Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 98

Morgunblaðið - 26.03.2015, Side 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 Stundum er talað um að„standa með sjálfum sér“ tilþess að byggja upp sterkarisjálfsmynd en ekki hef ég heyrt frasa á borð við „gakktu með sjálfum þér“. Það er einmitt það sem ung bandarísk kona, Cheryl Strayed að nafni, gerði til þess að ná áttum í lífinu og byggja sig upp. Hún gekk einsömul eftir svokallaðri Kamba- slóð (Pacific Crest Trail) sem nær frá Kaliforníu til Óregon í grófum dráttum en til eru nokkrar út- gáfur af slóðinni. Sú lengsta spannar 4286 kílómetra og er hækkunin á þeirri leið 4009 metrar frá sjávarmáli. Þetta er með öðrum orð- um enginn labbitúr heldur heljar- innar ganga sem er ekki fyrir hvern sem er og hvað þá fyrir konu á þrí- tugsaldri sem aldrei fyrr hefur klæðst gönguskóm. Bókin er sannsöguleg og er um til- tölulega venjulega unga stúlku sem uppgötvar að líf hennar sé í einum hrærigraut þegar móðir hennar deyr úr krabbameini eftir afar stutt veikindi. Umgjörðin utan um þann heim sem Strayed lifir og hrærist í virðist leysast upp á örskotsstundu. Þá gerir Strayed tilraun til að flýja yfir í annan heim og kynnist þar óþverra á borð við heróín. Manni skilst að það sé hægara sagt en gert að segja skilið við heim heróínsins, enda stjórni þar harður húsbóndi. Veruleikaflótti stúlkunnar gengur þó ekki eins vel og í verstu sögunum. Dag einn tekst henni að rífa sig upp úr sortanum og skipuleggur þessa löngu göngu eftir Kambaslóð. Aldrei hefði mig grunað að ferðasaga á borð við þessa gæti verið svona spennandi en þetta er fyrst og fremst ferðasaga stúlku um óravídd- ir mannshugans. Það er einstakt hvernig hún sigrast á óttanum og kemst að því smám saman hvaðan óttinn er sprottinn. Er það ekki stundum svo að mestur er ótti manns við eigin huga? Þýðing bókarinnar var í höndum Elísu Jóhannsdóttur og er hún í heildina nokkuð góð og flæðið í text- anum fínt. Örfáar prentvillur hafa fengið að vera óáreittar en skaða innihald textans þó ekki. Cheryl Strayed, höfundurinn sjálfur og jafnframt aðalpersóna bókarinnar, segir lipurlega og ein- læglega frá. Margt í frásögninni var án efa óþægilegt að rifja upp en hún gerir þessu skil á einlægan hátt þó að í skömmina skíni þegar vel er eft- ir henni skyggnst. Hún gerir þeim fáu persónum sem hún kynnist á leiðinni glettilega góð skil og finnst manni þær standa ljóslifandi fyrir framan mann! Það er vel af sér vikið og í hvívetna gætir höfundur að því að fjalla um persónur af virðingu, hvort sem vel hefur farið á með þeim eða ekki. Bókin Villt gefur lesendum tækifæri til að setja sig í spor ungrar konu í tilvistarkreppu, hátt uppi á Kambaslóð. Ljósmynd/Larry D. Moore Höfundurinn Cheryl Strayed. Úr heróíni í göngu- skó og hugarró Sjálfsævisaga Villt – Leitin sem endaði á Kambaslóðinni við Kyrrahafið bbbbn Eftir Cheryl Strayed. Elísa Jóhanns- dóttir þýddi. Salka, 2014. 320 bls. MALÍN BRAND BÆKUR Skosk-ítalska fiðlustjarnan Nicola Benedetti mun í kvöld leika einn vinsælasta fiðlukonsert Mozarts, fiðlukonsert nr. 5, með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í Eldborg- arsal Hörpu. Stjórnandi á tónleik- unum verður austurríski hljóm- sveitarstjórinn Hans Graf, aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar í Houston. Graf stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands við góðar undirtektir í fyrra og var honum boðið að snúa aftur við fyrsta tækifæri, að því er fram kemur í tilkynningu. Mozart samdi fiðlukonsert nr. 5 þegar hann var aðeins 19 ára og á tónleikunum verða einnig flutt tvö verk af svipuðum toga sem samin voru undir áhrifum myndlistar, Trittico Botticelliano eftir ítalska tónskáldið Respighi og sinfónían Mathis der Maler eftir Paul Hin- demith. „Trittico Botticelliano eft- ir ítalska tónskáldið Respighi sæk- ir innblástur í þrjú meistaraverk ítalska endurreisnarmeistarans – Vorið, Aðdáun vitringanna og Fæðingu Venusar. Annar end- urreisnarmálari, Mathias Grüne- wald, er söguhetja í óperu Hin- demiths sem vakti hörð viðbrögð nasista við frumflutninginn í Þýskalandi árið 1934. Samhliða óp- erunni samdi Hindemith sinfóníu út frá sama efni, innblásinn af hinni óviðjafnanlegu Isenheim- altaristöflu þýska meistarans,“ segir um þau verk í tilkynningu. Benedetti skaust upp á stjörnu- himininn þegar hún fór með sigur af hólmi í keppninni BBC Young Musician of the Year árið 2004 en á var hún aðeins 16 ára. Hún hefur m.a. leikið á lokakvöldi Proms- tónlistarhátíðarinnar miklu í Lundúnum og er á samningi hjá hinni virtu plötuútgáfu Deutsche Grammophon. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 19.30. Skosk-ítölsk fiðlustjarna leikur með Sinfó  Benedetti leik- ur fiðlukonsert nr. 5 eftir Mozart Stjarna Skosk-ítalski fiðluleikarinn Nicola Benedetti leikur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Listmálarinn Haukur Dór fagnar 50 ára starfsafmæli sínu með opnun sýningar í Smiðjunni listhúsi í dag. Á sýningunni eru verk eftir Hauk frá síðustu tíu árum. Haukur nam myndlist við Edinburgh College of Art, Konungle gu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og síðar Visual Art Center í Maryland í Bandaríkj- unum. Hann hélt fyrstu einkasýn- ingu sína árið 1962 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum myndlist- armanna og leirlistamanna víða um lönd, eins og segir í tilkynningu. Undanfarin ár hafi hann helgað sig málaralistinni alfarið. ,,Fyrsta sýningin mín var á Mokka fyrir hálfri öld. Á Kjarvals- stöðum hef ég haldið nokkrar stór- ar sýningar sem eru mér allar mjög minnistæðar og ég tel að þær hafi skipt miklu máli fyrir mig,“ er haft eftir Hauki í tilkynningu. Mestu áhrifavaldar hans séu Afríkulist, frumbyggjar Ástralíu og myndir hellisbúa og þá m.a. á Spáni og í Frakklandi. „Ég skynja þessi verk sem tilraun til að ná tökum á nátt- úru, öndum og veiðidýrum. Á sama hátt eru myndir mínar tilraun til að ná tökum á mínu eigin lífi. Það má deila um hvort það hefur tekist eða ekki,“ segir Haukur Dór. 50 Haukur Dór við eitt verka sinna. Hann fagnar 50 ára starfsafmæli. Fagnar 50 ára starfs- afmæli með sýningu Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er Fislétt fartölva Acer Aspire ES1 • Skjár: 11,6 tommu HD (1366x768) • Örgjörvi: Intel Dual Core 2,58 GHz Turbo • Vinnsluminni: 4 GB (hámark í 8 GB) • Harður diskur: 500 GB SATA3 • USB 3.0, HDMI, Bluetooth 4.0 • Myndavél, hljóðnemi • Windows 8.1 64ra bita • Aðeins 1280 grömm • Örþunn og öflug 55.900 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.