Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 66

Morgunblaðið - 26.03.2015, Page 66
SJÁVARÚTVEGUR66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 fyrirtækja sem vinna að ýmsum verkefnum tengdum hafinu,“ segir Bjarki Vigfússon. „Smám saman hefur starfsemin í húsinu stækkað og breitt úr sér um efri hæð hússins, í byrjun árs 2014 voru hér 35-40 fyr- irtæki og í næstu viku opnum við formlega þriðja áfangann, með plássum fyrir um 50 fyrirtæki sam- tals og veitingastað sem Þórir Bergsson mun reka.“ Nýtur verkefnið m.a. stuðnings Faxaflóahafna sem hafa skaffað gott húsnæðið sem Sjávarklasinn leigir af þeim og leigir svo áfram til fyr- irtækja og frumkvöðla. Eftirtektarverður árangur Bjarki er hagfræðingur hjá Ís- lenska sjávarklasanum. Hann segir starfsemina hafa leyst mikla krafta úr læðingi og mörg fyrirtækin sem hafa fengið þar inni, bæði eldri fyr- irtæki og sprotar, hafa sótt í sig veðrið á þessum skamma tíma og stækkað hratt. „Norðursalt var hér í frum- kvöðlasetrinu hjá okkur á sínum tíma en er núna flutt í eigið húsnæði hérna á Grandanum með alla sína pökkun og stjórnun undir einu þaki, og stýra þaðan útflutningi um allan heim,“ segir Bjarki. „Herberia er annað dæmi um sprota sem er kom- inn vel af stað. Fyrirtækið þróar lausasölulyf sem meðal annars nýta eiginleika sjávarfangs og fluttu hing- að inn strax eftir að hafa tekið þátt í Startup Reykjavík verkefninu. Að- standendur Herberia eru núna búnir að ljúka frumfjármögnun og halda áfram með þetta áhugaverða verk- efni.“ Bjarki nefnir líka Thorice sem dæmi, fyrirtæki sem var um tíu ára gamalt þegar það flutti yfir í Hús sjávarklasans. „Síðan þá hefur Tho- rice tekið stórt stökk og er í miklum ham við að þróa og selja kælitækni fyrir sjávarútveg, kjúklingavinnslu og annan matvælaiðnað.“ Kröftug samlegðaráhrif Það er eins og galdrar hafi verið leystir úr læðingi þegar svona mörg fyrirtæki komu saman undir einu þaki og segir Bjarki að hugmyndin hafi einmitt verið að skapa þessi já- kvæðu samlegðaráhrif. „Það mátti heyra efasemdaraddir um verkefnið í byrjun, geri ég ráð fyrir, en svo kom rækilega í ljós að þetta er hægt, og að þessi umgjörð virkar. Hér hafa fyrirtækin bæði góða aðstöðu en líka möguleika á að starfa saman og nýta Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að kom mörgum á óvart að sjá hvað starfsemin blómstraði hjá Sjávarklas- anum við Grandagarð. Hug- myndin að verkefninu kviknaði árið 2011 og húsnæðið var opnað árið 2012 í vöruhúsi við Reykjavíkurhöfn sem lengi hafði staðið ónotað. „Á fyrstu stigum voru hér á bilinu 12-15 fyrirtæki, mörg þeirra tækni- fyrirtæki á sviði sjávarútvegs, og frumkvöðlasetur með hópi sprota- sameiginlegt tengslanet til góðra verka. Íslenski sjávarklasinn er líka stærri en þessi 50 fyrirtæki sem eru hér í húsinu, í okkar neti eru minnst 100 íslensk fyrirtæki sem vinna með okkur, og fjöldi erlendra aðila líka. Svo koma auðvitað fjárfestar að þessu í auknum mæli sem vilja kynn- ast sprotunum og við leggjum okkur fram um að tengja þessa aðila.“ Segja má að starfsemi margra fyr- irtækjanna í húsinu sé næsta skrefið í þróun sjávarútvegsins. „Ég útskýri þetta stundum þannig að áður fyrr hafi greinin gengið út á það að bjarga verðmætunum: að veiða sem mest og finna síðan leiðir til að bjarga þeim verðmætum, salta fisk- inn og þurrka, svo hann kæmist á er- lenda markaði. Síðan breyttist áherslan, greinin fór að snúast um að það að skapa verðmæti úr hráefninu, nýta fiskinn sem best og nota tæknina til að stjórna vinnslunni og koma vörum í hæsta gæðaflokki í hendur neytenda,“ útskýrir Bjarki. „Nú snýst þróunin um að nýta hrá- efnið enn betur, og t.d. þá hluta fisksins sem hafa lent í sjónum eða ruslatunnunni, s.s. með líftækni- afurðum sem munu að lokum skila mjög miklum virðisauka. Eðli máls- ins samkvæmt verður ekki allur okk- ar sjávarútvegur byggður á slíkri starfsemi en mjög líklegt er að í framtíðinni verði starfandi hér á landi nokkur mjög öflug fyrirtæki af þessum toga sem munu skapa gríð- arleg verðmæti úr hráefni sem áður var talið rusl.“ Í tilefni af stækkun Húss sjáv- arklasans verður efnt til „Ný- sköpunarmessu“ í húsinu á mið- vikudag milli kl. 15 og 17. „Við höfum beðið öll fyrirtækin í húsinu að opna dyr sínar og sýna gestum hvað þau eru að fást við. Einnig höfum við boðið öðrum fyrirtækjum í sjáv- arklasanum að koma og vera með, sýna tækni sína og vörur. Hingað geta gestir komið og séð starfið með eigin augum og kannski fengið að smakka ljúf- feng matvæli eða prufa snyrti- vörur og fæðubótarefni sem hafa verið þróuð í húsinu,“ seg- ir Bjarki. Þessu tengt nefnir Bjarki að vonir standi til að opna matarmarkað á jarðhæð hússins á næsta ári. „Það verkefni er ekki komið langt á veg en hugmyndin er að hafa þar aðstöðu með sölu- básum og „götumat“, ekki ósvipað og þekkist á vinsælum mörkuðum erlendis eins og Torvehallerne í Kaupmanna- höfn og Mathallen í Ósló. Þar myndu gestir geta kynnt sér og keypt það flottasta og besta sem íslensk matarmenning og íslenskur sjávarútvegur bjóða upp á.“ Sér fyrir sér markað í anda Torvehallerne Staður þar sem hlutirnir gerast  Blómleg starfsemi hefur verið hjá Sjávar- klasanum undanfarin ár  Æ fleiri fyrirtæki fá inni á Grandagarði og þriðja og síðasta stækkun verður form- lega vígð á miðviku- dag  Hugmyndir eru uppi um að mat- armarkaður verði opnaður á jarðhæð hússins Morgunblaðið/Styrmir Kári Samvinna „Hér hafa fyrirtækin bæði góða aðstöðu en líka mögu- leika á að starfa saman og nýta sameiginlegt tengslanet til góðra verka,“segir Bjarki Vigfússon. Morgunblaðið/Ómar Orka Húsakynnin skapa góða umgjörð utan um metnaðarfullt starf. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.698 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.122 Meira en bara blandari!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.