Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 77

Morgunblaðið - 03.01.2015, Side 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Viðamikil sýning á verkumeftir Jón Óskar Haf-steinsson (f. 1954) í Lista-safni Íslands ber yfir- skriftina Jón Óskar – Ný verk. Listamaðurinn leggur undir sig sali 1, 2 og 4 og er því hér um að ræða fremur ítarlega kynningu á því sem hann hefur verið að fást við á síðustu áratugum, en elstu „nýju“ verkin á sýningunni eru raunar frá 10. áratug síðustu aldar. Þarna getur að líta málverk, teikningar og verk unnin með blandaðri tækni. Teikningin er leiðarstef í verkunum en verkin byggjast að talsverðu leyti á graf- ískri „endurvinnslu“ á myndasögum úr smiðju teiknara eins og G. Th. Rotman, Walt Disney og Charles M. Schultz, í bland við sjálfsprottna teikningu Jóns Óskars. Áhorfandinn getur auðveldlega týnt sér í sérstæðum og dularfullum myndheimi listamannsins – sem þó er jafnframt kunnuglegur. Hvert verk er þéttriðið net lína sem hverf- ast gjarnan um fígúru eða um auðan flöt fyrir miðju. Vaxblandaðir olíu- litir gefa stóru málverkunum sér- staka áferð. Í þeim liggja svartar og gráar línur á muskulegum grá- eða brúntóna fleti og er myndrýmið yf- irleitt grunnt. Sparleg notkun lita lyftir verkunum og kallar fram nýjar víddir, gott dæmi um það er hið vel- heppnaða verk „Leitin að G. Th. Rotman“ sem jafnframt nýtur sín vel á grænmáluðum vegg í sal 1. Þar svífur yfir vötnum furðulegur og heillandi heimur myndasagna Rot- mans um Dísu ljósálf, Alfinn álfa- kóng og Dverginn Rauðgrana (sem komu fyrst út í íslenskri þýðingu á 3. áratug síðustu aldar). Hér er raunar um að ræða landslagsverk því að þar sést einungis „baksvið“ eða umhverfi persónanna í þessum listilega teikn- uðu sögum Rotmans. Það er einkum hið dularfulla og ævintýralega and- rúmsloft í sögunum sem skilar sér til sýningargestsins og höfðar til ímyndunarafls hans og minninga úr barnæsku. Frásögnin í voldugum verkum eins og „Crossing the Delaware“ og „Hannes at the Tate“ í sama sal er óræðari. Áhorfandinn sem gefur sér tíma til að leyfa skynjuninni að hvarfla um línuspilið er teygir sig þvers og kruss um flötinn, gefur sig jafnframt á vald þeirri frásögn sem fólgin er í hinu spunakennda ferli við tilurð verksins. Í sal 2 má sjá smærri verk eftir listamanninn og blekteikn- ingar sem varpa ljósi á þörf hans fyr- ir að prófa sig áfram með ólík efni og aðferðir – oft með endurteknum stefjum í mismunandi útfærslum. Tæknileg færni fer þá saman við til- raunamennsku og eilítið kæruleys- islegt yfirbragð. Sýningin veitir að þessu leyti innsýn í vinnubrögð lista- mannsins og hvernig myndheimur hans byggist á ímyndum úr prent- miðlum sem þegar eru á sveimi í menningunni – en færist þó gjarnan undan nokkurri augljósri merkingu. Sýningin Jón Óskar – Ný verk er óvenjustór einkasýning á „nýjum verkum“ eftir núlifandi íslenskan listamann í þjóðarlistasafninu. Um- fang sýningarinnar er raunar meira í takti við það sem gerist á yfirlitssýn- ingum safnsins á verkum einstakra listamanna (þar sem lengra tímabil er undir). Verkafjöldinn er tals- verður og fyrir vikið verður heildarmyndin dálítið einhæf, þrátt fyrir að „magn“ sé „einkennandi fyr- ir verklag hans“, eins og lesa má í fremur rýrum sýningartexta á vegg í sal 1, en þar segir einnig: „Verkin á sýningunni eru risastór og agnar- smá, og allt þar í milli“. Umfangið og samhengið, og þar með skilaboð safnsins um vægi Jóns Óskars í ís- lenskri listasögu, kalla á meiri grein- ingu og upplýsingar um áherslur og aðferðir listamannsins. Myndir og sagnir Morgunblaðið/Einar Falur Dularfullur „Áhorfandinn getur auðveldlega týnt sér í sérstæðum og dularfullum myndheimi listamannsins - sem þó er jafnframt kunnuglegur,“ segir m.a. um sýningu Jóns Óskars í Listasafni Íslands. Listasafn Íslands Jón Óskar – Ný verk bbbmn Til 8. febrúar 2015. Opið þri.-sun. kl. 11- 17. Aðgangur kr. 1.000. 67 ára og eldri, öryrkjar, hópar 10+ kr. 500. Ókeypis að- gangur er fyrir 18 ára og yngri. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið/Kristinn Umfangsmikil Hluti af sýningu Jóns Óskars í Listasafni Íslands. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ríkharður H. Friðriksson, gítarleik- ari, og Gunnar Kristinsson, slag- verks- og hljómborðsleikari, skipa hljómsveitina Icelandic Sound Company sem gaf nýlega út hljóm- plötuna Icelandic Sound Company I. Platan býður upp á einstakan hljóm sem kemur einhverjum eflaust spánskt fyrir sjónir, sér í lagi þeim sem hlusta aðallega á popp- eða rokktónlist, að sögn Ríkharðs. „Risastórt gong og tam-tam safn Gunnars er víðfrægt og setur sterk- an svip á hljóminn. Hljóðfærin hans og rafmagnsgítarinn minn eru síðan send í gegnum alls kyns tölvur og hljóðbreytitæki þannig að tónlistin hljómar á endanum oft talsvert líkar raftónlist en akústískri tónlist.“ Spuninn einkennir tónlist hljóm- sveitarinnar en Ríkharður segir þá ekki semja lög. „Hljómsveitin er hrein spunasveit. Við semjum ekki lög og hefur aldrei einu sinni tekist að koma okkur saman um neina beinagrind eða reglur áður en við förum á svið. Þetta verður alltaf hreinn spuni, innblásinn af augna- blikinu. Við Gunnar smullum ein- hvern veginn saman í þessari pæl- ingu og þessu sándi, algerlega ósjálfrátt og án umhugsunar, eins og við hefðum verið að spila saman alla okkar ævi. Urðum sannkallaðir sálu- félagar við fyrsta samspil; náðum strax samhljómi sem var einstakur.“ Upptökur af tónleikum „Spunahljómsveit er eðlilega ekki að taka upp lög í stúdíói. Töfrarnir verða aðeins til í hita augnabliksins á tónleikum. Þeir ganga misvel eins og gengur og því er eðlilegasti útgáfu- mátinn að taka upp alla tónleika og velja síðan úr bestu bitana. Disk- urinn er semsagt samsettur af tón- leikaupptökum sem okkur fannst gefa góða mynd af okkur, auk þess sem við komum að í einhverri mynd öllum þeim gestum sem hafa spilað með okkur,“ segir Ríkharður en til- gangurinn með plötunni var fyrst og fremst að gera einhvers konar sam- antekt af því sem hljómsveitin er bú- in að vera að gera á tónleikum á síð- astliðnum tíu árum. „Okkur langaði til að skilja eitthvað eftir okkur á föstu formi. Fyrst við vorum ekki að gera verk sem væri hægt að skrifa niður á nótur fyrir framtíðina, vild- um við skilja eftir einhverja góða heimild um þessi fyrstu tíu ár okkar. Því fannst okkur tilvalið að gefa út úrval af tónleikaupptökum.“ Óráðinn tónlistarskali Ríkharður er m.a. þekktur fyrir að spila með Fræbbblunum en tón- list þeirra er í anda pönk og rokk en tónlistina á nýju plötu Ríkharðs seg- ir hann geta fallið undir klassík eða raftónlist. „Ég hef enga hugmynd um hverjir eru endarnir á skalanum og þaðan af síður hvað er miðjan. Ég veit hins vegar að mig langar til að gera marga mismunandi hluti í tón- list af mismunandi ástæðum. Ég kem ekki upphaflega úr rokkinu; lærði fyrst vísnatónlist hjá móður minni og síðan klassískan gítarleik og tónsmíðar í tónlistarskólum, þar sem ég fékk góðan grunn til að gera ansi margt í tónlist. Allt hitt kom seinna.“ Ástríðan fyrir tónlistinni er aug- ljós hjá Ríkharði sem segist vinna með smáatriði í gítarleik, spuna og rafhljóð í Icelandic Sound Company og að samstarfið í Fræbbblunum komi af hreinni ánægju af að spila skemmtilega rokktónlist fyrir fólk sem kann að meta hana. „Fyrir utan þetta þá loka ég mig inni í stúdíói og geri hreina raftónlist, oftast byggða á hljóðum sem ég hef tekið upp út um allt.“ Framandi tónlist á nýjum diski Engar hefðbundnar laglínur eru í verkum Ríkharðs og Gunnars og kann einhverjum að þykja tónlistin einkennileg. „Það er einfaldlega vegna þess að þetta er ekki popp eða rokk, meira að segja talsvert langt frá því og jafnvel handan við það sem flestir rokk- eða poppaðdá- endur myndu geta kallað tónlist. Við erum ekki að spila laglínur og sjaldnast reglulega rytma, heldur gengur allt út á hreint hljóð. Þaðan kemur nafnið á sveitinni, að kalla þetta „Sound Company“. Á tón- leikum okkar eru engin lög, heldur framleiðum við síbreytilegan hljóð- skúlptúr sem þróast í ýmsar áttir meðan á tónleikum stendur. Það er ekkert til að syngja með, dansa við eða dilla sér með; bara hreint hljóð í flæði. Þetta er reyndar jafnvel ennþá meira framandi fyrir klass- íska hlustendur því þeir vilja fá sínar laglínur líka, auk þess sem þessi raf- magnaði hljómur okkur er þeim mjög framandi.“ Rafmögnuð spunatónlist  Icelandic Sound Company gefur út upptökur af spunatónleikum Tvíeyki Ríkharður og Gunnar, Icelandic Sound Company. Ríkharður segir ISC hreina spunasveit. Morgunblaðið/RAX Gleði Ríkharður og Gunnar með þýska orgelleikaranum Kirsten Galm og Agli Ólafssyni barítónsöngvara fyrir tónleika sem haldnir voru í Hallgríms- kirkju í maí árið 2007. Tónleikarnir voru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.