Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 48
48 FRÉTTIRKappakstur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
www.gilbert.is
OKKAR MISSIR ALDREI
EINBEITINGUNA
ÚRSMÍÐAMEISTARI
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Af úrslitum fyrsta móts ársins í form-
úlu-1 kappakstrinum mætti ætla að
Mercedesliðið muni áfram drottna á
þeim 19 kappakstursbrautum heims-
ins sem ökumenn leiða saman hesta
sína á. Lewis Hamilton og Nico Ros-
berg færðu liði sínu tvöfaldan sigur í
Melbourne 15. mars en alls er óvíst
að þeim verði jafn auðveldur leik-
urinn í næstu mótum. Mun raunsann-
ari mynd af stöðu einstakra liða og
ökumanna mun fást strax í næsta
móti, sem fram fer í Sepang í Malasíu
um helgina.
Ný vertíð, sú 66. í röðinni, hófst
með nýjum bílum og breyttum
reglum. Ár eftir ár hefur Al-
þjóðaakstursíþróttasambandið (FIA)
hert á tæknireglum með þeim afleið-
ingum að hönnuðir liðanna hafa sótt
út á ystu nöf til að ná sem mestum
krafti úr bílunum og allri þeirri skil-
virkni sem fræðilega er unnt að ná.
Liður í því hefur verið að slípa burtu
veikleika úr bílum síðasta árs. Fyrir
vikið verða kappakstursbílarnir betri
og betri með ári hverju. Skilvirkni
aukin með því að spila á straumfræði
þeirra; loftflæði undir og yfir bílinn,
með hliðum hans, um vængi og vind-
skeiðar.
Stærsta breytingin í bílhönnuninni
frá 2014 er að nefhönnunin hefur ver-
ið skorin upp. Eru trjónur lægri í ár
og mjókka jafnt og þétt fram á nef-
broddinn. Leiðir það til minni loft-
mótstöðu sem býður upp á að prófa
sig áfram með vélarstillingar til að
gera aflrásirnar enn skilvirkari.
Í fyrra sætti veiklulegt og kraft-
laust vélarhljóð bílanna mikilli gagn-
rýni. Breytingar til hins betra hafa
átt sér stað við þróun 2015-bílanna og
þykja hljóðin frá þeim mun hraust-
legri en í fyrra. Hefur mótorsmiðjum
tekist að auka afl þeirra líka, ekki síst
Mercedes og Ferrari, þrátt fyrir að
styrkja yrði vélarnar svo hvert ein-
tak endist lengur en í fyrra. Hefur
ökumaður einungis úr fjórum vélum
að spila í ár í stað fimm í fyrra.
Renault virðist hafa setið eftir í
vélsmíðinni við litlar vinsældir Red
Bull liðsins sem segist hafa úr allt að
100 hestöflum minni krafti að spila
en til dæmis bílar Mercedes Benz.
Kenna báðir hinum um.
Renault segist hafa stytt sér leið í
mótorsmíðinni í vetur fyrir áeggjan
Red Bull sem heimtað hafi að gengið
yrði eins langt og unnt væri til að
auka afl vélanna. Því segist Renault
hafa hlaupið yfir venjuleg ferli í vél-
arþróuninni til að þóknast Red Bull.
Ekki hafi unnist tími til að ráða bót á
vandamálum, sem upp hafi komið,
fyrir fyrstu mót. „Við kunnum okkar
fag og höfum smíðað kappakst-
ursvélar í 36 ár og munum því ráða
bót á þessu,“ sagði yfirmaður véla-
deildar Renault í síðustu viku.
Nýr vélasmiður er mættur til leiks
í ár, Honda, sem leggur til aflrásir
keppnisbíla McLaren. Þeir voru ekki
sérlega beysnir í Melbourne en það
getur átt eftir að breytast mjög því
vélarafl þeirra var stórlega skrúfað
niður í Ástralíu.
Rauði liturinn og Räikkönen
Ferrariliðið hefur gengið í gegn-
um miklar breytingar frá í fyrra og
virðist vera að komast til fyrri heilsu
eftir slakan árangur 2014. Nýi stjór-
inn Maurizio Arrivabene hefur
breytt nær öllu nema rauða litnum á
bílunum og Kimi Räikkönen. Það
virðist vera að skila sér því Ferr-
arifákurinn er hraðskreiðari og
snarpari en í fyrra. Yfirbyggingin er
knappari og aðskornari en í fyrra,
einkum við vélarhús og afturenda.
Loftaflið er sagt meira og gamla nef-
ið, sem minnti á ryksugubursta, er
horfið og lengra og línulegra komið í
staðinn. Ferrarifákurinn er þó ekki
jafn öflugur og bíll Mercedesliðsins
og mætti því ætla að hlutskipti Ferr-
ari verði að slást um titilinn „næst-
besta liðið“ við Williams og Red Bull
í ár. Stóra breytingin hjá Ferrari er
að þar er Sebastian Vettel nú í skip-
rúmi eftir margra ára keppni fyrir
Red Bull.
Við fyrstu sýn virðist sem Merce-
desbílarnir hafi tekið einna minnst-
um breytingum milli ára. Þar á bæ
hefur þó mikil vinna verið lögð í að
bæta íhluti sem ekki sjást. Trjónan
er mjórri og lengri og pakkað hefur
verið þéttar og þrengra um aftur-
hluta bílsins en í fyrra.
Herfræði
Ekki var um flókna eða útsjón-
arsama herfræði að ræða af hálfu
keppnisliðanna í Melbourne. Aðeins
eitt stopp hjá flestum til að skipta um
dekk. Við öðru verður að búast strax
í næsta móti og þeim sem framundan
eru. Sepang-brautin bókstaflega
hámar bíldekkin í sig á hrjúfu mal-
bikinu í löngum og hröðum beygjum.
Lágmark tvö dekkjastopp blasa við
og jafnvel fleiri.
Dekkjaframleiðandinn Pirelli hef-
ur brugðist við aukinni getu keppn-
isbílanna með því að endurhanna
dekkin. Fyrir vikið er heildar „pakk-
inn“ – dekk og bíll – mun fljótari í
förum en í fyrra.
Útlit fyrir drottnun Mercedes
Bílarnir eru straumlínulagaðri og vélarhljóðið er hærra og hraustlegra en á síðasta tímabili
Ný dekkjahönnun Pirellidekkin eru betri og hraðskreiðari í ár en áður.
Ný hönnun Trjónurnar hafa lækkað og mjókkað á bílunum, svo sem hjá Sauber. Framvængir liða eru engir eins.
Eflaust er mörgum enn í góðu minni
næstum því blóðugt stríð milli liðs-
félaganna hjá Mercedes um heims-
meistaratitil ökumanna í fyrra.
Háðu þeir taugastríð innan vallar
sem utan og harðvítug átök allt fram
í lokamót ársins. Á endanum stóð
Lewis Hamilton uppi sem meistari.
Ökumenn formúlunnar hafa meira
sjálfstraust en margur og því segir
Nico Rosberg að röðin sé komin að
sér í ár. Hamilton verður eflaust
stærsta hindrunin í vegi hans og
spurningin er hvort hann ráði við
hann.
Styrkur Rosberg var í tímatök-
unum í fyrra en hann verður að sýna
að hann geti líka lagt hann í lengri
akstri en einum hring. Ætli hann sér
titilinn er eins gott að hann verði
kominn með undirtökin og það
traust áður en ágústmánuður renn-
ur upp. Þá mun honum fæðast frum-
burður sem hugurinn verður líklega
fremur við. Svefnlitlar nætur í við-
urvist hvítvoðungs gætu komið nið-
ur á honum á seinni hluta vertíð-
arinnar og gagnast Hamilton.
Þegar þessar línur eru skrifaðar
hefur Lewis Hamilton ekki enn
framlengt ráðningarsamning sinn
við Mercedes. Og það þrátt fyrir að
bæði hann og forsvarsmenn liðsins
hafi ítrekað sagt í fyrrasumar og
haust að samningar væru svo gott
sem frágengnir. Þess vegna vakti
það athygli í vikunni að Mercedes-
maðurinn skyldi kaupa sér splunku-
nýjan Ferraribíl sem smíðaður er í
takmörkuðu upplagi og kostar 1,5
milljónir dollara, um 200 milljónir ís-
lenskra króna. Virðist hann fremur
kjósa þann bíl á götum úti en sport-
bíl frá Mercedes. LaFerrari heitir
bíll sá, er með 350 km/klst hámarks-
hraða og kemst úr kyrrstöðu upp í
200 á sjö sekúndum. „Fyrir okkur er
þetta ekkert vandamál,“ sagði
Mercedesstjórinn Toto Wolff er
kaupin urðu opinber. Hvort reyndin
verður önnur verður tíminn bara að
leiða í ljós.
Sjálfstraust Nico Rosberg hjá Mercedes stefnir að því að vinna heimsmeist-
aratitil ökumanna en þarf þá að sigra liðsfélaga sinn, Lewis Hamilton.
Annað blóðugt
stríð hjá Mercedes