Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 36
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Hugmyndin á bak við verkið var
sú, að þegar fimmtugsafmælið
kom í fyrra, þá var ekki til neitt
um mótin nema í gömlum skák-
tímaritum á timarit.is eða gömlum
plöggum,“ segir Helgi Ólafsson,
stórmeistari í skák, en hann er
nýbúinn að gefa út fyrra bindið af
tveimur um sögu Reykjavík-
urskákmótsins í fimmtíu ár, en þar
fer hann yfir framvinduna á fyrstu
fjórtán mótunum, sem haldin voru
annað hvert ár á árunum 1964 til
1990, en ráðgert er að seinna bind-
ið komi út á næsta ári.
„Sagan er merk og markmiðið
því fyrst og fremst að draga þetta
saman á einn stað,“ segir Helgi, en
hann segir gamlar skákir gjarnan
týnast á netinu. Hann segir marg-
ar merkilegar skákir hafa verið
tefldar á mótunum og þær skipi
auðvitað stóran sess í bókinni. „En
hitt er ekki síður merkilegt að fara
yfir þátttakendalistann á mót-
unum, því að eitt af því sem kemur
í ljós er hvað við höfum verið sam-
ferða skáksögunni í þessi fimmtíu
ár,“ segir Helgi.
Tal og Friðrik gáfu tóninn
Hann bendir á að Reykjavíkur-
mótið hafi frá upphafi verið vel
sótt af erlendum stórmeisturum.
„Við höfum fengið hingað heims-
meistara, bæði verðandi og fyrr-
verandi,“ segir Helgi. Þess má
geta að á fyrsta Reykjavík-
urmótinu 1964 var það „töframað-
urinn frá Riga“, Mikhaíl Tal, sem
kom, sá og sigraði, en hann var þá
tiltölulega nýbúinn að vera heims-
meistari frá 1960-1961, en Helgi
segir Tal hafa gefið fyrsta Reykja-
víkurmótinu mikið vægi. „Tafl-
mennska hans var stórglæsileg og
það var hver snilldin á fætur ann-
arri, sem gaf mótunum byr undir
báða vængi,“ segir Helgi.
En hvers vegna vildi þetta ein-
valalið alþjóðlegra skákmanna
koma til Reykjavíkur? „Skákin
hefur alltaf verið langt á undan
sinni samtíð hérna,“ segir Helgi,
og segir að hugsanlega megi
þakka það því forskoti sem Íslend-
ingar hafi fengið í fræðilegum bak-
grunni með bókagjöfum Daniels
Willards Fiske um aldamótin 1900.
„Íslendingar gátu því aflað sér
þekkingar sem var ekki á al-
mannafæri.“
Helgi nefnir einnig að Reykja-
víkurskákmótið 1964 sé fyrsti al-
þjóðlegi viðburðurinn sem nefndur
er eftir borginni. „Mér þykir það
mikil framsýni og eftir heims-
meistaraeinvígið 1972 verður
eyjan nokkurs konar tákn,“ segir
Helgi og nefnir að einn keppand-
inn í fyrra hafi komið hingað í
hálfgerða pílagrímsför. „Hann
vildi vitja leiðis Fischers og forseti
evrópska skáksambandsins sagði
að Reykjavík væri einn af þessum
áfangastöðum skáklistarinnar sem
allir vildu koma til, þó ekki væri
nema einu sinni.“
Þá var það einnig mikill kostur í
fyrstu Reykjavíkurmótunum að
við áttum hér okkar eigin stór-
meistara í Friðriki Ólafssyni, sem
gat haft í fullu tré við hina erlendu
meistara, og hafði alþjóðlega
reynslu sem aðra íslenska skák-
menn skorti á þeim tíma. „Friðrik
varð hin stóra viðmiðun fyrir ís-
lenska skákmenn í upphafi. Ef ein-
hver Íslendinganna náði að vinna
hann þótti það stórsigur, en það
var erfitt því hann var svo öfl-
ugur,“ segir Helgi, sem bætir við
að Friðrik hafi átt sér stóran
stuðningshóp hér á Íslandi, sem
hafi fylgt Friðriki og hvatt hann til
dáða.
Byggt á eigin reynslu
Helgi segir að í frásögninni hafi
hann byggt nokkuð á sinni eigin
reynslu af mótunum. En var erfitt
fyrir Helga að skilja á milli skák-
skýrandans og þátttakandans þeg-
ar kom að sögurituninni? „Ég hef
reyndar komið mér upp fyrir
löngu nokkuð góðu kerfi til að að-
greina þessa tvo þætti. Þetta eru
tveir aðilar sem talast ekki endi-
lega mikið við meðan á þessu
stendur,“ segir Helgi. „Hluti af því
að taka þátt í þessum mótum er að
fylgjast með því sem er að ger-
ast,“ segir Helgi, sem lýsir í bók-
inni nokkrum atvikum sem hann
sjálfur varð vitni að.
Helgi segir einn styrk mótanna
þann hversu margir hafi komið að
þeim í gegnum tíðina. Hann segir
að eftirminnilegasti skákstaðurinn
hafi verið þegar mótin voru haldin
á Hótel Loftleiðum um tíu ára
skeið, en nú sé mjög vel búið að
mótinu í Hörpunni. „Hún vekur
mikla athygli keppenda, og hefur
gengið alveg prýðilega þar,“ segir
Helgi.
Samferða skáksögunni í 50 ár
Helgi Ólafsson stórmeistari hefur tekið saman sögu Reykjavíkurskákmótsins í hálfa öld
Fyrra bindi af tveimur komið út Reykjavík mikilvægur áfangastaður fyrir alla skákmenn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavíkurmót Friðrik Ólafsson (t.v.) hefur unnið mótið þrisvar sinnum.
Morgunblaðið/Eggert
Tók saman söguna Helgi Ólafsson stórmeistari segir sögu Reykjavíkurmótsins og er fyrra bindið komið út.
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
Í bók Helga er að finna margar
skemmtilegar lýsingar á því sem
fram fór á Reykjavíkurmótunum, í
bland við greiningar á helstu skák-
um sem tefldar voru á hverju móti
fyrir sig.
Í fyrstu skákinni sem Helgi rekur
í bókinni um Reykjavíkurskákmót-
in er fjallað um fræga skák á milli
Jóns Kristinssonar og Mikhaíls
Tals, fyrrverandi heimsmeistara,
en hún var tefld í fimmtu umferð
mótsins, en Jón hafði þar hvítt. Tal
tefldi Taímanov-afbrigði af Sikil-
eyjarvörn, en gaf Jóni færi á að
fórna manni í 13. leik og virtist sem
eina leiðin úr stöðunni fyrir Tal
væri sú að stýra skákinni í jafntefli
með þrátefli, en í Morgunblaðinu
birtist 31. janúar myndaröð á bak-
síðu, með myndatextanum: „Loks
þurfti Tal að hugsa.“
Þegar Tal lýsti skákinni hins veg-
ar eftir á, sagði hann: „En það er of
langt á milli Riga og Reykjavíkur
til að gera jafntefli í 15 leikjum,“ og
fórnaði drottningunni í skiptum
fyrir sókn, en fórnin gaf Tal mun
lakari stöðu. Jón náði hins vegar
ekki að nýta sér tækifærið og
neyddist á endanum til þess að gefa
skákina. Svo fór að Tal vann allar
skákir sínar á fyrsta mótinu nema
eina, gegn Guðmundi Pálmasyni,
sem náði jafntefli við heimsmeist-
arann fyrrverandi.
Tal í kröppum dansi Baksíða Morgunblaðsins 31. janúar 1964.
Of langt milli Riga
og Reykjavíkur
Tal fórnaði drottningunni
Við prentum skýrslur - allt árið
• Kjölheftun
• Kjöllímdar
• Rafræn vefútgáfa
• Allar stærðir
• Allt að 124 síður
• Þykkari kápa
• 80 -130 gr. innsíður
Umslag annast prentanir ársskýrslna á gæðapappír og sér um allan
frágang í framhaldinu.
Stafræn prentun ársskýrslna er góður kostur og heldur kostnaði niðri
og skiptir þá engu hvort óskað sé eftir einu eintaki af ársskýrslu eða
100.
Hið sama gildir um annars konar skýrslur, t.d. afkomuskýrslur fyrir
hvern fjórðung eða hálfsárslega, eða annars konar prentefni sem
fyrirtæki eða félög þurfa að prenta og dreifa til hluthafa og/eða
viðskiptavina.
Fáðu tilboð í síma: 533 5252 eða umslag@umslag.is
Við bjóðum hraða og góða þjónustu!
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is