Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 88
88 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú bregst kröftuglega við umhverf-
inu um þessar mundir. Passaðu bara upp á
staðreyndirnar og hafðu hemil á egóinu.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er í mörg horn að líta og þér
finnst þú stundum ekki komast yfir allt
saman. En ef maður teygar lífið í botn má
allt eins búast við því að maður sulli niður á
sig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert með hugann við allt of
margt og þarft að geta verið í næði til að
koma jafnvægi á hlutina. Að setja saman
sögur og ljóð er góð dægrastytting.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Himintunglin fylgjast með þér á ferð
og flugi. Kannski kaupir þú eitthvað nýstár-
legt, tæknilegt eða nútímalegt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þeir möguleikar sem þú stendur nú
frammi fyrir virðast óvenju fjölbreyttir.
Hugsaðu þig því vel um áður en þú deilir
um þau við vin þinn og vertu viðbúinn að
missa hann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fyrir löngu settir þú þér viðmið og
þú gerir það aftur í dag. Reyndu að gæta
þess að láta ekki útgjöldin vera fram úr hófi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er hætt við því að hugmynd þín
um breytingar á heimilinu reynist kostn-
aðarsöm. En þegar fjölskyldan er í sífellu að
rífast gengur þetta ekki lengur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ef þú leyfir egóinu að ráða
ferðinni gæti það orðið þér að falli. Næsta
áætlun, takk! Um leið og þú færð verkefni
sem vekur hjá þér áhuga fyllistu orku.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Breytingar breytinganna vegna
hafa ekkert upp á sig – eru aðeins flótti frá
raunveruleikanum. Stöðvaðu hugsanir sem
valda þér samviskubiti eða minnimáttar-
kennd.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er ástæðulaust að hafa horn
í síðu annarra fyrir það eitt að þeir eru ekki
alltaf sammála þér. Gerðu þér samt ekki of
miklar vonir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ástvinir munu vilja hjálpa þér og
leysa öll þín vandamál – í flestum tilfellum á
rangan hátt. Ef þú reynir að breyta þessu
mun ýmislegt koma þér á óvart.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér finnst allt vera mögulegt í dag
og því er svolítil hætta á því að þú missir
tengslin við raunveruleikann. Láttu funda-
höld ekki taka of mikinn tíma frá þér.
Þetta byrjaði allt á sunnudaginnþegar Friðrik Steingrímsson
skrifaði í Leirinn:
Reynir var efins og rengdi sig
og Rúna af ástríðu flengdi sig.
En Júdas var klaufi
í jarðnesku gaufi,
hann gekk bar’út og hengdi sig.
Hallmundur Kristinsson var í
þeim svifum á Boðnarmiði:
Síðan var Laufey líka
ljómandi hugguleg píka.
Hún fékk stundum greitt
fyrir það eitt.
Fegurðin gerði hana ríka.
Og áfram hélt hann:
Svo þegar Hildur frá Heiði
helst vildi sofa hjá Eiði
og viðraði það,
vitið þið hvað?
Hann virtist á öndverðum meiði!
„Flott limra Hallmundur“ sagði
Sindri Heimisson, „Stóðst ekki mát-
ið að prjóna við stefið“:
Svo virðist sem Hildi frá Heiði
hrjái nú talsverður leiði.
Því ekkert hún fékk
og enn síður gekk
sú ætlan að sofa hjá Eiði.
Karlinn á Laugaveginum hafði
sína sögu að segja:
Að hugsa sér hamingju mína!
Hún hringdi og lét í það skína.
Ég ók upp í Kjós
og fór út í fjós
og úr flórnum þar horfði á mig, – Stína.
Og enn kvað hann:
Það var bankað, – ég las milli lína. –
hvort langaði í nærveru mína.
Ég ekki’ í það spáði.
Fór út samt og gáði:
Já, auðvitað var það hún Stína
Kerlingin á Skólavörðuholtinu
dæsti og sagði:
Hér ligg ég á dasaðri dýnu,
döpur með niðurgangspínu,
við kulnaðan arin
og Karlinn er farinn
að eltast við einhverja Stínu.
Skírnir Garðarsson var með hug-
ann uppi í Kjós :
Með flórsköfu fipast ei Dóra,
við fjósverkin mun ekki slóra,
sá kvensami piltur,
sem hvergi er stilltur,
en kveðst á við Írafells-Móra.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Júdasi, karli og kerl-
ingu og ýmsum kvinnum
Í klípu
„GOTT. NÚ SLÆRÐU INN LYKILORÐIÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG HRINGDI ÁÐAN, EN KONAN ÞÍN SAGÐI
AÐ ÞÚ VÆRIR EKKI NÓGU GÁFAÐUR TIL AÐ
LESA ÞESSAR BÆKUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að feta þá braut sem
þið ákváðuð saman.
KLÓR,
KLÓR,
KLÓR
KLÓR,
KLÓR,
KLÓR
KLÓR,
KLÓR,
KLÓR
HÆTTU AÐ KLÓRA
SÓFANN, GRETTIR!
ÉG ÁTTI EKKI VIÐ AÐ ÞÚ
ÆTTIR AÐ BYRJA AFTUR
Á SÓFANUM!
HÆTTU AÐ KLÓRA
GLUGGATJÖLDIN,
GRETTIR!
ÉG VAR AÐ ÁTTA
MIG Á ÞVÍ... ... AÐ ÉG ER MJÖG
LOFTHRÆDDUR.
Það heitir víst að bera í bakka-fullan lækinn að tala um ástand
gatna á höfuðborgarsvæðinu þessa
dagana, þar sem holur og á sumum
stöðum skurðir í malbikinu valda
ökumönnum ýmsum búsifjum. Til að
mynda náði ein holan að fara illa
með miðstöð Víkverja hægra megin,
þannig að þeir sem hætta sér með
honum í bílferð þurfa að þola kaldan
blástur alla leiðina.
x x x
Víkverji kýs reyndar að taka þannpól í hæðina að líta jákvæðum
augum á þetta skelfingarástand, því
að Víkverji er orðinn nokkuð góður í
ökuleikni að eigin mati og sveigir
framhjá verstu sökudólgunum áður
en bíllinn lendir í holunum líkt og
hann væri heimsmeistari í stórsvigi
án atrennu. Þessir pollýönnutaktar
Víkverja breyta því þó ekki að hann
er orðinn nokkuð langeygður eftir
því að geta keyrt í og úr vinnu án
þess að hafa áhyggjur af ónýtum
dekkjum, eða því að bíllinn hoppi og
skoppi og fari hreinlega í sundur áð-
ur en hann kemst á áfangastað.
x x x
Raunar virðist sem að á einum staðá akstursleið Víkverja hafi verið
farið út í einhvers konar „reddingu“,
þar sem búið var að fylla í stærstu
holurnar. Fyllingarnar voru þó ekki
betri en svo, að í staðinn fyrir holur
voru komnar einhvers konar mal-
biksþúfur og varð árangurinn því sá
sami, að bíll Víkverja hoppaði og
skoppaði líkt og fyrr, nema bara í öf-
ugri röð.
x x x
Víkverji fylltist engri sérstakrigleði þegar fyrirliði Liverpool til
margra ára, Steven Gerrard, ákvað
að stoppa við í um 40 sekúndur í leik
Bítlaliðsins við lið Víkverja í enska
boltanum. Raunar fann hann eigin-
lega bara til með honum. Síðasti
leikurinn gegn erkifjendunum í
Manchester United, og ekki bara
fær fyrirliðinn ekki að byrja leikinn,
heldur endar hann á því að gera nán-
ast út um vonir síns eigin liðs með
fáránlegri hegðun sem verðskuldaði
beint rautt. Þau hafa eflaust oft ver-
ið léttari sporin af vellinum en þann
daginn. víkverji@mbl.is
Víkverji
Þetta er mitt boðorð, að þér elskið
hvert annað eins og ég hef elskað yður.
(Jóhannesarguðspjall 15:12)
Hvern ætlar þú að gleðja í dag?