Reykjalundur - 01.06.1950, Síða 7

Reykjalundur - 01.06.1950, Síða 7
— Vífilsstaðahæii — Húsið til vinstri við hælið er Vífilsstaðabúið, en hægramegin eru hjúkrunarkvennahús, ibúðarhús yfirlæknis og íbúðarhús deildarlæknis og aðstoðarlæknis Starfandi er á hælinu deild innan S.í B.S., „Sjálfsvörn, félag sjúklinga á Vífils- stöðum“, stofnað 14. febr. 1939. Samkvæmt upplýsingum Brynjólfs Einarssonar, ritara Sjálfsvarnar, eru helztu verkefni félagsins Joessi: Hagsmunamál sjúklinga: Félagið vinnur að ýmsurn hagsmunamálum sjúklinga inn- an hælis og utan. Meðal helztu áhugamála félagsins í Jreim efnum er friðun Vífilsstaða- lands, en Jrar er sem kunnugt er, allmikill trjágróður, sem liggur undir skemmdum af ágangi búfjár. Félagið vinnur að því að fá tekin til framkvæmdar viss atriði í trygg- ingarlöggjöfinni, svo sem um makabætur, ennfremur að fá fellt niður lífeyrissjóðs- gjald sjúklinga á hælum svo og sjúkrasam- lagsgjald, án réttindaskerðingar þegar út af hælinu kemur. Námsflokkastarfsemi: Félagið gengst fyr- ir námsflokkastarfsemi að vetrinum í sam- bandi við námsflokka Reykjavíkur, sem greiða kennslulaun. Sjúklingarnir geta fengið kennslu í þeim námsgreinum, sem J^eir óska eftir, sér að kostnaðarlausu, enda hefur þátttaka verið góð, einkum fyrri liluta vetrar. Útvarpstimar: Félagið skipar útvarpsráð fyrir hverja deild á haustin. Sjá ráðin síðan um útvarpstíma, sína vikuna hvert allan veturinn, ca. klukkustundar dagskrá hverju sinni. Er þarna flutt margvíslegt útvarps- efni, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Út- varpssaga er lesin þar fyrir utan. Leiksýningar. Leiksýningum hefur Jnis- var verið komið upp, ári’n 1941, 1946 og loks s.l. vetur, er sjúklingar léku „Orust- una á Hálogalandi“ sex sinnum. Þá hefur félagið staðið fyrir nokkrum kvöldvökum, með margvíslegum skemmtunum, og á vetri hverjum hefur það 3—4 kaffikvöld og skemmta þá ýmsir listamenn úr bænum. Á vetrum er staðið fyrir margskonar keppni í bridge, bæði meðal sjúklinga og við að- komuflokka ,en að sumrinu er iðkaður létt- ur og skemmtilegur knattleikur utanhúss, svonefnt krocket. Starfsemi fyrir S.Í.B.S. Og loks er einn 5 Revkjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.