Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 56

Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 þess að sinna hagsmunabaráttu og berjast fyrir hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar mun SFS meðal ann- ars leggja áherslu á aukið samstarf við fólk með þekkingu úr greininni sem og gera umhverfismálum enn betri skil. Fjölbreyttir sprotar Gaman hefur verið að skoða þróunina sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi á undanförnum árum og um leið ákveðna viðhorfsbreyt- ingu sem virðist hafa orðið úti í sam- félaginu. Kolbeinn tekur sem dæmi öflugt sprotastarf og klasastarfsemi tengda sjávarútvegi og hafa sprottið upp fjöldamörg fyrirtæki sem fást við allt frá því að nota sjávarafurðir til að framleiða ensím fyrir snyrti- vörur, yfir í að smíða fullkomin fisk- vinnslutæki sem hafa alla burði til að slá í gegn á erlendum mörkuðum. Hringinn í kringum landið hafa orð- ið til fyrirtæki sem falla undir hatt sjávarútvegsins án þess endilega að sinna veiðum eða vinnslu. Kolbeinn reiknar með að nýtt ár verði ekki síðra en það liðna. Hann bindur vonir við að takist að ljúka umræðu um endurskoðun fisk- veiðistjórnunarkerfisins svo koma megi á fyrirsjáanlegu kerfi veiði- gjalda sem taki mið af afkomu sjáv- arútvegsins. Óvissan sem hafi ríkt um kerfið hamli þróun og vexti í greininni. „Sjávarútvegur er und- irstöðuatvinnugrein landsins og fólk þarf að hafa langtímasýn, sér- staklega þegar kemur að atvinnu- grein sem byggist á nýtingu auð- linda,“ segir Kolbeinn. Áhugaverð frumvörp eru í far- vatninu og til þess gerð að styrkja undirstöður sjávarútvegsins. „Mik- ilvægt er að leyfa umræðunni um framtíð greinarinnar að halda áfram og vinna að þeim breytingum sem þarf svo að sjávarútvegsfyrirtæki geti starfað við rólegar og frið- samlegar aðstæður þar sem óvissa og deilur letja fyrirtækin ekki frá því að fjárfesta og þróast.“ Markaðssetningin endurmetin Reikna má með að eitt af stóru verkefnum ársins verði að efla al- þjóðlega markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Á liðnu ári var mikið rætt um að íslenskar sjávarafurðir ættu í vök að verjast á alþjóðamörk- uðum á meðan vel markaðssettur fiskur frá Alaska og Noregi sækir á. Kolbeinn segir engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar en markaðsmálin verði án vafa tekin til Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kolbeinn Árnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, segir að heilt á litið hafi greinin skilað góðri afkomu á síð- asta ári. Kolbeinn segir að þegar hann líti yfir liðið ár þyki honum það mikið gleðiefni að tekist hafi að sam- eina Samtök fiskvinnslustöðva og Landssamband íslenskra útvegs- manna og mynda þar með ný hags- munasamtök sjávarútvegsfyr- irtækja, sem starfa á breiðari grunni en þau sem fyrir voru. Kolbeinn segir stefnu nýju samtakanna endurspegla hversu marga snertifleti sjávarútvegur hef- ur við atvinnulíf og samfélag. „Auk vandlegrar skoðunar á árinu.“ Ekki er heldur útlit fyrir annað en að ástand fiskstofna sé ágætt. Kolbeinn segir aðhald í veiðum á þorski virðast vera að skila sér í sterkum stofni. Sömuleiðis eru teikn um að ýsustofninn sé að styrkjast. „Það eru góðar fréttir fyrir greinina að olíuverð skuli fara lækkandi og það dragi úr rekstrarkostnaði. Aftur á móti er eðlilegt að hafa áhyggjur af ástandinu í Rússlandi og Austur- Evrópu sem er mikilvægt markaðs- svæði fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þar ríkir nú pólitískt óvissuástand og lækkandi olíuverð er líklegt til að auka á vandann þar. Má áætla að á þessu svæði séu í húfi um 12-13% af heildarmarkaði íslenskra sjávaraf- urða.“ Kolbeinn bætir þó við að ef mikill samdráttur verður í sölu til Rússlands og nágrannaríkja hafi ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki alla burði til að laga sig að breyttum að- stæðum. Kröftugustu fyrirtækin í greininni eru mörg með starfsemi um allan heim og selja fisk til margra tuga landa. „Þar eru góðir menn að störfum sem greina mark- aðinn vel og sjá strax nýja mögu- leika ef ákveðin markaðssvæði gefa eftir.“ Kjarasamningar hleypi ekki af stað verðbólgu Á þessu ári má reikna með að útgerðir og sjómenn gangi frá kjarasamningum. Kolbeinn segir viðbúið að launakerfið verði endur- skoðað frá grunni. „Kjarasamningar hafa verið opnir um langt skeið og kominn tími til að loka þeim. Hin nýju samtök eru líka með á sínu borði samninga við fiskverkafólk og þar, rétt eins og í viðræðum við sjó- menn, verður að ná skynsamlegri niðurstöðu þar sem áherslan er á kaupmáttaraukningu og stöðugleika en farið varlega í aðgerðir sem gætu hleypt upp verðbólgu. Vaxandi óróa gætir nú á vinnumarkaði og mik- ilvægt er að gott samstarf takist með stjórnvöldum og aðilum vinnu- markaðar í komandi kjara- viðræðum.“ Óvissa hamlar þróun og vexti  Betri markaðssetning íslensks fisks á alþjóðamarkaði meðal þeirra verkefna sem huga þarf að á árinu Morgunblaðið/Þórður Vinna „Mikilvægt er að leyfa umræðunni um framtíð greinarinnar að halda áfram og vinna að þeim breytingum sem þarf svo að sjávarútvegsfyrirtæki geti starfað við rólegar og friðsamlegar aðstæður,“ segir Kolbeinn. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Auðlind Sjómaður landar afla í Reykjavíkurhöfn. Merki eru um að helstu stofnar séu að styrkjast. VINNINGASKRÁ 35. útdráttur 2. janúar 2015 267 11265 19978 32897 42918 53390 59829 69724 321 11381 20432 33609 42919 53887 60887 70025 407 11451 20774 33878 43113 53915 60921 70392 544 11535 21974 34565 43987 53944 61063 71086 947 11969 22138 34986 44289 54296 61252 71629 1540 12416 22733 35362 45143 54363 61633 71657 1981 12430 24767 36445 45671 54475 61685 71836 2309 13084 25020 36695 45797 54684 62190 72365 2471 13154 25818 37269 45846 55006 62649 72373 2758 13358 25929 37422 46255 55856 63190 72593 2835 13556 26290 37562 46256 55981 63414 72892 3682 13679 27004 37908 46520 56444 63439 73005 3988 13801 27018 37986 46752 56559 63700 73250 4282 14085 27170 38116 46815 56574 63734 73877 4691 14645 27612 38241 47404 56613 64484 73971 5009 14758 27697 38379 47556 56710 65558 74301 5554 14985 28086 38538 47916 57198 65715 74870 6136 15034 28491 38614 48676 57288 65947 75552 6216 15114 28661 39197 48880 57430 66403 76148 7384 15119 28667 39413 49101 57484 66530 77336 7507 15672 29398 40041 49368 57591 66566 77448 7700 16463 29606 40141 49389 57647 67275 77525 7961 16464 30542 40152 49498 57877 67513 77982 8243 17328 30767 40335 49609 57879 67878 78385 8621 17368 31009 40789 50288 58151 67921 78975 9080 17679 31220 41601 50462 58326 68054 79588 9452 18147 31484 42099 50589 58515 68407 9727 18372 31650 42322 50792 58652 68567 9750 18543 31685 42422 51120 58769 68718 10005 18658 32062 42570 51356 59415 69044 10365 19058 32501 42840 51395 59578 69472 10538 19067 32556 42848 51853 59634 69502 154 8292 16540 25256 35836 44801 61653 72830 545 8589 16695 25850 36577 47159 64497 73674 3210 8762 16710 25864 36956 52453 65627 77499 4792 9625 17349 26506 37182 52475 66420 77579 5020 9648 17795 27941 37526 52635 67149 77816 5146 11215 17860 28474 38703 53460 67656 77817 5165 12760 19485 29562 39094 53738 68112 77820 5764 12826 19592 30663 40752 53901 68714 77872 6389 13206 19928 31032 41267 54893 69694 79281 6659 13272 20709 31809 42558 55161 70006 7373 15533 22066 32738 42752 56118 71417 8064 15755 25082 34512 43866 57548 71594 8264 16090 25186 35504 44056 61647 72152 Næstu útdrættir fara fram 8. jan, 15. jan, 22. jan & 29. jan 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 45792 45891 58716 76786 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1349 29059 43486 47179 58107 70978 13485 35699 43714 50016 63567 71104 24877 39046 45655 52726 63900 72192 26717 40383 46262 54500 70788 77265 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 9 0 2 8 FRAMUNDAN 2015 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.