Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 66

Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 ✝ Eyþór Guð-mundsson var fæddur á Eyjólfs- stöðum í Fossárdal í Suður-Múlasýslu 3. desember 1937. Hann lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 28. desember 2014. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 28. maí 1899 á Ánastöðum í Breiðdal, d. 4. desember 1989 og Guð- mundur Magnússon, f. 5. júní 1892 á Eyjólfsstöðum, d. 17. febrúar 1970. Eyþór var yngst- ur 9 systkina. Þau voru Gunnar 1922 – 2006, Valborg 1923 – 2010, Hallur 1926 – 1995, Guð- rún 1928, Rósa 1929, Guð- mundur 1931 – 1935, Hermann 1932 og Guðný 1935. Eyþór kvæntist 5. september 1964 Öldu Jónsdóttur frá Djúpa- vogi. Foreldrar hennar voru Halla Jónsdóttir og Jón Vilhelm Ákason. Börn Eyþórs og Öldu eru 1) Halla Eyþórsdóttir, f. 27. maí 2006, og Máney Þura, f. 12. júlí 2009. Faðir þeirra er Krist- ján Björnsson. Eyþór ólst upp á Eyjólfs- stöðum í Fossárdal en flutti með foreldrum sínum til Horna- fjarðar vorið 1960. Þar hóf hann nám í húsasmíði og var orðinn meistari í þeirri iðn þegar hann tók við búi af bróður sínum á Eyjólfsstöðum árið 1973. Í Foss- árdal byggði hann fljótlega stórt og vandað íbúðarhús ögn innar í dalnum en gamli Eyjólfs- staðabærinn er, og nefndi býlið Fossárdal. Nafnið Eyjólfsstaðir kom ekki fram fyrr en á 19. öld eftir að býli urðu fleiri en eitt í Fossárdal. Gamli bærinn fékk nýtt hlutverk eftir að flutt var í nýja húsið því að þar hafa þau hjón rekið ferðaþjónustu allar götur síðan. Eftir u.þ.b. 10 ára búskap var byggt annað íbúðar- hús skammt frá því fyrra fyrir Guðnýju Grétu og Hafliða mann hennar og hefur búreksturinn stig af stigi flust á þeirra hend- ur. Einnig hafa þau annast póst- dreifingu við Berufjörð og Álftafjörð. Eyþór var annálaður dugnaðar- og eljumaður, en varð loks að láta undan, eftir hetjulega baráttu hálfa ævina við Parkinsonsjúkdóm. Útför Eyþórs fer fram frá Djúpavogskirkju í dag, 3. janúar 2015, og hefst athöfnin kl.14. febrúar 1965, gift Brynjólfi Gunnari Brynjólfssyni, f. 26. febrúar 1956. Dótt- ir þeirra er Alda Kristín, f. 12. júlí 2000. Í fyrra sam- bandi átti hún Ey- þór Bjarna, f. 25. júní 1983 og Krist- ófer Nökkva, f. 5. september 1989. Faðir þeirra er Sig- urður Hlíðar Jakobsson. Dóttir Eyþórs Bjarna er Myrra Kristín f. 10. janúar 2013. 2) Guðný Gréta Eyþórsdóttir, f. 26. febr- úar 1969, gift Hafliða Sævars- syni, f. 30. maí 1966. Þeirra börn eru Bjartmar Þorri, f. 12. júní 1987, Jóhann Atli, f. 31. mars 1992, og Bergsveinn Ás, f. 22. mars 2000. 3) Jón Magnús Ey- þórsson, f. 27. júlí 1979, kvæntur Kötlu Björk Hauksdóttur, f. 30. september 1980. Þeirra börn eru Anton Elís, f. 5. september 2009, og Eyþór Örn f. 25. sept- ember 2011. 4) Hrafnhildur Ey- þórsdóttir, f. 24. júlí 1980. Börn hennar eru Þórir Freyr, f. 20. „Ekki hefði Eyþór farið að skæla út af þessu,“ var stundum sagt við mig krakka þegar ég vor- kenndi sjálfum mér og hélt að skeinan mundi aldrei batna. Þetta fannst mér harður dómur fyrir mig því að Eyþór var 5 árum yngri. Það átti víst að herða mig en dugði lítið. Þetta var þó sann- leikur og var það áfram í þrjá ald- arfjórðunga. Ég minnist þess aldrei að Ey- þór barmaði sér, en við vorum mjög nánir og áttum mörg spor saman í dalnum okkar fyrir aust- an. Auðvitað gat þó, bæði þá og síðar, komið eitthvað upp á. Ég lét þá eitthvað ófagurt fjúka, en hann gat hitt beint í mark með færri orðum. Hér eftir get ég aðeins beðið guð um fyrirgefningu á þeim orðum mínum. Eyþór var enginn orðræðumaður, en hann lét verkin tala. Hann var duglegur, laginn og útsjónarsamur, gat alltaf fundið bestu lausnina á hverju viðfangs- efni og aldrei gafst hann upp á neinu sem hann ætlaði sér. Þau ár sem ég var við búskap í Fossárdal átti ég alltaf Eyþór að haust og vor. Við fórum mörg ár saman á hreindýraveiðar, svo kom hann oft óbeðinn í smalamennsku á haustin og annaðist grenjaleitir og grenjavinnslu á vorin. Hann var öndvegis skytta og jafnvel þol- inmóðari lágfótu að bíða ef á það reyndi. Ég hef alltaf vitað að ég breytti rétt, þegar ég með nokkrum trega fór í réttindanám í kennslu, en lét búskapinn í hendur Eyþórs og Öldu, sem þá höfðu verið vetrar- fólk í Fossárdal, en langaði í eigin búskap. Síðan hafa hetjur búið í Fossárdal. Við Hulda vottum Öldu, niðjum hennar og venslafólki samúð okk- ar. Hermann Guðmundsson. Við hjónin viljum í nokkrum orðum kveðja kæran vin. Eyþór var mikið náttúrubarn og afburða veiðimaður. Ungur fór hann upp á Dalinn til veiða af miklu harðfylgi og lagði m.a. grunninn að því að ungu hjónin á Eyjólfsstöðum áttu snemma í sig og á. Eyþór var valinn til trúnaðar- starfa fyrir sveitarfélag sitt, Beru- neshrepp. Hann var tillögugóður, en ígrundaði mál sitt ætíð vel. Ef hann flíkaði skoðunum sínum var ástæða til að taka grannt eftir. Fyrst bjuggu Eyþór og Alda á Höfn í Hornafirði og síðar á Egils- stöðum. Á Höfn lærði og stundaði Eyþór iðngrein sína, smíðar, af kappi. Einnig vann hann við smíð- ar í heimabyggð og má segja að ótrúlega mikið liggi eftir hann miðað við hans tiltölulega skömmu starfsæfi. Síðar tóku þau hjón við búskap á Fossárdal, eftir að hafa keypt jörðina af bróður Eyþórs. Fjótlega upp úr því fór að bera á veikindum Eyþórs, sem hann barðist við í tæplega 40 ár. Hann tókst á við veikindi sín af miklum hetjuskap. Að eigin frumkvæði og með aðstoð Öldu tókst honum að ná umtalsverðum bata eftir að hafa undirgengizt aðgerðir í því skyni að sporna við framgangi hinnar illræmdu veiki, sem kennd er við Parkinson. Var með ein- dæmum, hversu lengi honum tókst að hafa fótaferð og hrósa sigri í mörgum keppnislotum við hinn illvíga andstæðing, sem þessi sjúkdómur er. Ríkt er í minni, þegar Eyþór, þá orðinn verulega sjúkur, hvatti til veiðiferðar í Nykurhyl í því skyni að leggja net fyrir sjó- bleikju. Samferðarmanni hans stóð ekki á sama, þegar hann með einn staf í hönd stikaði yfir stór- grýti í átt að hylnum. Veiðihug- urinn bar hann greinilega ríflega hálfa leið og var aðdáunarvert að skynja kapp hans og vilja til að verða enn og aftur virkur þátttak- andi í veiðiferð, sem skila myndi málsverði á borð bænda á Eyjólfs- stöðum og annarra, er þiggja vildu. Eyþór dvaldi síðustu ár ævi sinnar á Uppsölum á Fáskrúðs- firði og naut þar góðrar umönn- unar. Fékk hann þar m.a. útrás fyrir áhuga sinn að spila vist og eignaðist hann þar góða spila- félaga, sem nú sakna vinar í stað. Hann fylgdist ætíð með því sem var að gerast á Dalnum, ekki sízt við smalamennskur. Meðan hann gat, sat hann við gluggann með talstöðina stillta inn á rás smal- anna og fylgdist þar og í kíkinum grannt með framgangi verksins. Þegar veiðitími rjúpna var upp runninn var og gott að leita ráð- gjafar hjá honum vegna áforma um veiðar á jólasteikinni. Hugur Eyþórs var ævinlega bundinn æskuslóðum hans og nú, þegar hann er allur, þakkar fjöl- skylda hans og vinir fyrir að loka- ferð hans skyldi hefjast á Dalnum, sem honum var svo kær. Meðan sauðfé gengur um grös- ugar hlíðar Fossárdals og veiði- bráð ber fyrir augu á ásunum hans kæru, mun minningu Eyþórs Guð- mundssonar bera við loft eins og Fossárfellið. Og landið mun óvíða skarta meiri fegurð, en uppi á Víðidalshæðum, hvar hann byggði afdrep fyrir þá, sem kynnu að lenda í vanda í misjöfnum veðrum. Við hjónin sendum Öldu og fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur og þakkir fyrir vináttu, sem aldrei hefur borið skugga á. Hlíf og Björn Hafþór. Meira: mbl.is/minningar Eyþór Guðmundsson Nú búum við til minningar, stelpur, í alvöru; sögðum við þegar við hittumst þrjár, ég, Guðlaug og Áslaug, kollegar og samstarfskonur, þeg- ar Guðlaug sagði okkur frá veik- indum sínum síðastliðið haust. Við höfðum allar útskrifast sem fé- lagsráðgjafar frá Svíþjóð á sínum tíma; Guðlaug frá Gautaborg og við Áslaug frá Lundi. Allar höfð- um við síðar tekið meistaranámið frá Lundarháskóla á mismunandi Guðlaug Magnúsdóttir ✝ Guðlaug Magn-úsdóttir var fædd 29. janúar 1948. Hún lést 18. desember 2014. Út- för Guðlaugar fór fram 30. desember 2014. tímum, svo og starf- að hjá Reykjavíkur- borg eða á Landspít- alanum. Ég man fyrsta skiptið sem ég hitti Guðlaugu, en þá var ég 18 ára og mætti henni á Ave- nyn í miðborg Gautaborgar með manni sínum Þor- steini, en það var hann sem ég kann- aðist við. Hann hafði verið kenn- aranemi í 12 ára bekk mínum SG í Vogaskóla og varð vinur okkar allra í bekknum um leið. Það var því ekki nema sjálfsagt fyrir mig að heilsa honum, en þarna var ég nemandi á norræna lýðháskólan- um í Kungälv sem er rétt fyrir ut- an Gautaborg. Frá þeim tíma vissi ég hver Guðlaug var og það var eins og við hefðum alltaf þekkst þegar við mörgum árum síðar urðum samstarfskonur á Land- spítala, hún sem forstöðufélags- ráðgjafi á geðdeildum og ég á sómatískum deildum. Ég naut svo sannarlega góðs af lífs- og starfs- reynslu Guðlaugar, sem veitti mér handleiðslu bæði í faglegu starfi, svo og í einkalífi. Hún var einstaklega umhyggjusöm eins og þegar sonur minn greindist með þroskafötlun. Hún hlúði ekki ein- ungis að mér, heldur bar alltaf hag yngri dóttur minnar fyrir brjósti, því hún vissi að það er álag að eiga systkini sem er fatlað; hvað þá að vera foreldri fatlaðs barns. Þannig var Guðlaug. Fyrir utan að vera baráttukona um alls- konar mannréttindi, var henni alltaf umhugað um að þeir sem stæðu henni næst hefðu það gott; Þorsteinn og börnin, barnabörnin og tengdabörnin, systkinin, mág- arnir, mágkonurnar, vinkonurn- ar, vinirnir, kollegarnir. Það var alveg í anda Guðlaugar þegar Sig- rún dóttir hennar kom til mín þegar hún var í starfsþjálfun á Landspítalanum fyrir nokkru og sagði að ég þekkti mömmu henn- ar. Ég hafði ekki séð Sigrúnu síð- an hún var stelpa, en þekkti svip- inn um leið. Enn skemmtilegra var að vita að Sigrún ætti von á tvíburum með ungum manni, sem er sonur annarrar vinkonu minn- ar, Helgu, frá menntaskólaárun- um í MH. Önnur náin tengsl við ættingja Guðlaugar eru við mág hennar Þorlák og svilkonu Krist- jönu, sem líka er félagsráðgjafi og starfaði með mér um tíma á spít- alanum. Guðlaug hefur kvatt okkur. Við þrjár, ég, Áslaug og Guðlaug ætl- uðum að halda áfram að búa til minningar og hittast á Jómfrúnni í lok nóvember en Guðlaug bað um að við fyndum annan tíma þegar henni liði betur. Við náðum því ekki; það verður því að vera þegar við hittumst allar á næsta stað. Þorsteini, börnum, tengda- börnum, barnabörnum, systkin- um, mágum, mágkonum og aldr- aðri tengdamóður sendi ég samúðarkveðjur og þakka um leið allt sem Guðlaug hefur gefið mér og minnist hennar með gleði, svo og söknuði. Vigdís Löve Jónsdóttir. Það voru forréttindi að eiga Guðlaugu að nágranna í tvo ára- tugi. Kveðjustundin er erfið og eftir er tómarúm sem við finnum fyrir í húsinu á Freyjugötu 34. Guðlaug var yndisleg manneskja og jafnframt góður vinur sem deildi með okkur hugsjónum og sýn á lífið sem gerði það ríkara og betra. Þegar taka þurfti stöðuna í samfélaginu, ræða félagsráðgjöf eða líf okkar í ýmsum tilbrigðum, var Guðlaug ætíð til staðar tilbúin að taka samræðuna og miðla af visku sinni og ómetanlegri reynslu. Ófáir og mikilvægir fundir urðu til í stigaganginum eða í þvottahúsinu. Þar var rætt um viðhald hússins en oftast leiddist samtalið fljótlega að öðr- um brýnni efnum líkt og hvernig væri best byggja upp og breyta samfélögum með jöfnuð að leið- arljósi. Þannig var Guðlaug, hugs- aði vel um garðinn sinn en ekki síður um garð annarra. Á sama tíma og við vottum Þorsteini og fjölskyldu hans, okkar dýpstu samúð þá minnumst við Guðlaug- ar sem fyrirmyndar í lífinu. Alma, Óskar og Hrafnhildur. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR PÉTURSDÓTTUR hjúkrunarkonu, áður til heimilis að Einilundi 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Landspítala sem annaðist hana. Ólafur Tryggvi Magnússon, Magnús Karl Magnússon, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Atli Freyr Magnússon, Steinunn Gestsdóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Viðar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU BACHMANN. Vígsteinn S. Gíslason, Anna Dóra Ágústsdóttir, Jón Karl Jónsson, Ingi Þór Ágústsson, Rósamunda Baldursdóttir, Gylfi Már Ágústsson, Unnur Pálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG MARÍA JÓNSDÓTTIR frá Ási, Stykkishólmi, lést föstudaginn 19. desember á A6 Landspítalanum Fossvogi. Útför hennar fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Stefán S. Kristinsson, Magðalena S. Kristinsdóttir, Ingigerður Rósa Kristinsdóttir, G. Sóley Ómarsdóttir-Hartmann, Mark Hartmann, Sigurður Jón Boersma, barnabörn og langömmubörn. ✝ Systir okkar, mágkona og frænka, KOLFINNA HJÁLMARSDÓTTIR fótaaðgerðafræðingur, Lönguhlíð 21, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, mánudaginn 5. janúar kl. 15.00. Pétur Tryggvi, Hjálmar og Torfi Rafn Hjálmarssynir, og fjölskyldur. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hinrik Valsson STOFNUÐ 1996 STOFNUÐ 1996 ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.