Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 03.01.2015, Blaðsíða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 ✝ Guðrún Bergs-dóttir fæddist 27. júlí 1934. Hún lést 26. desember 2014. Guðrún fæddist á Hofi í Öræfasveit og var dóttir hjónanna Guð- mundar Bergs Þor- steinssonar og Pálu Jónínu Pálsdóttur. Hún var þriðja í röð níu systkina. Systkini hennar eru Sigrún Bergsdóttir, f. 1930, Páll Bergsson, f. 1932, Jórunn Þorgerður Bergsdóttir, f. 1935, Steinunn Bergsdóttir, f. 1937, Guðjón Bergsson, f. 1939, Sig- þrúður Bergsdóttir, f. 1943, Helga Bergsdóttir, f. 1945, d. 2000, Þorlákur Örn Bergsson, f. 1952. Guðrún kynntist eiginmanni sínum Ingimundi Gíslasyni, f. 7. mars 1921, d. 13. september 1990, og fluttist til hans að Hnappavöllum árið 1955. Þau giftu sig 1. maí 1960. Börn þeirra eru: 1. Ingibjörg Ingi- 1999. 4. Óskírður Ingimund- arson, f. 8. september 1961, d. 12. september 1961. 5. Einar Páll Ingimundarson, f. 26. mars 1966. Guðrún ólst upp á Hofi ásamt systkinum sínum. Hún fór til Reykjavíkur í vist og vinnu á spítala í tvo vetur. Hún snéri aft- ur í Öræfasveit og hóf búskap með eiginmanni sínum, Ingi- mundi Gíslasyni á Hnappavöll- um, og stundaði þar búskap með honum og síðar sonum sínum allt fram til dauðadags. Hún var mikil prjónakona en annars voru bústörfin og heimilishaldið hennar líf og yndi. Guðrún var einstaklega heimakær, leið hvergi betur en heima hjá sér og fylgdist með afkomendum sín- um af mikilli nákvæmni. Guðrún var mikil húsmóðir og var oft með marga í heimili, m.a. barna- börnin auk margra sumarbarna í gegnum árin. Fyrir 24 árum greindist Guðrún með bandvefs- sjúkdóm sem var henni fjötur um fót eftir það og skerti lífs- gæði hennar. Hún gafst hins vegar aldrei upp og var sem klettur í lífi fjölskyldunnar á hverju sem gekk. Síðustu árin gengu henni nærri uns yfir lauk. Útför Guðrúnar fer fram í Hofskirkju, í dag, 3. janúar 2014, kl. 13. mundardóttir, f. 9. mars 1956, gift Gunnari Páli Bjarnasyni, f. 7. mars 1940, og börn þeirra eru:1a. Guð- rún Bára Gunn- arsdóttir, f. 10. maí 1974, sambýlis- maður hennar er Samúel Her- mannsson. Börn þeirra eru Sandra Sif og Hermann. 1b. Helga Sig- urbjörg Gunnarsdóttir, f. 24. september 1976, eiginmaður hennar er Árni Pétur Hilm- arsson. Börn þeirra eru Hilmar Þór, Arndís Inga og Áslaug Anna. 1c. Ingi Björn Gunn- arsson, f. 21. desember 1982. 2. Guðjón Ingimundarson, f. 2. jan- úar 1958. 3. Sigurður Ingimund- arson, f. 22. janúar 1960. Giftur Maríu Rós Newman, þau skildu. Börn þeirra eru: 3a. Katrín Líf, f. 12. júlí 1989, 3b. Ingimundur, f. 16. október 1990, sambýlis- kona hans er Tina Lindvik, og 3c. Elín Helga, f. 10. febrúar Þá hefur hún mamma mín kvatt þessa jarðvist. Hún sem alltaf var til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu. Í hana gat ég alltaf hringt því hún var alltaf heima. Þó að ég flytti ung að heiman og þrátt fyrir fjarlægðir á milli okkar þá vorum við alltaf nánar og töluðum við saman svo til daglega, alveg til hinstu stundar. Ef við vorum einhvers staðar á ferðalagi og vantaði upplýsingar um veður og færð þá vissi hún allt um það úr textavarpi sjónvarpsins. Einnig fylgdist hún vel með hve margir bílar hefðu farið um. En við máttum ekki gleyma að láta hana vita þegar við vorum kom- in á áfangastað. Þegar ég var að alast upp á Hnappavöllum þá voru þægind- in ekki eins og nú og oft var margt í heimili, sérstaklega á sumrin. Þá var oft mikið að gera í að elda og baka ofan í mannskapinn ásamt því að mjólka, skilja, strokka, hleypa skyr, þvo þvotta, bera þvott niður í gil til að skola í læknum. Ég skil stundum ekki hvernig hægt var að komast yfir þetta allt. Mamma var mjög heimakær og fór sjaldan af bæ. Mér tókst þó að fá hana með mér í eina hringferð um landið og heim- sóttum við þá Helgu dóttur mína sem býr fyrir norðan en hana langaði alltaf að koma til hennar. Þetta var dásamleg ferð og hún naut hennar vel. Ég get ekki leynt því að mér leið ekki vel þegar ég var að kveðja hana mömmu mína núna í seinni árin. Heilsan hennar var svo tæp, en hún þráði svo heitt að vera heima hjá sér. Í sumar varð hún 80 ára og þá langaði mig að halda upp á af- mælið hennar en það vildi hún ekki. En ég var með henni og undirbjó fyrir hana smá kaffi og við fórum saman í bíltúr um sveitina okkar. Þessi dagur er mér mikils virði núna þegar svona er komið. Þegar ég hugsa um hana mömmu, þessa sjálfstæðu konu, klettinn í fjölskyldunni sem haggaðist aldrei þrátt fyrir erf- iðleika þá verður mér oft hugs- að til skáldsögu Halldórs Lax- ness, Sjálfstætt fólk. Þegar yngsti bróðir minn fæddist árið 1966 þurfti mamma að fara til Reykjavíkur tveimur mánuðum fyrir fæðingu hans vegna blóðflokkamisræmis for- eldra. En fjórða barn þeirra dó vegna þess. Drengurinn fæddist 26. mars og var skipt um blóð í honum og mátti ekki fara með hann heim fyrr en tveimur mánuðum síðar. Þegar nálgað- ist sauðburð þetta vor fannst mömmu hún verða að fara heim því þá var orðið mikið að gera í sveitinni og þá skildi hún barnið sitt eftir hjá bestu vinkonu sinni, Ernu og fjölskyldu henn- ar sem tók hann að sér í nokkr- ar vikur og sendi hann svo í sveitina með flugvél til Fagur- hólmsmýrar með tíu ára dóttur sinni sem var þá að koma til sumardvalar. Ég hef oft hugsað eftir að ég eignaðist börn sjálf hvernig hún mamma mín gat þetta. Þvílík hetja að geta stað- ið þetta af sér. Hugsanlega hef- ur trúin hjálpað foreldrum mín- um í gegnum þetta en þau voru bæði mjög trúuð. Það er eitt af því góða veganesti sem ég fékk frá þeim út í lífið. En að lokum, elsku mamma, kveð ég þig með miklum sökn- uði og nú verður skrýtið þegar síminn hringir og engin mamma hinum megin á línunni. Með þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. (V. Briem) Þín dóttir, Inga. Elsku Guðrún amma. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér um leið fyrir alla þá vænt- umþykju sem þú hefur sýnt okkur. Þegar við setjumst niður og förum að rifja upp gamlar stundir þá er svo margt sem kemur upp í huga okkar. Lang- flestar minningarnar tengjast sveitinni á Vestur-Hnappavöll- um þar sem þú vildir alltaf vera og fékkst að vera þar til yfir lauk. Þessar minningar ætlum við að varðveita vel og vera dugleg að rifja upp með hvert öðru og börnunum okkar svo minning þín muni lifa. Sú minn- ing sem kemur fyrst upp í huga okkar er þegar við vorum á leiðinni frá Höfn í Öræfin og þegar sást orðið í Hnappavelli þá sungum við systkinin í ein- um kór „Ég sé í sveitina, ég sé í sveitina“ og lýsir það eftirvænt- ingu okkar því okkur leið alltaf vel hjá þér, afa og frændum okkar í sveitinni. Við dáðumst að dugnaðinum í þér. Þú varst alltaf að og stund- um höfðum við áhyggjur af því að þú myndir ofgera þér. Þú sást um að mjólka kýrnar og í sauðburðinum fórstu ótal ferðir í fjárhúsin að gefa lömbum mjólk. En heimilisstörfin voru alfarið í þinni umsjón og við reyndum að aðstoða eftir aldri og getu. Á þessum árum eldaðir þú heitan mat tvisvar á dag og bakaðir daglega. Eftir kvöldmat mjólkaðirðu kýrnar, komst svo inn og tókst til kvöldhressingu. Þér féll einhvern veginn aldrei verk úr hendi. Ef þú varst ekki að sinna heimilishaldi þá sastu með prjónana þína og prjónaðir lopapeysur. Flatkökurnar þínar voru ein- stakar og þú varst gjörn á að senda okkur með nokkrar flat- kökur í nesti heim. Við systurnar útbjuggum okkur bú á hverju sumri og þar eyddum við ómældum tíma, bökuðum drullukökur og skreyttum og að minnsta kosti einu sinni á hverju sumri komst þú í kaffiboð til okkar. Þetta voru góðar stundir. Nú í seinni tíð töluðum við mest saman í síma og þú fylgd- ist vel með okkur. Aldrei heyrð- um við þig kvarta og þrautseig- ari manneskju er hvergi að finna. Ingi Björn var í sveitinni í haust og hitti hann þig síð- astur af okkur. Við systur hitt- um þig síðast í sumar áður en þú hélst upp á 80 ára afmælið þitt. Þá hafðir þú látið töluvert á sjá og höfðum við báðar á orði hve rýr þú varst orðin og höfð- um við áhyggjur af heilsu þinni. Það var sama hve oft var minnst á við þig að fara í hvíld- arinnlögn. Á elliheimili færirðu aldrei nema í sjúkrabíl og sú varð raunin. Þér tókst að vera heima í uppáhaldssveitinni þinni allt fram á síðasta dag og flutti þá sjúkrabíll þig á Heil- brigðisstofnun Suðausturlands á Höfn þar sem þú lést rúmum sólarhring síðar. Þrautseigjan og seiglan kom þér langt, elsku amma, og það að þú hafir gengið með þennan sjúkdóm í 24 ár áður en hann náði að leggja þig að velli er í rauninni kraftaverk. Þú gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana í þessari baráttu frekar en öðr- um. Við komum til með að sakna þín mikið og treystum því að núna sértu á góðum stað, jafn- vel enn betri en sveitinni góðu þó að erfitt sé að hugsa sér það. Afi tekur vel á móti þér og þar til við hittum þig næst ætlum við að ylja okkur við allar góðu minningarnar sem við eigum. Hvíldu í friði. Þín barnabörn; Guðrún Bára, Helga Sigurbjörg og Ingi Björn. Þær eru margar, ljúfar minn- ingarnar sem koma upp í hug- ann þegar ég minnst ástkærrar móðursystur minnar, Guðrúnar Bergsdóttur frá Hnappavöllum í Öræfasveit. Ég ólst upp „aust- ur á bæ“, en hún bjó fyrir „vestan“, eins og við sögðum alltaf í daglegu tali um vestari bæina tvo á Hnappavöllum sem stóðu sitthvoru megin við bæj- argilið. Það var ætíð mikill sam- gangur á milli þeirra systra, mömmu og Guðrúnar, og eins barna þeirra. Alltaf var okkur vel tekið þegar við fórum „vest- ur “ og oft kátt á hjalla í eld- húsinu hjá þeim hjónunum, Ingimundi og Guðrúnu. Ekki var heldur komið að tómu borði á þeim bæ og oftast eitthvað nýbakað á boðstólum, enda fúls- aði enginn við flatkökunum hennar Guðrúnar, hvað þá öðru gómsætu bakkelsi. Guðrún var sístarfandi, enda með stórt heimili, bæði sín börn og oft sumarbörn í heimili. Og þegar hún settist niður var hún með prjónana á fullu, þau hafa notið þess, börnin hennar og barna- börnin, að fá frá henni fallegar lopapeysur, vettlinga og sokka, og eins prjónaði hún fyrir Handprjónasambandið í fjölda- mörg ár. Þær systur, mamma og Guðrún voru alla tíð mjög nánar, og þrátt fyrir að mamma þyrfti sökum heilsubrests að flytja frá Hnappavöllum fyrir 3 árum, töluðu þær saman í síma svo til á hverjum degi og veitti hún mömmu mikinn stuðning í veikindum hennar. Guðrún var sú síðasta af sinni kynslóð sem bjó á Hnappavöllum, kynslóð- inni sem af miklum dugnaði og nægjusemi, byggði upp húsa- kost og ræktaði jörðina og bú- stofn. Og það var sama á hverju gekk, veikindi og annað sem kom við heimilið, alltaf stóð Guðrún upprétt með sína óbil- andi bjartsýni og dugnað og var alltaf til staðar fyrir börnin sín og barnabörnin og aðra sem á þurftu að halda. Ég ætla að enda þessi minningarorð með ljóði sem mér finnst eiga svo vel við Guðrúnu frænku mína: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stefánsson.) Elsku Inga, Guðjón, Siggi, Einar, Gunnar, Bára, Helga, Ingi, Katrín, Ingimundur og El- ín, ég votta ykkur og fjölskyld- um ykkar, svo og systkinum Guðrúnar, innilega samúð, minning um yndislega konu mun vera ljós í lífi okkar sem eftir erum. Stefanía L. Þórðardóttir. Okkur var öllum brugðið annan í jólum þegar Þrúða frænka hringdi og sagði okkur að móðursystir mín Guðrún á Hnappavöllum væri alvarlega veik. Hún dó svo sama dag. Ég var átta ára þegar ég var send í sveitina til Guðrúnar og Ingimundar á Hnappavöllum. Ég fór með Höllu frænku í Öræfin. Þá var fólkið á Hnappa- völlum í réttum. Síðan var ég hjá þeim næstu sex sumur og hálfan vetur gosárið 1973 og fór í sama sveitaskólann og mamma með sama kennarann. Þá voru á bænum fjögur börn þeirra hjóna. Mér var strax tekið eins og einu af börnunum á bænum. Störf yngri barnanna voru helst þau að reka kýrnar, gefa hænsnunum og hjálpa til við heyskap. Við sumarstelpurnar á Hnappavöllum lékum okkur mikið saman þó að aldursbilið væri talsvert. T.d. vorum við með bú og bökuðum drullukök- ur af bestu list. Þá fengum við oft gamalt dót hjá Guðrúnu sem við gátum notað í búið. Krakk- arnir léku sér með horn og byggðu litla bæi, útihús og tún. Stundum fengum við að fara á reknetaveiðar með Ingimundi eða að veiða skúmsunga með aðferðum sem Greenpeace hefði ekki samþykkt. Þarna borðuð- um við skúmsunga, selkjöt, sil- ung og margt fleira sem var ekki daglegt brauð í Vest- mannaeyjum. Guðrún var mjög hæversk og ósérhlífin eins og svo margir Öræfingar. Eða eins og Halldór Laxness sagði: „Öræfingar eru svo hæverskir að þeir segja aldrei já eða nei.“ Þeir segja ætli það ekki eða það gæti nú verið. Guðrún var ekki mikið fyrir að kvarta. Hún fór eld- snemma á fætur til að mjólka kýrnar og alltaf seinust í rúmið á kvöldin. Hana munaði heldur ekki um það að hafa heita döðluköku með kvöldkaffinu. Ekki máttum við fara svöng í rúmið. Seinna, þegar hún fékk slæman og langvinnan sjúkdóm, hélt hún sínu striki og sá um heimilið á Hnappavöllum alveg til dauðadags. Guðrún var gest- risin og ef gesti bar að garði var snarað fram kaffi og nýbök- uðum kökum. Eitt ár var á milli Guðrúnar og Jórunnar mömmu minnar og voru þær miklir mát- ar. Þegar þær systurnar hittust (en þær voru sex) var mikið tal- að og hlegið. Krökkunum mínum finnst alltaf gaman að koma í Öræfa- sveitina og hitta skyldfólkið sitt, fara í ber, í fjallgöngur að Jök- ulsárlóni sem þau kölluðu „Bláa lónið“ og margt fleira. Alltaf komum við á Hnappavelli til Guðrúnar sem var alltaf með heitt á könnunni og ís handa krökkunum. Eitthvert þeirra kallaði hana meira að segja ömmu. Því miður komumst við ekki í sveitina í sumar og það verður skrýtið að koma á Hnappavelli þegar Guðrún er ekki þar. Að lokum langar mig og fjölskyldu mína að senda Guðjóni, Einari, Sigga, Ingu, Gunnari, börnum og barnabörn- um innilegar samúðarkveðjur. Valgerður Bjarnadóttir og fjölskylda. Minning Guðrúnar Bergs- dóttur hverfur mér aldrei því hún reyndist vera einstök kona allt frá fyrsta augnabliki er hún kom og tók á móti mér á Hnappavöllum á unglingsárum mínum. Minning þeirra hjóna, Guðrúnar og Ingimundar Gísla- sonar, er þar að auki samofin eins og þéttur og þæfður vefn- aður í æskuminni mínu alveg frá þeim kaflaskilum í lífinu þegar ég hafði komið fljúgandi frá Vestmannaeyjum að Fag- urhólsmýri og þaðan á hlaðið hjá þeim. Guðrún var yndisleg húsmóð- ir og leiðtogi á sínum bæ. Þar að auki hafði hún svo ríka til- finningu fyrir fólkinu sínu að hún bara vissi hvar allir voru á hverjum tíma og hvað þeir voru að fást við. Því verður ekki al- veg lýst með orðum en þannig var hún raunverulega í verki með okkur hverjum og einum. Nærvera hennar var nokkurs konar lögmál á Hnappavöllum og því er hún meira en klett- urinn í lífi sinna nánustu. Ég var í sveit hjá Guðrúnu og Ingimundi í tvö sumur og heillaðist svo af sveitinni að ég hef komið þar á hverju ári síð- an. Fyrstu tengslin urðu til þegar Bjarni mágur hennar kom á vertíð í Eyjum og varð heimilisvinur í bernsku minni. Seinna komum við Lóa og svo komum við með börnin. Þau eru því alin upp við þessi sterku tengsl við reynsluheiminn í Öræfunum. Guðrún var frá Hofi í Öræfum og giftist til Hnappa- valla þar sem þau bjuggu Ingi- mundur og hans fjölskylda. Það var mannmargt á bæn- um vegna þess að það var allt aðlaðandi og heillandi við stað- inn og heimilisbraginn sem þau Guðrún sköpuðu þar. Þarna var iðandi gott mannlíf í djúpum tengslum við náttúruna, búfén- aðinn, veiðar og hestamennsku. Það er langt um liðið síðan Ingimundur féll frá og við hætt- um að vitja um net og ríða út. Og nú tekur enn við nýr kafli Hnappavalla þar sem minningu þeirra Guðrúnar verður haldið á lofti um ókomin ár. Guð blessi hana og umvefji ástvini alla sama kærleika og Guðrún gaf allt sitt líf í ævintýraheimi Öræfanna með gleði sinni og ást. Lóa og Magnús Kristinsson, Vestmannaeyjum. Guðrún Bergs, eins og okkur var tamt að kalla hana, lauk farsælli lífsgöngu sinni annan í jólum. Það er tign yfir því að kveðja á helgustu hátíð ársins þegar allt er ljósum baðað. Hún fór fremur skyndilega. Sinnti sínum verkum á aðfangadags- kvöld en tveimur kvöldum síðar var hún öll. Enda aldrei að tví- nóna við hlutina. Hún átti líka gott dagsverk að baki. Segja má að hún hafi verið ein af þeim konum sem vinna verk sín hljóðar, svipað þeirri sem Davíð Stefánsson lýsir í ljóðinu um konuna sem kynti ofninn hans. Guðrún hefur verið hluti af tilverunni á Hnappavöllum í tæp sextíu ár. Þar skilur hún eftir sig stórt skarð því hún var mikilvæg persóna í bæjarfélag- inu, greiðvikin, skemmtileg, góð og umhyggjusöm. Þó að hún hefði meira en nóg á sinni könnu vakti hún líka yfir vel- ferð nágrannanna, vissi til dæmis upp á hár hvenær þeim hentaði að fá unglingana senda til hjálpar í baggahirðingar. Guðrún ólst upp á Hofi í stórum hópi systkina og var þar meðal þeirra elstu. Hún vandist ung á að vinna og var alla tíð ötul og iðjusöm. Framan af hennar ævi fæddust börnin heima á bæjunum og þar átti fólk líka sínar síðustu stundir. Hún kynntist bæði ljósi og skuggum lífsins og tók öllu sem að höndum bar með stöku jafn- aðargeði. Á Hofi var stutt að skreppa á böll í fundarhúsinu og auðvitað sótti Guðrún samkomur líka eft- ir að hún flutti að Hnappavöll- um. Hún starfaði bæði með ungmennafélagi og kvenfélagi sveitarinnar og lagði oft hönd á plóg þegar baka þurfti fyrir samkomur og bera fram veit- ingar. Hún var afbragðs húsfreyja hún Guðrún. Lagði metnað í að allir í kringum hana væru mett- ir og engin bakaði betri tertur. Margan þvottabalann bar hún líka út að snúru um ævina. Svo lét hún muna um sig í flekknum meðan handverkfærum var beitt þar, eftir því sem tími hennar leyfði frá heimilisverk- um og mjöltum. Guðrún bar ólæknandi sjúk- dóm mörg hin síðari ár sem smám saman skerti starfsork- una en hún kunni ekki þá list að spara sjálfa sig heldur stóð meðan stætt var. Þannig vildi hún hafa það. Henni auðnaðist að halda sínu sjálfstæði og and- legu atgervi til hinstu stundar. Um leið og við vottum ástvin- um Guðrúnar samúð látum við fylgja lítið vers tileinkað henni. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (VE.) Austur-Hjáleigusystkinin, Ásdís, Gunnþóra og Sigurður. Guðrún Bergsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.