Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Þegar leiðinn og drunginn sækir að sálinni þá hefur löngum þótt gott ráð að hlæja hressilega til að bola þess- um tilfinningum burt. Þegar svo ber undir þá er tilvalið að skoða heima- síðu grínistans og uppistandarans Jerry Seinfeld. En uppistandarar eiga greinilega upp á pallborðið hjá Ís- lendingum um þessar mundir því uppselt hefur verið á sýningar tveggja stórstjarna sem hafa komið til landsins fyrir stuttu. Því er ekki úr vegi að kíkja á gott grín frá árinu 1989. Á heimasíðu Jerry birtast nokkrar upptökur af uppistandi grínistans, flestar frá árinu 1989 en grínið eldist vissulega vel. Þrjár upptökur birtast á hverjum degi og aðrar þrjár þann næsta. Heimasíðan er einföld og skýr í notkun og gott að rifja upp kynnin af þessum skelegga grínista sem lék sjálfan sig í samnefndum þáttum sem sýndir voru hér landi fyrir allnokkru. Á síðunni segir Jerry frá því að hann hafi sjálfur fallið fyrir uppi- standi 10 ára gamall. Á þessum aldri reyndi hann allt hvað hann gat til að komast yfir efni frá uppistöndurum og tileinka sér þá gríntækni sem þeir notuðu. Heimasíðan er tileinkuð öll- um þeim ungu krökkum sem hafa heillast af uppistandinu, jafnframt bendir hann á að þetta sé hans fram- lag til að viðhalda lífsnauðsynlegum kjánagangi. Vefsíðan www.jerryseinfeld.com Grín Svona leit grínistinn Jerry Seinfeld út fyrir a.m.k 20 árum. Gott að rifja upp gott grín Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ég hef lært að fara út fyr-ir þægindarammann enmaður getur miklu, miklumeira en maður heldur,“ segir Sigrún Inga Gunnarsdóttir sem tekur þátt í nýliðaþjálfun í Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi. Sigrún Inga var ekki á þeim buxunum að ganga í björgunarsveit í fyrstu en lét þó tilleiðast að kíkja á einn kynningarfund fyrir áeggjan kærasta síns, Haraldar Ketils Guð- jónssonar. Eftir fundinn varð ekki aftur snúið og hafa þau skötuhjú nú lokið helmingi nýliðaþjálfunarinnar og líkar dável enda félagsskapurinn ákaflega skemmtilegur. Sigrún Inga er hjúkrunarfræð- ingur að mennt og starfar á Barna- spítalanum. Hún segir að vel hafi tekist til að púsla þjálfuninni saman við vinnuna. Miklar tilfinningasveiflur í snjóhúsagerð Um síðustu helgi hélt hópurinn að Skálafelli, byggði snjóhús og gisti í því yfir nótt. „Það var einstök upp- lifun, virkilega gaman en jafnframt mjög erfitt. Við vorum rúma sjö klukkutíma að moka snjóinn því það var svo mikið frost í honum en upp- haflega var reiknað með að við yrð- um þrjá tíma að því,“ segir Sigrún Inga. Hópurinn hafði gengið í fjóra tíma til að komast á fýsilegan stað til að byggja snjóhúsið. Þegar þau höfðu bisað við að búa til snjóhúsið þá fóru ýmsar hugsanir í gegnum huga Sig- rúnar Ingu, í aðra röndina fannst henni þetta æðislegt, eða þá að það væri ekki „séns“ að gera þetta aftur. Eftir snjóhúsagerðina tók við heldur köld svefnaðstaða. „Það gekk ekkert rosalega vel að sofna og ég held að það eigi við um flesta. Það tók mig um fimm tíma, en eftir það náði ég að dotta aðeins.“ Hún bendir á að kuldinn hafi verið helsta ástæðan fyr- ir svefnleysinu og hún hafi því ekki náð að slaka almennilega á. Nýliðaþjálfunin nær yfir fjórar annir og tekur sinn tíma. Farið er aðra hverja helgi út í náttúruna þar sem leyst eru hin ýmsu verkefni, auk þess er fræðsla á hverju þriðjudags- kvöldi. Næsta verkefni sem bíður hópsins er ísklifur á Sólheimajökli. Hún segist hlakka mikið til enda sé það passlega mikið út fyrir þæg- indarammann en hún verður að sjálf- sögðu vopnuð ísexi. Hver og einn þarf að útvega sér sjálfur sinn búnað en það getur verið nokkuð kostnaðarsamt. Sigrún Inga viðurkennir að jólagjafalistinn í ár hafi verið nokkur frábrugðinn listan- um á árunum á undan þar sem ýmis- legt hafi ratað inn á hann eins og ör- yggishjálmur, ísexi og bakpoki svo fátt eitt sé nefnt. Útivist í sumar „Maður lærir að meta aðstæður í náttúrunni rétt, t.d. hvort það er möguleg snjóflóðahætta eða ekki. Þá hef ég líka áttað mig á því að það er hægt að stunda útivist allan ársins hring með réttan búnað. Ég er þegar farin að plana sumarið með göngu- ferð og ferðalög um landið í huga,“ segir Sigrún Inga að lokum, spurð hvað hún hafi lært af þjálfuninni. Fimm tíma að sofna í ísköldu snjóhúsi Hjúkrunarfræðingurinn Sigrún Inga Gunnarsdóttir var ekki sannfærð í fyrstu um að nýliðaþjálfun Hjálparsveitar skáta í Kópavogi væri fyrir sig en lét þó tilleiðast að fara á kynningarfund fyrir tilstilli kærasta síns. Hún sér ekki eftir því eitt andartak og tekst nú á við krefjandi verkefni eins og að búa til snjóhús og gista í því. Morgunblaðið/Kristinn Par í nýliðaþjálfun Sigrún Inga Gunnarsdóttir og Haraldur Ketill Guðjónsson eru mjög ánægð með þjálfunina. Morgunblaðið/Kristinn Í snjóhúsi Lítið var sofið um nóttina í snjóhúsinu sem þær voru sjö tíma að byggja en það var þó alveg þess virði prófa eitthvað nýtt. Í byrjun september á hverju ári tekur sveitin inn nýja einstaklinga í nýliðaþjálfun hjálparsveitarinnar í Kópavogi. Á því eina og hálfa ári sem þjálfunin stendur yfir öðlast nýliðarnir reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til að geta tek- ist á við verkefni sem björgunar- sveitir þurfa að leysa allan ársins hring. Nýliðarnir þurfa að hafa náð 18 ára aldri en aldursbil þátttakend- anna er býsna breitt, flestir eru þeir frá 18 til 40 ára. Ásóknin í starfið hefur verið mjög góð und- anfarið, að sögn formanns nýliða- deildarinnar. Á síðustu árum hafa að jafnaði 14 til 20 manns útskrif- ast úr þjálfuninni. Á fyrra árinu fer fram mest af þjálfun í ýmsum aðstæðum en á því seinna er ríkari áhersla lögð á að kynna starfsemi sveitarinnar sem nýliðarnir taka öflugan þátt í. Stöðug ásókn í nýliðaþjálfun HJÁLPARSVEIT SKÁTA Í KÓPAVOGI Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Engjateigi 9 – Reykjavík Miðvikudaginn 15. apríl kl. 17:00 Dagskrá fundar: Engjateigi 9 105 Reykjavík www.lifsverk.is Hefðbundin aðalfundarstörf Önnur mál, löglega upp borin Aðalfundur Kosið verður um þrjá varamenn í stjórn sjóðsins á fund- inum. Þeim sjóðfélögum sem hafa hug á að bjóða sig fram á aðalfundi er boðið að kynna sig stuttlega á vefsvæði sjóðsins og eru þeir beðnir um að hafa samband við starfsmenn sjóðsins. Í sjóðnum er virkt sjóðfélagalýðræði og hafa allir sjóð- félagar sem mæta á aðalfund jafnan atkvæðisrétt. Nú fer fram rafrænt stjórnarkjör á sjóðfélagavef sjóðsins og hafa sex frambjóðendur boðið sig fram í aðalstjórn. Rafrænu stjórnarkjöri lýkur kl. 18:00, 30. mars nk. Stjórn Lífsverks lífeyrissjóðs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.