Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 42
VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Logi Bjarnason myndlistarmaður sýnir verk í Safnahúsinu í Borg- arnesi þessa dagana. Sýningin MORPHÉ er hans fyrsta einka- sýning og stendur til 13. apríl. Morphé er gríska og þýðir form, en listamaðurinn sækir efnistök í hugmyndir og minningar og mótar í form. Í Safnahúsinu sýnir hann ný- stárleg verk, leikur sér að hlut- bundnu og óhlutbundnu þar sem mörkin eru óljós. Tvívídd, þrívídd, málverkum eða skúlptúr er bland- að saman í miðlun listarinnar. Hræðsla að koma í þorpið sitt ,,Það er eflaust mesta hræðsla hvers myndlistarmanns að koma heim í þorpið sitt og sýna það sem maður hefur verið að gera, en svo sá ég að þetta væri kannski góð leið til að stíga inn í óttann og koma mínum hugðarefnum á framfæri,“ segir Logi. Hann er nefnilega borinn og barnfæddur Borgnesingur, en flutti héðan um tvítugt. Hann lauk málaranámi í iðn- skólanum og stúdentsprófi og ætl- unin var að fara síðan í arkitektúr. ,,Ég var alinn upp við að gera eitt- hvað praktískt,“ segir Logi ,,og þegar að því kom var praktískara að fara í verkfræði, en mér fannst það þurrt og leiðinlegt nám og eft- ir tvö ár fann ég út að enn prakt- ískara var að gera það sem mig virkilega langaði til, en ekki það sem aðrir voru að segja mér að gera, svo ég hætti og fór í list- nám.“ Mikill hugarflugsmaður Logi hóf nám í Myndlistarskól- anum í Reykjavík, lauk B.A. prófi frá Listaháskóla Íslands og M.A. prófi frá Städelschule í Frankfurt Þýskalandi. ,,Ég áttaði mig á því að ég vildi helga mig myndlistinni, þetta gefur mér frelsi til að tjá mig og láta sköpunargáfuna njóta sín. Ég er mikill hugarflugsmaður, vil fanga hugmyndir og koma þeim í form í einhverjum miðli“. Til að dýpka vitundina hefur listamaðurinn ennfremur numið heimspeki í eitt ár við Háskóla Ís- lands. Heimspekileg nálgun ,,Í skólanum í Frankfurt er ein- mitt heimspekileg nálgun og það var mikill heiður að komast þar inn. Ég var þrjú ár í skólanum en alls fimm ár í Frankfurt og vann eftir að námi lauk við gallerí, við að mála og setja upp sýningar auk þess að vera með stúdíó. Konan mín, Margrét Erla Gunnarsdóttir, var í námi þarna á sama tíma í borgarskipulagi en hún er verk- fræðingur og má segja að það hafi verið býsna praktískt hjá mér að næla í hana, svo ég gæti sinnt liststörfum að vild“. Fyrir um ári síðan fluttu þau til baka, enda var dóttir Loga sem er búsett hérlendis orðin langeyg eftir pabba sínum. ,,Hún var sí- fellt að minna mig á að ég hefði bara ætlað að vera tvö ár í burtu, og ég fann að það var tímabært að flytja heim“. Logi hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og er- lendis. Að svo stöddu á hann verk á sýningunni „NÝMÁLAÐ 1“ í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi. Logi hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína, t.d styrk úr sjóði Guðmundu Andr- ésdóttur, listamannalaun 2015 og hefur nýverið verið með vinnu- stofur bæði í París og Berlín. Hlaupaleiðir að skúlptúr Á sýningunni hér fléttar Logi saman hugarefnum sínum sem eru hlaup og myndlist. Hann hleypur ákveðnar leiðir aftur og aftur, fangar þær með ,,gps tracker“ tekur síðan leiðirnar og kemur þeim í listform. Hlaupaleiðin er Borgarnes sem myndar skúlptúr- inn. Ennfremur hefur hann fang- að hlaupafatnað sinn í stein- steypu. ,,Í mínum huga eru íþróttir list- grein alveg eins og myndlist og hér gat ég fléttað saman hlaupum og list. Viðtökurnar eru góðar og viðbrögðin hafa verið jákvæð, en myndlist er uppeldi“ segir Logi ,,Fólk þarf að fatta að myndlist er ekki bara Kjarval. Þetta snýst ekki um að mála heldur að fanga hugmyndir í einhvern miðil. Ég spái því að eftir einhver ár verði myndlæsi fólks orðið almennara. Það er líka góð speki að sönn auð- æfi felast í því sem peningar geta ekki keypt“. Tók listina fram yfir verkfræði  Logi Bjarnason myndlistarmaður sýnir í heimabænum, Borgarnesi  Á sýningunni fléttar Logi saman hugðarefnum sínum sem eru hlaup og myndlist  Hefur hlotið ýmsar viðurkenningar Morgunblaðið/Guðrún Vala Listaverk ,,Konurnar eru hrifnastar af þessu, hér má sjá nærbuxurnar mínar,“ segir listamaðurinn. Hlaupleiðir Logi Bjarnson og hlaupaleiðir hans um Borgarnesið. 42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Aukablað alla þriðjudaga Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Við seljum frægu buxurnar – frábært úrval Páll Magnússon ræðir við áhrifafólk, valdafólk og „venjulegt fólk” um pólitík og þjóðfélagsmál. ÞJÓÐBRAUT við miðlum af reynslu www.hringbraut.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.