Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.05.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2015 Mjög víða í útlönd- um er að finna söfn sem geyma sögu fang- elsa. Stundum eru þessi söfn í gömlum fangelsum og geta þá safngestir farið um og skoðað hvernig aðbún- aði fanga var háttað. Að sjálfsögðu er að finna í þessum fangelsisminjasöfnum flest sem tilheyrði hversdagslegu lífi í fangelsum, tæki og tól, amboð og áhöld. Líka hvers kyns pynt- ingatól sem notuð voru fyrr á tím- um enda þótt tilhneiging hafi verið til að farga þeim svo sagan yrði feg- urri. Þessi söfn hafa þó nokkurt að- dráttarafl eins og Clink-fangelsis- safnið í London. Í Danmörku var hluta af hinu kunna Horsens- fangelsi breytt í fangelsisminjasafn sem er mjög nútímalegt. Af öðrum toga en þó mjög skyldum er í borg- inni Lviv í Úkraínu fangelsis- minjasafn sem segir sögu fólks sem ógnarstjórnir nasista og komm- únista fangelsuðu og snertu grein- arhöfund djúpt er hann skoðaði það fyrir fáeinum árum. Markmiðið með söfnum af þessu tagi er að varðveita og segja sögu fangelsa; vekja athygli á sögu fólks- ins sem var frelsissvipt og mann- réttindum þess. Sú saga getur verið skelfileg í vissum tilvikum og átakamikil enda þótt hún hafi oftast gengið árekstralítið fyrir sig. Saga sem geymir oft hvort tveggja í senn réttlæti og óréttlæti. Stundum hef- ur verið sagt að menn eigi að spyrja um aðbúnað fanga í löndum sem þeir heimsækja því hann segi tölu- vert um afstöðu viðkomandi þjóðar til manngildis og mannréttinda. Nú er tækifæri til að sporna við því að saga fangelsa á Íslandi glat- ist, saga þess lífs sem lifað hefur verið innan þeirra. Fyrir dyrum standa ýmsar breyt- ingar í fangelsismálum hér á landi. Nýbúið er að loka Kópavogsfang- elsinu – Kvennafangelsinu – þar sem konur voru m.a. hýstar. Þá stendur til að loka Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg þegar Hólmsheið- arfangelsið verður tek- ið í notkun. Í báðum þessum fangahúsum er margt sem heima ætti á fangelsisminjasafni ef til væri. Það er mjög mikilvægt að ýmsir munir úr þessum hús- um lendi ekki í glat- kistunni eða verði hugsanlega seldir. Augljóst er að Hegn- ingarhúsið frá árinu 1873 hlýtur að geyma fjölda muna sem ættu heima á fangelsisminjasafni en safnasér- fræðingar verða að vega það og meta. Ýmsir munir úr sögu fangelsa hafa farið forgörðum vegna þess að menn hafa verið sofandi á verðinum gagnvart sumum menningarverð- mætum og talið þau vera eins og hvert annað rusl sem fleygja ætti – enda úr fangelsi. Það er til dæmis merkilegt að engir rimlar af Litla- Hrauni skuli hafa varðveist. Fyrr á árum var það hús girt þungum rimlum svo ekki fór fram hjá nein- um að þar var fangelsi. Þær voru ófáar hellurnar sem steyptar voru á Litla-Hrauni á sínum tíma. Hvað er til af þeim tækjum sem notuð voru við steypuvinnuna? Um Síðumúla- fangelsið í Reykjavík verður senni- lega því miður að segja að flest sem þar var innanstokks og átti heima á safni er týnt og brotið. Og hvað með sögu fangavarða – hver ætli sé til dæmis elsta fangavarðahúfa sem til er? Nú og saga fanganna – hverjir voru þeir? Hvernig tók sam- félagið á brotum þeirra? Víst er að aðbúnaður fanga á Ís- landi hefur verið með ýmsu móti og um það má lesa víða. Gagnmerk og stórfróðleg bók um þau mál þó gömul sé er doktorsritgerð Björns Þórðarsonar: Refsivist á Íslandi 1761-1925, sem út kom 1926. Þar má m.a. lesa um aðbúnað fanga í Múrnum og Hegningarhúsinu á sín- um tíma. Á umliðnum áratugum hafa fjölmiðlar fjallað um aðbúnað fanga, bæði það sem vel er gert og sömuleiðis það sem betur mætti fara. Allt eru þetta á vissan hátt heimildir um líf innan fangelsa og með mörgum þessara greina fylgdu myndir sem hafa mikið heimild- argildi. Í því sambandi mætti spyrja hver sé elsta ljósmyndin sem tekin var innan dyra á Litla-Hrauni af föngum? Var það árið 1941 í tengslum við dreifibréfamálið svo- kallaða? Eða fyrr? Hefur einhver slíkar gamlar myndir í fórum sín- um? Þær eru örugglega til en eru fáar því bannað hefur verið að taka myndir af föngum. Engu að síður eru þær heimild þegar þær sýna fanga t.d. við vinnu eða í fótbolta. Nú ætti að hefjast handa sem fyrst við að undirbúa stofnun fang- elsisminjasafns sem varðveitti þennan menningarþátt í sögu þjóð- arinnar. Kannski væri heppilegasti staðurinn Eyrarbakki en árið 1929 var vinnuhælið að Litla-Hrauni tek- ið þar í notkun, og varð síðar fang- elsi. Eyrarbakki er staður sem geymir mikla sögu og þar má finna margvísleg söfn. Fyrir nokkru var kynnt að til stæði að koma upp á Bakkanum Prentsögusetri. Á Eyr- arbakka eru þessi söfn fyrir: Byggðasafn Árnesinga, Sjón- minjasafnið og Konubókasafn. Á Selfossi og Stokkseyri er svo að finna merk söfn eins Fischersetrið og Rjómabúið á Baugsstöðum. Rekstrarform á slíku safni getur verið með margvíslegum hætti. Það gæti verið sjálfseignarstofnun, sam- vinnurekstur sveitarstjórnar og rík- is, eða rekið af einkaaðilum. Innanríkisráðuneytið ætti að hafa frumkvæði að þessu í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðu- neytið og kalla til skrafs og ráða- gerða fólk með rekstrar- og safna- menntun, fulltrúa fangelsismála- yfirvalda, áhugafólk um málið og sveitarstjórnarfólk í Árborg. Því fyrr því betra. Fangelsisminjasafn Eftir Hrein S. Hákonarson »Nú er tækifæri til að sporna gegn því að saga fangelsa á Íslandi glatist, saga þess lífs sem lifað hefur verið innan þeirra. Hreinn S. Hákonarson Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar. Allmargar greinar hafa verið skrifaðar á síðustu vikum um ís- lenskt mál og vanda þess. Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnu- fræðingur ritaði merkilega grein ný- lega þar sem hann lýs- ir áhyggum sínum vegna erlendra orða sem farið er að nota í málinu í auknum mæli. Ég er ákaf- lega sammála honum um það. Stundum hefur reyndar mistekist að koma íslenskum orðum á fram- færi í stað erlendra orða. Dæmi um það er að efnafræðikennarar hafa löngum reynt að kenna nemendum orðið samsæta sem þýðingu á enska orðinu isotope. Þetta er bor- in von því að læknar munu alltaf nota orðið ísótóp. Á Landspít- alanum er skilti á áberandi stað sem sýnir leiðina til ísótópa- rannsókna og allir vita hvað er átt við með því en líklega mundu fáir átta sig á „samsæturannsóknir á ganginum til hægri“. Við eigum að gæta meðalhófs í sköpun íslenskra nýyrða og sætta okkur við erlend orð sem auðvelt er að aðlaga íslenskri beygingafræði. Þannig sýnist mér ísótóp vera ágætt íslenskt orð sem beygist eins og Hóp í Húnavatnssýslu. Menn hafa verið að burðast við að koma inn í málið ýmsum ný- yrðum eins og til að mynda nitur í staðinn fyrir köfnunarefni. Ég hef ekki trú á að það festist í málinu enda varla notað utan skól- anna. Eina ástæðan fyrir að nota nitur virðist vera að köfn- unarefni er tekið úr dönsku. Einhverjum hefur mislíkað það. Enn verra er orð- skrípið ildi fyrir súr- efni. Fyrir utan það að vera ljótt er það óþjált í framburði og ber vott um átjándualdar hugsunarhátt þeg- ar menn héldu að súrefni væri sama og eldur. Það er mikilvægt að ná sam- komulagi um að nota sömu orð um sama fyrirbrigði hvenær sem um það er rætt. Það er alþjóðasam- komulag um að kalla efnið sem kom upp úr Holuhrauni og olli súru regni víða um land brennisteins- díoxíð. Í fjölmiðlum var oft talað um brennisteinstvíildi eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta þjónar engri mál- vernd en veldur einungis ruglingi og er þó ekki á bætandi þegar um efnafræðileg málefni er að ræða. En íslenskunni stafar ekki hætta af erlendum slettum eða breyttum málvenjum. Hættan kemur frá tölvunotkun og vanhæfni okkar að hafa vald á henni. Það gildir einu hvaða íslenskt dagblað við lesum, í næstum hverri línu er alvarleg mál- villa. Flestar villurnar eru að það vantar staf aftan á orð eða að kyn, tala, tíð eða fall er rangt. Tölvan gefur færi á að nota „copy and paste“ í óhófi og þess vegna er setningin oft samsett úr bitum sem passa engan veginn saman. Stund- um verður setningin við þetta al- gjörlega óskiljanleg. Bersýnilegt er að enginn telur sig hafa tíma til að lesa yfir það sem hann eða hún skrifar. Mér stendur oft hugur til að þakka forsjóninni fyrir að ungt fólk er hætt að lesa blöðin. Ef það tæki þau til fyrirmyndar væri ís- lenskan þegar orðin ónothæf. Ef svo framvindur sem horfir mun íslenskan hverfa sem lifandi mál eftir fáar kynslóðir. Þá munu Íslendingar tala erlent mál sem er auðvitað enska. Þegar litið er inn í íslenskar bókabúðir blasa við hillur sem á stendur „erlendar bækur“. Ef betur er að gáð eru ca 99% þessara bóka á ensku. Mér er spurn: hvers vegna erum við að kenna dönsku, þýsku, spænsku og fleiri mál í skólum ef enginn les neitt á þessum málum? Svari sá sem veit! Íslenskan á faraldsfæti Eftir Reyni Vilhjálmsson » Vegna síaukins hraða í útgáfu prent- aðs máls er frágangur herfilegur. Reynir Vilhjálmsson Höfundur er eðlis-efnafræðingur. VINNINGASKRÁ 4. útdráttur 28. maí 2015 160 11094 20373 29623 42313 51848 60283 71813 720 11238 20559 29725 42651 51857 61108 71908 752 11270 20749 31181 42969 52159 61154 72042 821 11905 20767 31264 43526 52273 61380 72086 894 12498 21003 31960 43864 52329 61673 72122 1719 12700 21067 32207 43898 52485 61898 72333 2371 12705 21179 32415 44198 52498 61921 72338 3170 12796 21923 32874 44726 52708 62195 72736 3207 12987 22396 34257 44970 52891 62421 73167 3261 13614 22405 34367 45055 53682 62426 73589 3470 13685 22444 34759 45211 53862 62993 73801 3686 13700 22578 34989 45497 53901 63391 73953 3711 14087 22705 35123 45929 54068 63851 74189 3768 14293 23046 35143 46463 54069 64428 74214 4056 14393 23300 35521 46523 54213 64440 74464 4566 14404 23333 35573 47223 54494 64459 74581 4628 14667 23539 35822 47756 54516 65227 74697 6354 15629 23601 35886 47974 55731 65467 74851 6460 16080 23732 36091 48059 56453 66116 74899 6587 16275 23800 36420 48448 56737 66321 74938 6879 16493 24089 36604 48543 56781 66872 75082 7091 16595 24351 37261 48791 57361 67489 75090 7647 17014 24513 37270 48892 57424 67892 76263 8060 17141 24740 37286 48924 57525 68073 76631 8118 17305 25141 37332 49129 57709 68255 76859 8661 17444 25185 38799 49632 57848 68325 76903 8891 17476 25241 38824 49695 57880 68584 76920 9404 17787 25877 39141 49735 58295 69278 77434 9595 17924 26136 39287 49751 58296 69599 77954 9615 18408 26466 39442 50343 58321 69790 78758 9890 18496 26806 39993 50449 58788 70104 79870 10005 18986 26903 40097 50662 58940 70198 10227 19117 26910 40368 51439 58973 70912 10571 19668 27505 40564 51532 59294 71010 10657 19820 27578 40682 51705 59361 71182 10677 19927 28570 41244 51707 59487 71494 10774 20239 29128 42297 51734 60083 71761 244 14314 19855 29046 44060 55710 62917 72278 1035 14695 20193 29409 45604 56118 62958 74810 1947 14810 20999 30422 45685 56381 63320 75961 3013 15778 21560 34616 45856 57086 65231 77243 3139 16301 21990 34998 46087 58444 68211 78030 3921 16457 22135 35895 47442 58760 68244 78060 4489 17410 22238 36395 48319 59143 70026 78235 5424 17507 23142 37401 48792 60653 70910 78922 5488 17580 23588 38618 49342 61123 71090 79837 5585 17797 24958 41143 49385 61372 71126 8911 18524 27517 41246 51873 61810 71237 10211 18816 28319 41410 52936 62069 71507 14100 19692 28535 43513 53453 62560 71647 Næstu útdrættir fara fram 4. 11. 18. 25. júní & 2. júlí 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 15205 24066 32248 65506 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3244 12118 18393 41456 55135 74866 4663 16040 23044 41639 55330 74884 6004 16282 25008 47631 59844 77043 8761 16424 25130 48789 66886 79517 Íbúðar v inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 4 1 0 6 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.