er gert ráð fyrir því að landshlutarnir komi sér saman um forgangsröðun og einstök verkefni verði kostnaðarmetin. Þegar til átti að taka fengust mjög tak- markaðir fjármunir í þessar áætl- anir og þá er eðlilegt að menn fari aftur í gamla farið, sendi ríkis- stjórninni bænarskjal. Þetta er að mínu viti afturför, bæði hvað varð- ar byggðaþróunina og sjálfa um- ræðuna um byggðamál. Þetta vek- ur upp umræðuna um að byggðaaðgerðir snúist um kjör- dæmapot og spillingu. Það er morgunljóst að eitthvað þarf að gera fyrir Norðurland vestra. Áformin um að flytja Fiskistofu norður, tengjast svo væntanlega hugmyndum um að efla Akureyri sem smáborg á Norðurlandi, sem aftur styður við byggðirnar á Norðurlandi í heild. Þetta er sem sagt ekki aðgerð til að bregðast við fólksfækkun eða neyðarástandi í atvinnumálum. Umræðan snerist hins vegar aldrei um þá heildar- mynd, eins og við þekkjum. Það væri óskandi að hægt væri að lyfta umræðunni á örlítið hærra plan á nýju ári.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstaða Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Byggðastofnunar, telur að þjóðin sé almennt sammála um helstu áhersluþætti í byggðamálum. „Ágreiningurinn er hins vegar um leiðir.“ Umræðan um byggða- mál oft á villigötum  Telur þjóðina vera sammála um helstu áhersluþætti 565 6000 / somi.is Salatið okkar er eitthvað ofan á brauð. Áratuga reynsla af samlokugerð skilar sér til þín í ferskara og ljúffengara salati. www.ullarkistan.is Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Kids Basic tre yja 4190,- stk. Kids Basic bu xur 4190,- stk. Ridder treyja 4490,- stk. Ridder buxur 4490,- stk. Dökkblá treyja7490,- stk. Dökkbláar buxur7490,- stk. Treyja m eð blún du 7490,- stk. Buxur m eð blún du 7490,- stk. Hlýr og notalegur ullarfatnaður úr 100%Merino ull á góðu verði Gæða ullarfatnaður á alla fjölskylduna FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.