Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vel hefur viðrað til útivistar, að minnsta kosti á köflum að undanförnu, og hefur fólk notað tæki- færi sem gefast til útivistar af ýmsu tagi. Veðurstofan spáði í gær bjartviðri norðaustan- og austanlands í dag. Heldur átti að kólna og var spáð hita um eða rétt yfir frostmarki. Á morgun var hins vegar spáð suðvestan 8-15 m/s og að hvassast yrði við suðvesturströndina. Víða él og hiti um frostmark að deginum. Hlaupið og spásserað um borgina Morgunblaðið/Kristinn Veturinn gefur eftir en hefur ekki alveg sleppt takinu Vegagerðin hefur hætt við fyrir- hugað útboð á brú yfir Jökulsá á Fjöllum, á þjóðvegi eitt sunnan Grímsstaða. Þetta má lesa út úr nýj- asta tölublaði Framkvæmdafrétta, þar sem farið er yfir fyrirhuguð út- boð Vegagerðarinnar. Hefur útboð- inu verið frestað um óákveðinn tíma. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerð- arinnar, má rekja þessa ákvörðunar til eldsumbrotanna í og við Vatna- jökul í vetur. Verið er að skoða breyttar útfærslur á brúnni og nýja staðsetningu í ljósi umbrotanna. Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir nýrri brú um 500 metrum sunnar en nú- verandi brúarstæði. „Menn telja ekki forsvaranlegt að ráðast í framkvæmdir á þessu stigi,“ segir G. Pétur en Vegagerðin skoð- ar núna brúarstæði norðan við gömlu brúna sem gæti tekið við miklu meira flóðvatni en fyrri hug- myndir gengu út á. Sú brú átti að kosta rúman milljarð króna, en að sögn G. Péturs er ljóst að ný brú verður mun dýrari. Hann segir nýj- ar kostnaðaráætlanir ekki liggja fyrir. Núverandi brú er komin til ára sinna, byggð 1947, og nýrri brú var m.a. ætlað meira burðarþol í ljósi vaxandi vöruflutninga á milli Norður- og Austurlands. Gamla brúin átti að fá að standa fyrir hjól- andi, ríðandi og gangandi vegfar- endur. „Menn vilja taka sér góðan tíma í þetta og sjá hver þróunin verður í Vatnajökli næstu misseri, þannig að þetta mun bíða um sinn,“ segir G. Pétur Matthíasson. bjb@mbl.is Vegagerðin frestar nýrri brú yfir Jökulsá á Fjöllum vegna flóðahættu  Skoða nýtt stæði norðan við brúna  Ætlað að taka við meira flóði frá jökli Brúargerð yfir Jökulsá á Fjöllum Veglína 1 til skoðunar núna Veglína 2 var í skoðun fyrir eldgos Gul lína er núverandi vegur Heimild: Vegagerðin Veglína 1 Veglína 2 „Við þurftum að hækka hjá okkur eftir breytingar á virðisaukaskatts- kerfinu. Við sluppum hinsvegar við að hækka gosið því sykurskatturinn var felldur niður,“ segir Baldur Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Bæjarins bestu. Þjóðarréttur Íslendinga, pylsa með öllu, hækkaði um 20 krónur fyr- ir skömmu og kostar núna 400 krón- ur. Pylsa og kók kosta 600 krónur sem Baldur segir að sé frábært verð – sérstaklega fyrir starfsfólkið. „Þetta er þægilegasta verð í lang- an tíma. Starfsfólkið mitt er ánægt og það er varla til skiptimynt,“ segir hann. Baldur segir að Bæjarins bestu reyni að forðast hækkanir í lengstu lög en pylsan sé búin að hækka um 80 krónur frá 2007. Þrátt fyrir það blómstra viðskiptin og nánast stans- laus röð er við aðalpylsuvagninn við Tryggvagötu. „Við getum ekki kvartað, það fjölgar alltaf ferðamönnum sem koma til okkar og Íslendingar eru enn sólgnir í eina með öllu,“ segir Baldur. benedikt@mbl.is Pylsan hækkar en kókið ekki  Þjóðarrétturinn kostar nú 400 krónur Morgunblaðið/Þorkell Nammi Ein með öllu og kók. 14 starfsmönnum sem starfa við vinnslu og pökkun hjá Fjarðalaxi á Patreksfirði verður sagt upp störf- um frá og með næstu mánaðamótum vegna tímabundinnar óvissu um staðsetningu nýs vinnsluhús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félag- inu. Þar segir að nýtt vinnsluhús sé nauðsynlegt vegna aukinna umsvifa Fjarðalax á Vestfjörðum. „Vonast er til að hægt verði að bjóða þeim ný störf um leið og ljóst verður hvar starfsemin verður. Þess er vænst að það skýrist á næstu vikum.“ 14 sagt upp störfum Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Rúmlega 300 manns sóttu starfa- kynningu í Reykjavík í vikunni sem evrópska vinnumiðlunin EURES stóð fyrir. Fjöldi starfa í Noregi var til kynningar hjá ráðgjöfum EURES og fulltrúum norskra fyrirtækja og sveitarfélaga. „Þetta var í færra lagi miðað við síðustu kynningar en það hefur líka áhrif að hvaða störfum er verið að leita. Það var ekki eins fjölbreytt og verið hefur oft áður,“ segir Þóra Ágústsdóttir, verkefnisstjóri hjá EURES á Íslandi, en ekki hafa verið ákveðnar fleiri starfakynningar í ár. Að þessu sinni var aðallega verið að kynna störf fyrir iðnaðarmenn og heilbrigðisstarfsfólk en einnig fyrir kennara, kokka, barþjóna og fiskeld- isstarfsmenn. Að sögn Þóru er minni eftirspurn núna í Noregi eftir bíl- stjórum, smiðum og háskólamennt- uðu fólki. Blikur eru á lofti þar í landi vegna aukins atvinnuleysis, lækk- andi olíuverðs og lægra verðs norsku krónunnar. „Annars höfum við hjá EURES ekki fundið svo mikið fyrir þessu ennþá. Eftirspurnin er enn í ágætu jafnvægi, bæði frá Noregi og síðan frá fólki hér á landi sem vill fara út, hvort sem það er atvinnu- laust eða ekki. Það eru margir sem þekkja fólk sem farið er til Noregs. Þetta er orðinn mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Þóra, sem finnur einn- ig aukinn áhuga íslenskra fyrirtækja á að ráða fólk til starfa frá Evrópu. Þannig er t.d. mikil ásókn eftir kokk- um. Þóra segir Norðmennina sátta við mætinguna á starfakynninguna og fengu þeir margar áhugaverðar um- sóknir. Að þessu sinni komu fulltrú- ar norskra fyrirtækja og sveitarfé- laga víða að í Noregi, m.a. frá bænum Solund í Vestur-Noregi. Enn áhugi á Noregi  Ríflega 300 manns mættu á starfakynningu EURES Morgunblaðið/Kristinn Starfakynning Eftirspurn er enn í Noregi eftir íslensku vinnuafli. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Dásamlegur á brauðið og hentugur fyrir heimilið Engin fyrirhöfn ms.is TILBOÐ25 sneiðar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.