Morgunblaðið - 21.02.2015, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2015
Söfn • Setur • Sýningar
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
Á veglausu hafi í Bogasal
Hvar, hver, hvað? í Myndasal
Húsin í bænum á Veggnum
Nála á Torginu
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga.
Listasafn Reykjanesbæjar
• Til sjávar og sveita,
Gunnlaugur Scheving
• Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga.
• 15/15 – Konur og myndlist,
úr safneigninni.
24. janúar – 8. mars
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17, helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015
A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur.
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM
Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. 31.1–22.3.2015.
Í FÓTSPOR JOHANNESAR LARSEN UM ÍSLANDS
- Fyrirlestur Vibeke Nörgaard Nielsen og Sigurlínar Sveinbjarnardóttur, á sunnudag kl. 15
Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma.
SUMARTÓNLEIKAR 2015. Tónlistarfólk! Umsóknir berist fyrir 17. febr. 2015
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
KVENNABOÐ Á KONUDAGINN kl. 14,
Hrafnhildur Schram listfr. og Rakel Pétursdóttir safnafr. fjalla um verk Ásgríms.
Opið sunnudaga kl. 14-17.
Largo – presto - Tumi Magnússon
Sýningaropnun laugard. 21. feb. kl. 15
Listamannsspjall sunnud. 22. feb. kl. 15
Neisti - Hanna Davíðsson
Tónleikar – Hljóðön
Sunnudag 22. febrúar kl. 20
Hlín Pétursdóttir Behrens, sópran,
Hrönn Þráinsdóttir, píanó og
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Hádegistónleikar
Þriðjudag 24. febrúar kl. 12:30
Viðar Gunnarsson, bassi og
Antónía Hevesi, píanó
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Síðasta sýningarhelgi,
leiðsögn sun. kl. 14.
Teikningar og skissur Helgu
Björnsson tískuhönnuðar.
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Dansararnir og danshöf-undarnir Melkorka Sig-ríður Magnúsdóttir ogKatrín Gunnarsdóttir
hófu samstarf sitt innan Hreyfi-
þróunarsamsteypunnar árið 2005. Í
byrjun árs 2013 settu þær á svið
sitt fyrsta verk sem dúó innan sam-
steypunnar, þetta var verkið Com-
ing Up, sem fjallaði um hefðbundna
uppbyggingu dansverks og leitina
að hinum fullkomna hápunkti. Þær
notuðu þannig sinn eigin raunveru-
leika sem danshöfundar sem rann-
sóknarefni. Í Plane leita þær aftur
inn á við þar sem samstarf þessara
ólíku kvenna er skoðað í nýju sam-
hengi.
Dansararnir, sem eru mjög ólíkir
að stærð og gerð, notuðu hreyfi-
formið til þess að finna jafnvægi og
aðlaga sig hvor að öðrum. Hreyfi-
orðaforðinn var mjög aðgengilegur
og verkið bar með sér sterka heild
þar sem léttleiki og leikur var í að-
alhlutverki. Hljóðheimur verksins
var myndaður af dönsurunum sjálf-
um og varð þannig mikilvægur
hluti tjáningarformsins. Sviðs-
myndin, sem virtist í fyrstu nokkuð
einföld, umbreyttist meðan á verk-
inu stóð. Allt var þetta þó mjög
áreynslulaust og tilfærslan þjónaði
alltaf ákveðnum tilgangi fyrir fram-
vindu verksins þar sem klisjur úr
hefðbundnari dansverkum voru
settar í nýtt samhengi á skondinn
hátt. Áhorfendum var boðið inn í
veröld þessara tveggja persóna þar
sem ákveðin hlýja og kærleikur réð
ríkjum. Mögulega hefði mátt vinna
hugmyndina enn lengra og skerpa
á einstaka þáttum verksins en þrátt
fyrir það var það þessi einlæga
dansgleði sem ríkti á sviðinu án
sýnilegrar áreynslu sem gerði
stykkið áhugavert og aðgengilegt
fyrir alla aldurhópa.
Kærleikur „Áhorfendum var boðið inn í veröld þessara tveggja persóna þar
sem ákveðin hlýja og kærleikur réð ríkjum,“ segir í rýni um verkið Plane.
Leikur að aðlögun andstæðna
Tjarnarbíó
Plane bbbbn
Höfundar og flytjendur: Melkorka Sig-
ríður Magnúsdóttir og Katrín Gunnars-
dóttir. Sviðsetning og hljóðmynd: Mel-
korka Sigríður Magnúsdóttir og Katrín
Gunnarsdóttir. Lýsing: Garðar Borg-
þórsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói 15.
febrúar 2015.
MARGRÉT
ÁSKELSDÓTTIR
DANS
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Við erum að vinna með gamla
hugmynd úr Stundinni okkar, lið
sem hét Bakaraofninn þar sem
Gunni var að kenna börnunum að
elda,“ segir Felix Bergsson þeir
Gunnar Helgason frumsýna í dag
klukkan 15, sýninguna Bakaraofn-
inn í Gaflaraleikhúsinu.
„Við Gunni höfum verið að vinna
saman allt frá því 1994 að við tök-
um við Stundinni okkar. Allan
þennan tíma hefur okkur dreymt
um að koma saman leikriti. Við höf-
um náttúrlega báðir verið að vinna
í leiksýningum og unnið saman en
aldrei gert þessa einu og sönnu
Gunna og Felix-leiksýningu sem nú
stendur til,“ segir hann.
Segir sýninguna vera farsa
„Yfirleitt var Felix fórnarlambið
í liðnum í Stundinni okkar og fékk
hann yfir sig hveiti, sykur og annað
eins. Við göngum lengra með þessa
hugmynd núna og hafa Gunni og
Felix ákveðið að stofna veitinga-
staðinn Bakaraofninn. Á þessum
stað, sem á að verða besti veitinga-
staður á Íslandi, á að byggja á
gömlum hefðum því Gunni hefur
eignast uppskriftir sem gengið hafa
í arf, konu fram af konu, allt frá
Auði djúpúðgu. Felix ætlar síðan að
sjá um að þjóna,“ segir Felix og
bætir við að hreinlega sé um farsa
að ræða.
„Staðurinn er hinsvegar í mikilli
niðurníðslu og það verður að
hringja í iðnaðarmann sem kemur
á svæðið og hann er jafnvel meiri
klaufi en Gunni og Felix. Eftir
hans heimsókn er allt því orðið
verra en áður var. Ævar Þór Bene-
diktsson fer með hlutverk hans en
margir ættu að þekkja hann sem
Ævar vísindamann. Halla Fjällrä-
ven, helsti matargagnrýnandi
landsins sem hefur sérstakt yndi af
því að drepa veitingastaði, er síðan
á leiðinni á staðinn. Hana leikur
Elva Ósk Ólafsdóttir. Þau eru bæði
tvö frábærir leikarar og ótrúlega
gaman að vinna með þeim,“ segir
hann.
Aldrei leiðir hvor á öðrum
Felix segir þá Gunna aldrei fá
leið hvor á öðrum þrátt fyrir að
þeir hafi unnið eins lengi saman og
raun ber vitni. Þvert á móti séu
þeir miklir vinir.
„Við erum duglegir að taka okk-
ur pásur en við erum þó í stöðugu
samstarfi þannig séð. Við skemmt-
um alveg gríðarlega mikið saman
og förum mikið um landið. Það er
bara ekki hægt að láta sér leiðast í
samneyti við þennan góða mann.
Við lendum til að mynda oft í því
að við erum á leiðinni eitthvað að
skemmta og komum hásir úr bíln-
um þar sem við erum búnir að
hlæja alla leiðina. Við eigum mjög
gott skap saman auk þess sem okk-
ur hefur alltaf gengið vel að skrifa
saman,“ segir hann. Þess má geta
að sýningin er um tveir tímar að
lengd með hléi og segir Felix hana
vera ætlaða börnum frá fimm ára
aldri.
„Hún er engu að síður ætluð allri
fjölskyldunni, foreldrar ættu að
skemmta sér vel líka. Máni Svav-
arsson, sem hefur meðal annars
unnið að Latabæ sér um tónlistina,
Einar Mikael hjálpaði til við galdra
og sviðsmyndin er algjört krafta-
verk unnið af tveimur færeyskum
sviðsmyndahönnuðum. Björk Jak-
obsdóttir sér síðan um að leik-
stýra,“ segir Felix og bætir við að
lokum að þrátt fyrir að frumsýn-
ingin sé á laugardegi þá verði eftir
það leikið á sunnudögum.
Gunni og Felix opna veit-
ingastað í Gaflaraleikhúsinu
Félagarnir frumsýna sýninguna Bakaraofninn í dag
Ljósmynd/Mummi Lú
Samvinna Tvímenningarnir hafa unnið saman í meira en tvo áratugi og
skapað margar góðar persónur. Felix kveður vinskapinn vera mikinn.
Breski tauga-
líffræðingurinn
Oliver Sacks
greindi frá því í
aðsendri grein
sem birtist í The
New York Times
í fyrradag, að
hann glímdi við
ólæknandi
krabbamein í lif-
ur. Sacks, sem hefur skrifað fjölda
vinsælla og verðlaunaðra bóka um
fjölbreytileg efni, heitir því að lifa
því lífi sem eftir er á eins gjöfulan
og skapandi hátt og honum er
unnt.
Ein þekktasta bók Sacks, Awak-
enings, var kveikjan að samnefndri
kvikmynd með leikurunum Robin
Williams og Robert De Niro.
„Fyrir mánuði fannst mér ég
vera við góða heilsu, jafnvel afar
góða. Ég er orðin 81 árs en syndi
mílu á dag. En heppnin var ekki
með mér að þessu sinni – fyrir
nokkrum vikum komst ég að því að
ég er með nokkur æxli í lifrinni,“
skrifar Sacks og bætir við að nú
horfist hann í augu við dauðann.
„Nú er það undir mér komið
hvernig ég kýs að lifa þá mánuði
sem eftir eru. Ég verð að lifa á eins
gjöfulan og skapandi hátt og mér
er unnt.“
Sacks kveðst ætla að hætta að
horfa á kvöldfréttir eða fylgjast
með þrætum um pólitík og hnatt-
ræna hlýnun.
Sacks á ólokið við nokkrar bæk-
ur, þar á meðal sjálfsævisögu, og
hyggst vinna að þeim og dýpka
sambandið við sína bestu vini uns
yfir lýkur.
Sacks hyggst njóta síðustu mánaðanna
Oliver Sacks