Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 63

Morgunblaðið - 03.01.2015, Síða 63
MINNINGAR 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 ✝ Stella Finn-bogadóttir fæddist í Bol- ungavík 6. ágúst 1934. Hún lést á Sjúkraskýlinu í Bolungavík þann 18. desember 2014. Foreldrar henn- ar voru Finnbogi Bernódusson, fæddur 26. júlí 1892 í Þernuvík, Mjóafirði, lát- inn 11. nóvember 1980 og Sesselja Sturludóttir, fædd 14. september 1893 að Hrauni í Skálavík, látin 21. janúar 1963. Systkini Stellu voru: Stúlka, andvana fædd, Sigríð- ur Ágústína (látin), Ásdís (lát- in), Álfsól (látin), Valgerður (látin), Guðrún Kristjana (lát- in), Bernódus Örn (látinn), Þórunn Benný, Þórlaug (látin), Ingibjörg, Þorlákur Þórir (lát- inn) og Guðrún Helga. Stella giftist Sveinbirni Stefáni Sveinbjörnssyni þann 28. ágúst 1954. Foreldrar hans voru Þeirra börn eru Bernódus, Guðrún Freyja, Ólafur Haf- steinn, Sveinbjörg Frigg, Ægir Gaukur og Johandine María. b) Kristín f. 11.9. 1994. 3) Kristín, f. 6.10. 1956, maki Carlos Torcato. Þeirra börn eru: a) Íris Björk, f. 17.6. 1974, maki Jóhannes Jónsson, þeirra börn eru Jón Hjörtur og Sara Lind. b) Sara Cidalia f. 3.8. 1984. 4) Ragnheiður Ásta, f. 29.7. 1958. 5) Finn- bogi, f. 25.2. 1966, maki Fjóla Pétursdóttir. Börn Finnboga af fyrra hjónabandi eru Jón- björn, Ísak Atli, Matthías og Stella. 6) Linda, f. 5.2. 1969, maki Einar Bjarnason. Þeirra börn eru Sveinbjörn Stefán og Alma Katrín. Stella bjó í Bolungavík alla sína ævi. Hún starfaði í Versl- un Bjarna Eiríkssonar um ára- bil, bæði sem ung kona og eins á seinni árum eftir að yngstu börnin voru komin á legg. Stella söng lengi með Kirkju- kór Bolungavíkur, var virkur félagi í Slysavarnafélaginu og var mjög virk í þorrablóts- nefndum þar sem hún söng, dansaði og spilaði á gítar. Stella verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungavík í dag, 3. janúar 2014, og hefst at- höfnin kl. 14. Kristín Hálfdán- ardóttir, f. 22.11. 1896, d. 2.1. 1951 og Sveinbjörn Rögnvaldsson, f. 15.9. 1886, d. 28.3. 1975. Sveinbjörn lést þann 9.ágúst 2006. Börn Stellu og Sveinbjörns eru: 1) Sesselja, f. 11.12. 1953. Börn Sesselju eru: a) Laufey Sverrisdóttir, f. 11.11. 1976, maki Hugi Einarsson. Þeirra börn eru Viktor Freyr og Óðinn Freyr. Sonur Lauf- eyjar af fyrra hjónabandi er Alexander Nökkvi Wallis. b) Stella Sverrisdóttir, f. 16.7. 1980, maki Örnólfur Bergþórs- son. Þeirra barn er Hekla Sif en börn Stellu úr fyrra sam- bandi eru Gabríel Ómar, Stef- án Máni og Sesselja. 2) Hálf- dán, f. 9.2. 1955, maki Sóley Sævarsdóttir. Börn Hálfdáns af fyrra hjónabandi eru: a) Sigurður Kjartan f. 23.9. 1980, maki Málfríður Þorvaldsdóttir. Mamma, þú ert elskuleg mamma mín, mér finnst gott að koma til þín. En mamma, áðan dreymdi mig draum um þig, en datt þá fram úr og það truflaði mig. Þessar línur úr ljóði eftir 12. september vekja góðar minning- ar um móður mína sem var fal- leg og yndisleg manneskja bæði að innan sem utan. Hvenær sem var sólarhrings var hægt að leita til mömmu, sama hver um- leitunarefnin voru. Allt frá því að spyrja einfaldra spurning um fæðingardaga einhverra í fjöl- skyldunni, mataruppskriftir upp í að leysa erfiðari mál sem tengdust lífsgöngunni. Þegar lit- ið er til baka rifjast upp margar ljúfar minningar um móður mína Stellu Finnbogadóttur frá Bolungavík. Hún var alin upp á alþýðuheimili á mölunum í Bol- ungavík. Á uppeldisheimilinu voru börnin níu sem komust til fullorðinsára, en alls voru systk- inin 11. Uppeldið miðaði að því að vera sjálfum sér nógur, vera ekki upp á aðra komin. Má segja að mamma hafi lifað eftir því alla ævi, ekki skulda nein- um, eiga fyrir því sem vantaði til heimilisins. Mamma naut sín alltaf best innan veggja heim- ilisins við að sinna stórfjölskyld- unni, enda í mörg horn að líta með sex börn sem þurfti að fæða og klæða. Alltaf var tryggt að nógur matur væri á borðum og var viðkvæði hennar: „Hvað er þetta? Ætlið þið ekki að borða meira? Svona reynið að fá ykkur meira, þið hafið bara gott af því.“ Mamma var mjög nýjunga- gjörn í matargerð með framandi réttum frá ýmsum löndum og er indverskur réttur sem er kall- aður „Tjá tjá“ mjög í uppáhaldi í fjölskyldunni. Mamma spilaði alla tíð á gítar og fylgdi gítarinn henni nánast allt til dauðadags. Því tónlistin já og dansinn voru eitt af því sem ekki gleymdist þrátt fyrir glímuna við heilabil- un síðustu æviárin. Hún sýndi það og sannaði á áttræðisafmæli sínu fyrr á árinu að tónlistin var henni ekki töpuð þar sem hún sat í sófanum á sjúkraskýlinu í Bolungarvík og spilaði og söng sem aldrei fyrr. Mamma og pabbi höfðu alla tíð mikla ánægju af því að fara á dansi- böll og voru, án þess að gera lít- ið úr öðrum, eitt glæsilegasta danspar sem sveif um gólfin þegar dansinn dunaði. Mamma var alla tíð mjög ákveðin kona og var vinur vinna sinna, bón- góð og reyndist öllum þeim sem til hennar leituðu einstaklega vel. Hún var alla tíð sjálfri sér samkvæm og lagði það alltaf fyrir okkur börnin að vera hreinskiptin og heiðarleg í sam- skiptum við samferðafólk okkar. Aftur reikar hugurinn til æsku- áranna með mömmu og pabba í útilegum og óteljandi berjaferð- um inn í Seyðisfjörð og Hest- fjörð. Ferðalag með þeim til Ítalíu var algjörlega ógleyman- legt en þar kynntist ég alveg nýrri hlið á foreldrum mínum og sérstaklega mömmu. Já, hún mamma var einstök kona allt fram í andlátið, vissi alltaf hvað hún vildi og vissi að hverju stefndi. Brottörin úr þessu jarð- lífi átti ekki að verða okkur börnunum meira íþyngjandi en verða vildi á lokadegi. Allt hafði verið skipulagt í þaula eins og handskrifað blað sem hún eft- irlét okkur með leiðbeiningum um útför hennar bar með sér. Nú er komið að kveðjustund, elskulega mamma mín. Ég veit að þú munt fá hlýjar móttökur á nýjum stað. Ég veit að pabbi tekur á móti þér með nýpússaða dansskóna tilbúinn að stíga með þér dans á nýjum grundum um alla eilífð. Loksins verðið þið sameinuð á ný. Yfir því mun ég gleðjast. Þinn elskandi sonur, Finnbogi Sveinbjörnsson. Margs er að minnast, margs er hér að sakna. Mikil kona, stór persónuleiki hefur kvatt okkur. Elsku mamma, ég sit hér og horfi á svo fallega mynd af ykk- ur pabba. Ást ykkar var falleg og ég veit að þú saknaðir hans hvern dag eftir að hann kvaddi. Það er huggun að vita af ykkur loksins saman aftur í Sumar- landinu. Ég geymi minningarn- ar sem gull í hjartanu, ykkur pabba að dansa saman, dillandi hláturinn þinn, mjúku hendurn- ar, þig að syngja og spila á gít- arinn og ykkur að stússast sam- an í fallega garðinum. Það lék allt í höndunum á þér, hvort sem það var að prjóna, hekla eða sauma og eftir þig liggja ótal listaverk. Ég veit að þú þoldir ekki lof- ræður og langlokur svo ég kveð þig hér með litlu ljóði: Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Mamma, ég elska þig alltaf, Guð geymi þig, þín dóttir, Linda. Stella Finnbogadóttir ✝ Jón Ólafssonfæddist á Fjöll- um í Kelduhverfi 1. janúar 1925. Hann lést á Skóg- arbrekku, hjúkr- unardeild Sjúkra- hússins á Húsavík, 23. desember 2014. Foreldrar hans voru Friðný Sig- urbjörg Sigurjóns- dóttir, f. 31. ágúst 1898, húsmóðir, og Ólafur Jónsson, f. 21. nóvember 1881, bóndi á Fjöllum. Jón var fjórði í röð sex systkina. Þau eru Héðinn, f. 14. janúar 1918, óskírður, f. 17. júní 1919, Ragn- heiður, f. 23. ágúst 1920, Jó- hanna, f. 4. febrúar 1927, og Anna Guðný, f. 5. desember 1930. Jóhanna lifir ein systkini sín. Jón kvæntist 18. ágúst 1956 Jófríði Margréti Vigfúsdóttur, f. 28. október 1929, frá Siglufirði. Börnin eru fimm. Sigurjón Matthíasson (sonur Jófríðar Mar- grétar), f. 9. októ- ber 1951, Anna Lára, f. 3. janúar 1957, Bryndís Alda, f. 14. júlí 1959, Ólafur f. 9. júní 1961, Rósa Ragnheiður f. 1. apríl 1964. Sigrún Sif, dóttir Rósu, ólst upp á Fjöllum til 12 ára aldurs. Afabörnin eru 15 og langafabörnin eru 17. Jón átti alla tíð heima á Fjöllum og var þar bóndi með- an heilsa og þrek leyfði. Útförin fer fram frá Garðs- kirkju í Kelduhverfi í dag, 3. janúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Fjallabóndi og fóstri minn er fallinn frá. Þegar fregnin barst kom hún mér á óvart. Trúlega vegna þess að fjarlægðin gerir Fjöllin blá og mennina meiri. Átti að vera einn af þessum ei- lífðarmönnum, þó næstum kom- inn á hundraðasta aldursárið, sem þykir nú ansi góð ending af vinnulúnum bónda af hans kynslóð að vera. Okkar leiðir lágu fyrst sam- an þegar ég var lítil stúlka, þar sem móðir mín og Fríða voru æskuvinkonur. Okkur boðið í Fjöll og til eru skemmtilegar myndir fá þeim tíma. Þegar tognaði úr mér, komin á skóla- aldur, var mér boðið að dvelja á Fjöllum í einhverjar vikur í nokkur sumur. Þar fékk ég að upplifa sveitalífið sem borgar- ungi og þar reyndust þau Fjallahjón mér, þessum dekur- heimalningi, hinir bestu fóstur- foreldrar. Þótt ég byggi við mikið ástríki heima þá held ég að það hafi blundað í mér svo- lítil sveitakona sem fékk að blómstra undir ástfóstri þeirra hjóna, sem ég kann svo vel að meta enn í dag. Mætti með mína linmæltu reykvísku, var fljót að skipta í gúmmískó, gefa hænunum, læra að herða fisk, smala, rétta nagla í fjárhúsunum og veiða lontur í bæjarlæknum, ásamt ýmsu fleiru. Sigurjón kominn með unglingaveikina og tónlist- in honum í blóð borin, svo hann steig fótstigið orgelið af inn- lifun á kvöldin og vel æfður barnakórinn söng Bítlalög eins og:“ She loves you ye, ye, ye“. Við Anna Lára á kafi í dýrum og útiverkum, Alda besta að- stoð mömmu sinnar við bakstur og matargerð, svo að til væru margar sortir af bakkelsi ef gesti bæri að garði. Óli og Rósa bara pínukríli sem nutu þess fyrst að drullumalla en dugðu svo í snatt og snúninga síðar. Já, þetta var góður tími og allt- af sól í heiði. Lærdómur um líf- ið og tilveruna og að bjarga sér. Árin liðu og við vorum í góðu sambandi. Áttum sjaldan leið hjá en eitt árið komum við óvænt og Fríða skutlaði laxi í ofninn en eitthvað var hún að malla í pottunum? Laxinn næstum tilbúinn, þegar Geiri þorði að spyrja: „Ertu nokkuð að sjóða lappir?“ Já, lítið varð um laxinn en Fríðu leist bara vel á sveitalubbann minn. Þau voru samt jafnundrandi og ég, þegar við fluttum í sveitina fögru og báru þvílíka umhyggju fyrir okkur að við vorum leyst út með matargjöfum í hverri heimsókn. Ég get aldrei full- launað þeim hjónum þá góðu reynslu sem þau gáfu mér og til þess var heldur aldrei ætlast heldur einungis þakkað. Jón unni landinu sínu, vakt- aði það vel, hugði að áttum, veðri og vindum, hélt dagbók um veðurfar og fleira fróðlegt, sem án efa inniheldur söguleg- ar upplýsingar. Á Fjöllum vildi hann vera. En veturnir urðu sí- fellt erfiðari og þau Fríða fluttu á Hvamm, sem hefur verið þeim skjól síðustu árin. Já, það að er fagurt á Fjöll- um, sama í hvaða átt þú horfir. Í fórum mínum á ég fallega mynd, þar sem ég sé Jón bónda fyrir mér á hraðferð um Vest- urtúnið á sínum flotta Fergu- son. Sú mynd yljar mér um hjartarætur og þar er hann í essinu sínu. Einlægar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Helga, Ásgeir, Alda, Þor- steinn og fjölskylda. Elsku afi minn. Ég sé þig fyrir mér í appelsínugulum fjárhúsagalla, með bláa lamb- húshettu og með baggaband í vasanum. Þú ert með prik í hendinni og veður skaflana á milli húsanna. Það er hríðarbyl- ur og þú segir mér að ganga fyrir aftan þig svo þú getir skýlt mér fyrir veðrinu. Við förum í fjárhúsin og ég brynni á meðan þú tekur til baggana. Við gefum kindunum sem þér þykir svo vænt um og flýtum okkur heim. Heima er amma tilbúin með matinn og við fáum okkur svo hræring með súru slátri í eftirmat. Þú hallar þér aftur í sætinu þínu og lokar augunum til að heyra betur veðurspána sem er í útvarpinu. Ég passa mig á því að hafa ekki hátt á meðan. Síðan leggur þú þig eftir matinn. Ég á óteljandi svona minningar um okkur, afi minn. Ég vildi alltaf vera að skottast eitthvað með þér og þú leyfðir mér alltaf að fylgja þér hvert sem var. Vorin voru skemmtilegur tími í sveitinni. Þú kenndir mér að taka á móti lömbum, sendir mig upp í Stall- fjall að sækja fýlsegg og svo fórum við alltaf í bíltúr suður í Sökkuna að athuga með girð- inguna því hún þurfti að vera í lagi áður en kindurnar færu á fjall. Í þeim ferðum hlustuðum við á Gylfa Ægis í Lödunni þinni og þú kenndir mér öll ör- nefnin í heiðinni. Á sumrin snerist allt um að koma bögg- unum þurrum inn í hlöðu og oft var mikið kapphlaup við rign- inguna, en þú slakaðir ekki á fyrr en hvert einasta strá var komið inn. Ég man eitt sumarið þegar ég, þú og Óli fórum á sjó á Gamla Gul. Við veiddum þangað til það var varla pláss fyrir okkur í bátnum og þú sagðir að ég væri til happa í þessari ferð. Þetta var þín síð- asta sjóferð og þú skemmtir þér svo vel. Einnig man ég eftir því þegar þú lést mig síga í reipi ofan í sprungu bara til að ná í uppáhaldssmalaprikið þitt sem þú hafðir misst ofan í um veturinn. Á haustin gerðum við fjárhúsin klár fyrir kindurnar. Það þurfti allt að vera tilbúið áður en við færum í göngur. Okkar verk í göngunum var að standa fyrir í gilinu og oft vor- um við orðin vel berjablá og búin að tína helling af fjalla- grösum þegar gangnamenn komu til byggða. Það urðu allt- af fagnaðarfundir í réttunum þegar kindurnar þínar komu heim. Ég var ekki gömul þegar þú kenndir mér að keyra gömlu dráttarvélina og mér fannst svo gaman þegar ég fékk að keyra ykkur ömmu suður í heiðina að sækja sprek í reykkofann. Mik- ið finnst mér ég vera heppin að hafa alist upp á heimili ykkar ömmu á Fjöllum. Ég var alltaf eins og eitt af börnunum ykkar og leið svo vel hjá ykkur. Eftir að við mamma fluttum til Húsavíkur fór ég eins oft og hægt var til ykkar því mér leið hvergi jafn vel og í sveitinni hjá ykkur. Ég er þakklát fyrir öll símtölin okkar síðustu ár, þú fylgdist vel með mér og minni fjölskyldu. Okkar síðasta símtal snerist um hvað við ætluðum að hafa gaman á 90 ára afmæli þínu sem var á næsta leiti. Því miður varð ekkert úr því. Elsku afi minn, núna ertu kom- inn aftur í fallegu sveitina þína og það hefur laglega verið stór kindahópurinn sem tók á móti þér. Takk fyrir allt. Þín, Sigrún Sif. Jón Ólafsson ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS ÁRNASON, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem lést miðvikudaginn 24. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Gigtarfélag Íslands. Eiríkur Tómasson, Þórhildur Líndal, Árni Tómasson, Margrét Birna Skúladóttir, Tómas Þór Tómasson, Helga Jónasdóttir, Gunnar Guðni Tómasson, Sigríður Hulda Njálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, HELGI JASONARSON, er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Hafsteinn Helgason, Arite Fricke, Kristín Helgadóttir, Magnús Torfason og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS JÓHANNSSON vélstjóri, Dvergabakka 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 25. desember. Útför hans fer fram frá Bústaðarkirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. Lára Sigfúsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jóhann Sigfússon, Gunnhildur F. Theodórsdóttir, Unnur Sigfúsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Þórir Ólason, Lýdía K. Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Þjónusta allan sólarhringinn Hinrik: sími 892 0748 / Gísli: sími 482 4300 Vefsíða: fylgd.is - Netfang: fylgd@fylgd.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.