Morgunblaðið - 26.03.2015, Qupperneq 86
86 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
Við stækkum á hverju ári og höfum stækkað ört eftir hrun,“ seg-ir Svanur Hafsteinsson, eigandi Grillvagnsins. „Við erumkomnir með sjö grillbíla, en það hefur aukist í giftingum, ætt-
armótum og fermingum hjá okkur. Við mætum með bílinn á svæðið
og afgreiðum fyrir innan yfir vetrartímann. Við erum með þrjá fasta
starfsmenn en þegar mest lætur um helgar erum við 12-15 manns.
Það er langmest að gera hjá okkur á föstudögum og laugardögum,
það vilja allir vera á sama tíma. Á sumrin er meira að gera í miðri viku
en það fer eftir sólardögum. En svo get ég nefnt þér dæmi að í fyrra-
sumar rigndi mjög mikið en þá fer fólk minna í ferðalög og heldur sig
meira heima og því var ekkert minna að gera hjá okkur.
Eiginkona mín er Hildur Ruth Harðardóttir, hún var flugfreyja en
er hætt að vinna við það og er með annan fótinn í fyrirtækinu. Ég á
fjögur börn og þau heita Herdís Guðrún, Hörður Freyr, Hafsteinn
Máni og Harpa Árný.
Ég verð að vinna í tilefni dagsins en konan ætlar að dekra við mig á
morgun, skilst mér alla vega, það er svo mikið að gera í dag. Svo verð-
ur haldið upp á afmælið 11. næsta mánaðar og býð ég bestu vinum og
ættingjum í veislu.“
Svanur kemst helst í frí á veturna. „Þá reynum við að koma okkur
til útlanda. Konan þarf helst að draga mig út svo ég hlaupi ekki alltaf í
vinnuna. Svo lokum við alltaf um verslunarmannahelgina og það eru
einu sjö dagarnir á sumrin sem maður fær örugglega frí.“
Svanur Hafsteinsson er 50 ára í dag
Morgunblaðið/Golli
Við grillið Svanur stofnaði Grillvagninn ásamt föður sínum 1990.
Stækka á hverju ári
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Fljótsdalshérað Hilmar Óli fæddist á Akureyri 13. apríl 2014 kl. 13.43. Hann vó
3.602 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Birkir Óli Kjartansson og Karen
Eva Axelsdóttir.
Nýr borgari
I
ngifinna fæddist á Hallbjarn-
arstöðum í Skriðdal 26.3.
1945 en fjölskyldan flutti í
Hauga í sömu sveit þegar
hún var mánaðargömul:
„Þar ólst ég upp í torfbæ þar til ég
var sjö ára. Þá fluttum við í húsið sem
pabbi byggði á Haugum.
Barnaskólinn var farskóli, oftast á
heimili mínu. Síðan tók við Alþýðu-
skólinn á Eiðum 1960-63 og Hús-
mæðraskólinn á Hallormsstað 1963-
64. Fyrir aldamótin tók ég nokkra
áfanga í ensku og þýsku í fjarnámi
við ME.
Á skólaárunum var ég við síld-
arsöltun á sumrin og eitt vor í skóg-
ræktinni á Hallormsstað en annars
við bústörfin á Haugum.“
Eftir námið á Hallormsstað tók við
búskapurinn á Hvanná en þar hafði
Arnór, eiginmaður Ingifinnu, tekið
við búi sem var sauðfjárbú. Þau
komu fljótlega upp nokkuð stóru búi
en síðar fór Arnór að vinna á vörubíl í
vegagerð og var verkstjóri, einkum á
sumrin. Þá hafði Ingifinna í nógu að
snúast við heyskap og önnur bústörf
en börnin hjálpuðu til eftir megni.
Árið 1986 var Arnór kosinn í sveit-
arstjórn og varð oddviti en á þeim ár-
um var mikil uppbygging í sveitinni
og því oft mikill erill á heimilinu:
„Þetta var lærdómsríkur tími. Ég
lærði á tölvu og reyndi að hjálpa til
við bókhaldið. Arnór var svo áfram í
sveitarstjórn þegar sveitirnar voru
sameinaðar, síðast í Fljótsdals-
hérað.“
Ingifinna er náttúrubarn: „Ég hef
gaman af að smala og jeppaferðir á
Ingifinna Jónsdóttir, húsfreyja og bóndi á Hvanná – 70 ára
Á hreindýraslóðum Ingifinna og Arnór á veitingastaðnum í Skjöldólfsstaðaskóla í́ tilefni afmælisins um helgina.
Úr torfbæ í tölvuöld
Traktorar á Haugum Þessir tveir sýna þróun í búvélatækni á sl. 60 árum.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir