Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 94
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 áfram telja. Halldór segir Dixon hafa samið lög fyrir Muddy Wa- ters, blússtandarda sem allir hljóti að kannast við. Ein áhrifamesta kona blússins Bob Margolin er margverðlaun- aður tónlistarmaður og áhrifamik- ill í Chicaco-blúsnum síðustu ára- tugi. Hann lék í hljómsveit Muddy Waters á árunum 1973-80 og Bob Stroger er goðsögn í blúsnum, að sögn Halldórs, orðinn 84 ára. „Hann er bassaleikari blússins, margverðlaunaður og best dress- aði blúsmaður heims,“ segir Hall- dór um hinn smekklega Stroger. Þriðji aðalgesturinn er svo Deb- bie Davies. „Hún er mjög áhuga- verð og hefur verið kosin blúsmað- ur ársins í Bandaríkjunum,“ segir Halldór. Davies sé frábær gít- arleikari og söngkona, ein áhrifa- mesta kona blústónlistarinnar undanfarna áratugi og margverð- launuð. „Debbie Davies er merki- leg að því leyti að hún var ákveð- inn frumherji, var t.d. að spila með Albert Collins sem var mjög frægur og góður blúsari. Hún var lengi í bandinu hjá honum,“ segir Halldór. Davies hafi einnig leikið með John Mayall og eftir að Ste- vie Ray Vaughan lést hafi hljóm- sveitin hans, Double Trouble, gert plötu með henni sem gítarleikara. Það segi sitt um gæði Davies. Gefandi menn Halldór hefur fengið margar blúshetjur til landsins á hátíðina frá því stofnað var til hennar og leikið með þeim. Spurður að því hvort hann hafi aldrei fundið fyrir stressi að leika með þessum hetjum segir hann svo ekki vera. Það hafi þó komið fyrir að hann fyndi fyrir kvíða. „Það er bara gott,“ segir Halldór um kvíðann og bætir því við að reyndir tónlist- armenn séu almennt vel und- irbúnir og á tánum. – Blúsinn er líka þannig að þú veist aldrei hvað gerist á sviðinu, það er mikill spuni í honum... „Nákvæmlega, þetta er frjálst form og svo eru þetta svo gefandi menn,“ segir Halldór. Blússtjörn- urnar undrist líka oft hversu góðir íslensku blústónlistarmennirnir séu. Og talandi um íslenska blús- menn þá koma fram á hátíðinni KK band, Blúsband Björgvins Gíslasonar, Vintage Caravan og Blue Ice band. Yngstir eru strák- arnir í Vintage Caravan sem léku á Blúshátíð fyrir nokkrum árum og slógu í gegn, að sögn Halldórs. „Þeir eru að túra núna um Evrópu og það verður rosa gaman að fá þá. Þetta eru ungir strákar, um tvítugt og spila blúsrokk af bestu gerð,“ segir Halldór. Treginn mýta Spurður að því hvort blúsmenn verði ekki að finna til trega til að geta leikið blús af sannfæringu segir Halldór að það sé ákveðinn misskilningur að blús sé tregi. „Þetta er ekki tregi, þetta er blús og blús getur verið „happy“ blús, ánægjulegur og fjörugur. Menn hafa einhverja mýtu um þetta. Ís- lendingar voru tregafullir í sínum rímum, kveðandi skítkaldir undir húsvegg hjá danska kaupmann- inum eða eitthvað og þá voru þeir með einhvern svona trega. En það er ekki beint blús því blús er frelsandi afl. Að finna fyrir sjálf- um sér. Maður finnur fyrir blús þegar maður kveður barnið sitt sem er að fara í skóla til Ameríku í doktorsnám. Þú ferð út á flug- völl og keyrir til baka með ákveð- inn blús í hjarta en það er líka „happy“ blús. Þetta eru kald- hæðnislegar myndir lífsins, sög- urnar sem eru í blúsnum. Það kemur eitthvað fyrir alla í lífinu,“ útskýrir Halldór. Betri upp úr fertugu Spurður að því hvort blúsmenn verði þá ekki betri með aldrinum, með aukinni lífsreynslu, segir Halldór að svo sé og að hann hafi tekið eftir því að blúsmenn verði betri upp úr fertugu, plöturnar þeirra verði dýpri. Þetta eigi m.a. við um plötur B.B. King, Freddie King, Albert King og Muddy Wa- ters. – Það gerist eitthvað um fer- tugt? „Kannski, ég veit það ekki,“ segir Halldór kíminn. Niðurstöður hans rannsókna bendi til þess þó þær séu ekki hávísindalegar. Morgunblaðið/Kristinn Blúsmenn Halldór og Muddy Waters, í formi pappalíkneskis, taka lagið saman í hljóðfæraversluninni Rín. Goðsögn Bob Stroger.Chicago-blúsari Bob Margolin. Áhrifamikil Debbie Davies. „Blús er frelsandi afl“  Blúshátíð í Reykjavík hefst 28. mars með bílum, blús og beikoni  Helguð 100 ára fæðingarafmæli Muddy Waters og Willie Dixon  Bob Margolin, Debbie Davis og Bob Stroger verða heiðursgestir Frekari upplýsingar um hátíðina, dagskrá og miðasölu m.a., má finna á www.blues.is. VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Blúshátíð í Reykjavík hefst laug- ardaginn 28. mars og stendur til og með 2. apríl. Líkt og hin síð- ustu ár fara þrennir stórtónleikar fram á Hilton Reykjavík Nordica í dymbilviku, þriðjudags-, miðviku- dags- og fimmtudagskvöld. Hátíð- in hefst með Blúsdegi á Skóla- vörðustíg sem lýkur með tónleikum á Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu kl. 16. „Þetta er tólfta hátíðin. Þetta byrjaði 2004, á Hótel Borg og við færðum okkur fljótlega upp á Hil- ton Reykjavík og höfum verið þar síðan. Svo hefur þetta smám sam- an þanist út, við byrjuðum með Blúsdaginn í miðborginni daginn fyrir pálmasunnudag árið 2009 með blús og alls konar uppá- komum,“ segir Halldór Bragason, blúsmaður og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Á Skólavörðustíg verður grillað, Beikonfélagið mun bjóða upp á blúsbeikon og að vanda verður glæsilegum forn- bílum ekið niður stíginn. „Bílar, blús og beikon. BBB,“ segir Hall- dór kíminn. „Við förum með blús- inn til fólksins.“ Ungliðar og gamlir skunkar Fyrir framan tónleikasalinn á Hilton Reykjavík Nordica verður blúsklúbbur starfræktur meðan á hátíðinni stendur. Þar munu ungir blúsmenn koma fram með eldri og reyndari. „Það er stefna okkar að gefa ungu fólki tækifæri til að spila á alvöru hátíð og við hófum í fyrra samstarf við Músíktilraunir. Á þeim er blúsaðasta bandið valið og það byrjar hátíðina. Svo hafa margir, góðir tónlistarmenn debú- terað á Blúshátíð og við verðum núna með mjög efnilega ungliða sem munu koma á óvart. Sumir þeirra koma aftur og aftur, þrosk- ast sem tónlistarmenn og kynnast okkur gömlu skunkunum,“ segir Halldór og hlær. – Ungir blúsarar hljóta líka að læra mest af því? „Já, já. Þú getur rætt fallhlíf- arstökk uppi í sófa en þú veist ekki hvernig það er fyrr en þú ferð út úr vélinni,“ svarar Halldór. Til heiðurs Waters og Dixon Hátíðin í ár er helguð 100 ára fæðingarafmæli blúsmannanna Muddy Waters og Willie Dixon og miklar blússtjörnur munu troða upp: blúsgítarleikarnir Bob Mar- golin og Debbie Davis og Bob Stroger bassaleikari. Halldór segir árið 1915 hafa verið afar gjöfult því fleiri meistarar tónlistarsög- unnar hafi fæðst þá, þ. á m. Billie Holiday og Sister Rosetta Tharpe. „Við í blúsnum eigum nátt- úrlega Muddy Waters og Willie Dixon mikið að þakka. Kannski vita menn ekki hver Willie Dixon var en þetta var bassaleikari í Chicago sem tók upp plötur fyrir Howlin’ Wolf og Muddy og samdi urmul af lögum. Þegar ég var að byrja að spila og hlusta á Led Zeppelin, Cream og Rolling Sto- nes og alla þessa bresku þá var maður með plötuumslagið og skoð- aði það meðan maður hlustaði. Þar stóð alltaf að höfundur væri W. Dixon, á öllum plötunum,“ segir Halldór og nefnir nokkur fræg Dixon-lög sem ensku blúsrokk- ararnir gerðu að sínum: „You Sho- ok Me“, „Whole Lotta Love“, „Little Red Rooster“, „Got my Mojo Working“. Þannig mætti Náttúru- lega góði safinn TRÓPÍ fæst núna líka í 1. lítra fernum © 20 15 T he C o ca C o la C o m p an y - al lr ig ht s re se rv ed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.