Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 HEIÐUR INGIBJARGAR n Samfylkingarfólk í Reykjavík virðist ekki hafa miklar áhyggjur af væntan- legri birtingu á skýrslu rann- sóknarnefndar um hrunið. Í það minnsta er Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur stillt upp í heiðurssæt- ið á listanum, því þrítugasta og síð- asta. Ljóst má vera að eitthvað verður fjallað um embættisfærslu ráðherr- ans fyrrverandi sem hefur lítið viljað tjá sig við fjölmiðla um hrunið eftir starfslok á Alþingi. Samfylkingarfólk hlýtur því að vona að Ingibjörg Sólrún fái ekki harðar umsagnir í skýrslunni sem gætu varpað skugga á manneskj- una í heiðurssætinu. ÞEFVÍSIR HESTAR n Forsíðufrétt Fréttablaðsins á mið- vikudag vakti athygli sumra, enda ekki á hverjum degi sem fjallað er um þefhesta, eða hesta sem geta þefað uppi týnt fólk. Reyndar greinir menn á um hversu gagn- legir hestar séu til slíkra verka. Þannig efast Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðs- ins auk fleiri miðla, um gildi frétta- rinnar. Jónas er auðvitað hestamaður frá fyrri tíð og var um skeið útgáfu- stjóri Eiðfaxa. Hann viðurkennir þó að hann viti ekki allt um hesta. „Hef lítið vit á hestum, enda á ég svo fáa að ég get talið þá.“ ENGAR AFSAKANIR n Guðmundur Óskarsson kom mörg- um á óvart þegar hann fékk tilnefn- ingu til Íslensku bókmenntaverð- launanna og hlaut þau síðan fyrir bók sína Bankster. Sú verðlaunaveiting jók áhuga á bók hans til muna, eins og gefur að skilja, en sjálfur hefur hann verið hógvær í yfirlýsingum um verk sín og störf. Viðurkenningin hefur þó meiri áhrif en þau sem verðlaunaféð og aukin sala hafa í för með sér. Eða eins og hann segir í viðtali á vefnum Miðjunni: „Nú get ég hætt að útskýra og afsaka hvað ég hef verið að gera einn á kvöldin heima hjá mér undan- farin ár.“ SKAMMAR HÖNNU BIRNU n Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi F-lista, fer enn mikinn vegna ferðalaga borgarfulltrúa. Á fimmtu- dag fékk hann svar við fyrirspurn um ferðakostnað borgarfulltrúa og komst að þeirri niðurstöðu að á meðan flest- ir hefðu skorið niður í ferðalögum sínum í fyrra hefði borgarstjórinn, Hanna Birna Kristjánsdóttir, aukið við ferðalög sín. Kjartan Magnússon hefur þó enn verið dýrastur í ferða- lögum, kostnaður vegna hans nemur 3,7 milljónum á kjörtímabilinu. SANDKORN Alls gefa 25 af þeim 63 þingmönn- um sem nú eiga sæti á Alþingi ekki upp neina fjárhagslega hagsmuni á vef Alþingis. Þar að auki eru 12 þingmenn til viðbótar sem ein- göngu gefa upp hagsmuni á borð við þáttöku í sveitarstjórnarstarfi og frístundahúsaeign. Ríflegur meiri- hluti þingmanna er því í þeim hópi á Alþingi sem ýmist telur sig hafa mjög litla hagsmuni utan þingsins eða hugsanlega leynir hagsmunum sínum. Þeirra á meðal eru þing- menn sem hafa sjálfir eða makar þeirra verið í fararbroddi í íslensku viðskiptalífi. Reglur Alþingis, sem settar voru á seinasta ári, um hags- munaskráningu þingmanna ná hins vegar ekki til maka eða fjöl- skyldu þingmanna. Þannig geta nánustu aðstandendur þingmanna staðið í stórræðum í viðskiptalífinu án þess að þingmaður tilgreini það sem hagsmuni sína. Enginn kannast við styrki Reglur um fjárhagslega hagsmuni utan þings kveða á um að þingmenn verði að gefa upp launaða stjórnar- setu í félögum. Þá eiga þeir að til- greina starfsemi sem er unnin sam- hliða þingmennskunni og þeir, eða félag sem þeir sjálfir eru hluthafar í, hafa tekjur af. Þeir verða einnig að tilgreina fjárframlag eða stuðning frá lögað- ilum og einstaklingum, sem fellur utan þess stuðnings sem Alþingi eða flokkar láta þingmönnunum í té. Skrá verður hver veitir stuðninginn og hvers eðlis hann er. Þetta á hins vegar ekki við um styrki sem þing- menn fengu áður en reglurnar tóku gildi. Enginn þeirra þingmanna sem upplýst hefur verið að hafi þeg- ið milljóna styrki frá risafyrirtækjum á borð við Baug, Landsbankann og FL Group, hefur tilgreint slíka styrki fyrir prófkjörs- eða framboðsbaráttu í fortíðinni. Þá verða þingmenn að skrá gjafir sem þeir fá vegna setu á Alþingi þeg- ar verðmæti þeirra er yfir 50 þúsund krónum. Þingmenn þurfa hins veg- ar ekki að taka fram mögulega hags- munaárekstra vegna fjölskyldu- tengsla eða vegna maka sinna. Margir hafa hagsmuni Mörg dæmi eru um að þingmenn kunni að hafa beina eða óbeina hagsmuni af málum sem koma fyrir þingið. Þannig gefur Magn- ús Orri Schram upp fjórðungshlut í litlu víninnflutningsfyrirtæki. Óhjákvæmilega myndi umræða á Alþingi um sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum snerta hags- muni hans. Ólöf Nordal er gift for- stjóra Alcoa á Íslandi. Umræða um málefni álvera snertir því hags- muni eiginmanns hennar. Hún þarf hins vegar ekki að gefa upp þessa tengingu. Sömuleiðis snert- ir umræða um orkumál á Alþingi hagsmuni Bjarna Benediktssonar, en fjölskylda hans er stærsti eig- andi olíufélagsins N1, hið sama gildir um Bjarna að hann þarf ekki að gefa upp þessi tengsl. Gefur upp hesthús en ekki skuldir Mörg dæmi eru um að hagsmuna- skráning á alþingisvefnum gefi ekki endilega rétta mynd af hags- munum þingmanna. Í reglum um hagsmunaskráningu segir: „Eftir- gjöf eftirstöðva skulda og ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottin. Skrá skal lána- drottin og eðli samningsins.“ Eng- inn þingmaður skráir hins vegar skuldaafskriftir. Þannig gefur Tryggvi Þór Her- bertsson aðeins upp þriðjungshlut í sumarhúsi í Mjóafirði eystri og 3 bása í hesthúsi í Víðidal. DV hefur hins vegar greint frá því að á sama tíma og hann sinnti störfum sem efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinn- ar sumarið 2008, hafi hann einn- ig þegið laun frá Askar Capital. Hann átti jafnframt mörg hundruð milljónir undir í kúluláni frá sama banka og Glitni. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, eiginkona Kristjáns Arasonar sem fékk niðurfelldar persónuleg- ar ábyrgðir á um það bil milljarðs króna láni frá Kaupþingi, gefur sjálf upp að hún eigi hluta í jörð í Ölfusi, hlut í hesthúsi í Hafnarfirði og hlut í íbúð í sama bæ, að auki sé hún stuðningsmaður FH í íþrótt- um. Ekki er minnst á þá fjárhags- legu hagsmuni sem hjónin eiga undir hjá skilanefnd Kaupþings. LEYNDIR HAGSMUNIR Tuttugu og fimm þingmenn segjast ekki hafa neina hagsmuni utan Alþingis. Tólf til viðbótar gefa aðeins upp hagsmuni á borð við þátttöku í sveitarstjórnarstarfi og sumarhúsaeign. Þingmenn þurfa ekki að telja það til hagsmuna sinna að hafa feng- ið risastyrki í fortíðinni eða að makar þeirra séu í fararbroddi viðskiptalífsins. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Árni Johnsen. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Birgir Ármanns- son. Birgitta Jónsdóttir. Björgvin G. Sigurðsson Guðbjartur Hannesson Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Guðmundur Steingrímsson Helgi Hjörvar Höskuldur Þórhallsson Jóhanna Sigurðardóttir Jón Bjarnason Katrín Jakobs- dóttir Katrín Júlíusdóttir Kristján L. Möller Ólína Þorvarðar- dóttir Ragnheiður E. Árnadóttir Róbert Marshall Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Steingrímur J. Sigfússon Þuríður Backman Össur Skarphéðinsson Vigdís Hauksdóttir Svandís Svavarsdóttir ÞAU SEGJAST ENGA HAGSMUNI HAFA ÞAU SEGJAST HAFA LITLA HAGSMUNI Ragnheiður Ríkharðs- dóttir Segist enga hagsmuni hafa nema vera formaður skólanefndar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Árni Þór Sigurðsson Gefur aðeins upp sumar- bústað og stjórnarsetu í nefndum og söfnum. Skúli Helgason Gefur ekkert upp nema for- mennsku Hollvinasamtaka Minnesota-háskóla. Ásmundur Einar Daðason Gefur aðeins upp þátttöku í sveitar- stjórn Dalabyggðar og stjórnarsetu í tveimur félögum sauðfjárbænda. Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir Gefur ekkert upp nema fomennsku stjórnar Tæknigarðs ehf. Birkir Jón Jónsson Gefur aðeins upp setu í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Tryggvi Þór Herberts- son Segist ekki hafa neina hagsmuni nema þriðjungshlut í sumarhúsi í Mjóafirði eystri og 3 bása í hesthúsi í Víðidal. Bjarni Benediktsson Aðeins seta í skipulags- nefnd Garðabæjar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Segist aðeins hafa hagsmuni í jörðinni Ytri- Þurá í Ölfusi, sem hún á í sameign með systur sinni. Að auki á hún hlut í hesthúsi í Hafnarfirði og hlut í íbúð í bænum. Hún tilgreinir að hún haldi með FH. Gunnar Bragi Sveins- son Gefur upp setu í sveitarstjórn Skagafjarðar. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir Tók sæti í stjórn Vesturfarasetursins vorið 2009. Margrét Tryggvadóttir Á aukaíbúð í húsinu sínu. Mörg dæmi eru um að hags- munaskráning á al- þingisvefnum gefi ekki endilega rétta mynd af hagsmunum þing- manna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.