Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 102

Morgunblaðið - 26.03.2015, Síða 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARS 2015 AF TÓNLIST Heiða Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Á þriðja undanúrslitakvöldiMúsiktilrauna var mikiðum skemmtilegar tilraunir, jafnt í hefðbundnara rokki sem og raftónlist, og stóðu því tilraun- irnar vel undir nafni að þessu sinni. MSTRO hóf leik, einn í sinni hljómsveit ásamt tölvu og raf- magnsgítar og þrátt fyrir örlítið stress í upphafi tók tónlistin fljót- lega á flug og lagasmíðar voru hrífandi og mikið lagt í útsetn- ingar. Einnig hljómaði röddin vel. Calicut var dúett frá Hafnarfirði og Reykjavík og þar var líka flott- ur söngur en tónlistin var lág- stemmt raf-popp byggt á stemmn- ingu og hljómi fremur en framvindu laga. Þriðja hljómsveitin, Fjöltengi, snarbreytti raftilraunum í pönk- tónleika, enda hljómsveit frá Kópavogi, þaðan sem Fræbbbl- arnir, konungar íslenskrar pönk- tónlistar koma. Það var ekki laust við að maður greindi áhrif frá þeirri merku sveit og pönkið lifir greinilega góðu lífi í Kópavogi. Við fengum næst hefðbund- ustu sveit kvöldsins, John Doe frá Skaganum, sem spila klassískt rokk. Sumar tilvitnanir í gömlu meistarana voru kannski full- augljósar jafnvel þótt ekkert sé svo sem nýtt undir sólinni, en það mætti samt vanda betur lagasmíð- ar og liggja örlítið meira yfir þeim. Stígur var síðasta hljómsveit fyrir hlé og þar var einn af fimm meðlimum hinn færeyski Dávur í Dalí. Tvímælalaust eitt mest kúl nafn sem ég hef heyrt lengi, en Dávur lenti hins vegar í heilmiklu gítarbasli í fyrra laginu, sem trufl- aði flæðið. Þegar allt gekk upp í síðara lagi kom þessi framúrskar- andi hljómsveit í ljós, með afar fínni söngkonu. Hljómsveitin þarf kannski örlítið meiri spilareynslu en þarna er fínn efniviður. Eftir hlé hóf Sara leik og hún fékkst við tilraunakennda naum- hyggju-raftónlist. Sönglínur voru óhefðbundnar en helst vantaði upp á fyllingu í undirspili í fyrra lagi. Síðara lagið gekk hins vegar upp, taktur og söngur frábær, og þar komst hún á flug.    Hughrif voru næst, sjö með-limir sem komu héðan og þaðan af Suðurlandi. Sveitin segist ekki vera búin að festa sig í neina tónlistarstefnu heldur spili bara það sem þeim þyki skemmtilegt. Hún hefur þó starfað mjög stutt, í um 2 mánuði, og á því eflaust bæði eftir að finna sig betur og semja sín bestu verk, en það gekk furðu- vel upp að raða tónum skipulega í rýmið þótt fyrra lagið hafi verið frumlegra, en það er bara um að gera að halda áfram að semja. Æf- ingin skapar meistarann og allt það. Silver killer tók þá við en hljómsveitarmeðlimir eru allir frá Grafarvoginum. Það er erfitt að lýsa því hvernig tónlist hún spilar en það er greinilega eitthvað mjög dularfullt að gerast uppi í Graf- arvogi, svo mikið er víst. Næst síðasta hljómsveit kvöldsins var frá Hvolsvelli í Rangárþingi eystra og innihélt fjóra krakka, 15 og 16 ára, tvær stúlkur og tvo stráka. Þau kalla sig Sykurpúðana og það gefur auðvitað tóninn að skíra hljóm- sveit sína Sykurpúðana enda er tónlistin sykursæt og líklega óhætt að kalla hana krúttaða líka. Stelpurnar syngja vel og radda flott en rödd söngvarans passaði ekki alltaf alveg inní í fyrra lag- inu. Síðara lagið var þó töluvert betra og sérdeilis ágætur texti á íslensku var til við það. Raunveru- legt unglingadrama, enda hét það Dramadrottning dauðans. Að lokum tóku Frenzy við, instrumental trio með nemum úr FÍH, sem spiluðu djassaða rokk- hræru og það var erfitt að fylgja öllum hugmyndum þeirra eftir, svo hratt komu þær og fóru. Fyrir vikið varð ég að minnsta kosti svo- lítið ringluð, en það er kannski ágætt stundum að láta rugla sig í ríminu.    Tvær sveitir voru kosnaráfram: Salurinn valdi Kópa- vogspönkarana í Fjöltengi en dómnefnd kaus Calicut. Þá er eftir eitt undanúrslitakvöld áður en al- vara lífsins og skemmtun ársins, sjálft úrslitakvöld Músiktilrauna, verður haldið næsta laugardag. Tilraunir til fyrirmyndar Silver Killer Sveit frá Grafarvogi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjöltengi Snarbreytti raftilraunum í pönktónleika, enda frá Kópavogi. »Raunverulegt ung-lingadrama, enda hét það Dramadrottning dauðans. Hughrif Æfingin skapar meistarann. Sykurpúðarnir Fluttu sykursæta tónlist. Frenzy Lék djassaða rokk-hræru. Stígur Framúrskarandi hljómsveit. Sara Naumhyggju-raftónlist. MSTRO Eins manns hljómsveit. Calicut Dómnefnd kaus Calicut. Flottur söngur og tónlistin lágstemmt raf- popp byggt á stemmningu og hljómi fremur en framvindu laga. John Doe Spiluðu klassískt rokk. - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.