Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 FRÉTTIR
Sjö fyrrverandi toppar hjá Glitni fengu samtals fimm milljarða króna kúlulán til hlutabréfakaupa í
Glitni. Lánin standa nú í 7.200 milljónum króna og eru flest á gjalddaga í maí 2012. Fimm starfa enn
hjá Íslandsbanka. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, fékk 800 milljóna króna kúlulán þegar hann
starfaði hjá Glitni. Hann átti að greiða 1.200 milljónir króna í fyrra.
Sjö fyrrverandi toppar hjá Glitni
fengu samtals fimm milljarða króna
kúlulán til hlutabréfakaupa í Glitni
á árunum fyrir íslenska efnahags-
hrunið. Þeir skulda Íslandsbanka
nú um 7.200 milljónir króna og eru
flest lánin á gjalddaga í maí 2012. Í
sumum tilfellum voru lánin á gjald-
daga í fyrra. Tekin var ákvörðun um
að færa lánin yfir til Íslandsbanka
frekar en að skilja þau eftir í gamla
bankanum, Glitni.
Fimm lántakendanna starfa
nú hjá Íslandsbanka og þar af þrír
sem framkvæmdastjórar innan
bankans. Þessir fimm starfsmenn
skulda núverandi vinnuveitanda
sínum tæpa fimm milljarða króna.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um það innan Íslandsbanka
hvernig á að gera upp kúlulánin
við núverandi og fyrrverandi starfs-
menn sem fengu lán til hlutabréfa-
kaupa. Ljóst þykir hins vegar að
starfsmannalánin voru veitt þannig
að þeir sem þau fengu áttu ekki að
geta tapað á þeim, aðeins grætt.
Þess vegna má fullyrða að afskrifa
þurfi lánin úr bókum Íslandsbanka
og má búast við að það verði gert
þegar þau verða á gjalddaga.
Brottrekinn forstjóri skuldar
1.200 milljónir
Einar Örn Ólafsson, núverandi for-
stjóri Skeljungs, fékk 800 milljóna
króna kúlulán til hlutabréfakaupa
í Glitni í maí 2008 þegar hann var
starfsmaður bankans.
Í ársreikningi félagsins Einars-
melur 18 ehf. kemur fram að skuld-
ir á gjalddaga 2009 hafi numið
1.203 milljónum króna. Er um að
ræða lán í evrum sem virðist hafa
hækkað töluvert frá því í maí 2008
þegar Einar Örn fékk kúlulánið.
Eftir bankahrunið var Einar
Örn gerður að framkvæmdastjóra
fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka
og sá hann meðal annars um söl-
una á Árvakri. Hann var síðar rek-
inn frá bankanum vegna trúnað-
arbrests en talið var að hann hefði
átt í óheppilegum samskiptum við
eigendur Skeljungs. Einar seldi nú-
verandi eigendum Skeljungs félag-
ið árið 2008 þegar hann var starfs-
maður fyrirtækjasviðs Glitnis. Um
það bil ári síðar var hann svo rek-
inn frá bankanum og réð hann sig
skömmu síðar til Skeljungs.
Einar Örn gerði 32 milljóna
króna kröfu í þrotabú Glitnis, líkt
og margir aðrir fyrrverandi starfs-
menn bankans.
Svipaða sögu er að segja um
annan framkvæmdastjóra hjá
Glitni, Magnús Arnar Arngrímsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóra fyr-
irtækjasviðs og núverandi starfs-
mann á fyrirtækjasviði Íslands-
banka. Magnús fékk 800 milljóna
króna kúlulán til hlutabréfakaupa
í Glitni í maí 2008. Hann á félag-
ið Margin ehf. sem myndi útleggj-
ast Veð á íslensku. Það félag skuld-
ar 1.207 milljónir króna sem eru á
gjalddaga í maí 2012.
Magnús er einn besti vinur Lár-
usar Welding, fyrrverandi forstjóra
Glitnis, og kom hann til starfa hjá
bankanum á sama tíma og Lárus.
Magnús gerði 34 milljóna króna
kröfu í þrotabú Glitnis.
Enn í bankanum
Rósant Már Torfason, fram-
kvæmdastjóri áhættustýringar,
lánaeftirlits og lögfræðisviðs Ís-
landsbanka, fékk 800 milljóna
króna kúlulán til hlutabréfakaupa
í Glitni í maí 2008 í gegnum félag-
ið Strandatún. „Það er ljóst að eig-
infjárstaða þessa félags er verulega
neikvæð,“ sagði Rósant í samtali við
DV í mars 2009.
Það voru orð að sönnu því að
eigið fé félagsins er neikvætt um
1.203 milljónir króna. Í ársreikn-
ingi félagsins fyrir árið 2008 kemur
fram að vaxtaberandi skuldir nemi
1.132 milljónum íslenskra króna.
Lánið er í evrum og á gjalddaga í
maí 2012. Rósant gerði 37 milljóna
króna kröfu í þrotabú Glitnis.
Jóhannes Baldursson, fram-
kvæmdastjóri fjárstýringar og
markaðsviðskipta Íslandsbanka,
fékk 800 milljóna króna kúlulán í
evrum til hlutabréfakaupa í Glitni í
maí 2008 í gegnum félagið Gnóma.
Eigið fé félagsins er neikvætt um
1.203 milljónir króna. Kemur fram
í ársreikningi að félagið skuldi Ís-
landsbanka 1.203 milljónir króna
og er lánið á gjalddaga í maí 2012.
Jóhannes gerði 68 milljóna króna
kröfu í þrotabú Glitnis.
Vilhelm Már Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Íslandsbanka, fékk 800 milljóna
króna kúlulán í gegnum félag sitt
AB 154 ehf. í maí árið 2008 til að
kaupa hlutabréf í Glitni. Félagið
fékk lán í evrum og er það á gjald-
daga í maí 2012. Nemur lánið 1.207
milljónum króna. Samkvæmt árs-
reikningi félagsins er eigið fé þess
neikvætt um 1.206 milljónir króna.
Vilhelm Már gerði 33 milljóna
króna kröfu í þrotabú Glitnis.
Vilhelm er sonur Þorsteins Vil-
helmssonar, fyrrverandi eiganda
Samherja.
Lægra settir fengu líka lán
Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrr-
verandi forstöðumaður gjaldeyris-
miðlunar Glitnis, fékk 520 milljóna
króna kúlulán til hlutabréfakaupa
í Glitni í gegnum félagið Langadal.
Félagið skuldar Íslandsbanka 741
milljón króna í erlendri mynt sem
ekki er skilgreind í ársreikningi.
Eigið fé Langadals er neikvætt um
787 milljónir króna. Magnús Pálmi
er náinn vinur Jakobs Valgeirs
Flosasonar, sem oftast er kennd-
ur við huldufélagið Stím. Magnús
Pálmi gerði 32 milljóna króna kröfu
í þrotabú Glitnis.
Stefán Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri eignastýringar Ís-
landsbanka, fékk 170 milljóna
króna kúlulán í maí 2008 í gegn-
um félagið AB 135 ehf. sem KPMG
stofnaði. Eigið fé félagsins er nei-
kvætt um 262 milljónir króna. Það
er með erlent lán upp á 262 millj-
ónir króna sem er á gjalddaga í maí
2012.
Eggert Þór Kristófersson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri eigna-
stýringar Glitnis fékk 100 milljóna
króna kúlulán til hlutabréfakaupa í
Glitni í gegnum félagið EV Holding.
Það vekur athygli að lán Eggerts er
tekið í íslenskum krónum. Það hef-
ur því hækkað langminnst þeirra
kúlulána sem starfsmenn Glitnis
fengu til hlutabréfakaupa. Eigið fé
félagsins er neikvætt um 132 millj-
ónir króna og er lán upp á sömu
upphæð á gjalddaga í maí 2012.
Ingi Rafnar Júlíusson sem starf-
aði í verðbréfamiðlun Glitnis fékk
100 milljóna króna kúlulán til
hlutabréfakaupa í Glitni í gegnum
félagið Stofnun ehf. árið 2007. Ingi
Rafnar á líka félagið AB 158 ehf.
sem stofnað var í maí 2008 líkt og
mörg önnur eignarhaldsfélög í eigu
ýmissa stjórnenda Íslandsbanka.
Ingi Rafnar vinnur ekki hjá Íslands-
banka í dag. Hann gerði 85 milljóna
króna kröfu í þrotabú Glitnis.
Yfirlitið um starfsmannalán
Glitnis sýnir betur en margt annað
hvers eðlis hvatakerfið í íslenska
fjármálakerfinu var. Starfsmenn-
irnir gátu aðeins grætt á lántök-
unum og hefðu að öllum líkindum
getað auðgast verulega ef hluta-
bréfaverð í bankanum hefði haldið
áfram að hækka og ef hrunið hefði
ekki komið til. Hrun bankans og ís-
lenska efnahagskerfisins hefur það
hins vegar í för með sér að starfs-
mennirnir geta gengið frá skuld-
unum inni í eignarhaldsfélögun-
um sem stofnuð voru utan um
lántökurnar og hlutabréfakaup-
in án þess að bíða af því nokkurn
fjárhagslegan skaða. Íslandsbanki
mun hins vegar þurfa að afskrifa
kröfurnar á hendur félögum starfs-
mannanna.
Útistandandi lán Glitnis til stjórnenda bankans 2006: 5.726 MILLJÓNIR*
Útistandandi lán Glitnis til stjórnenda bankans 2007: 1.832 MILLJÓNIR*
Útistandandi lán Glitnis til stjórnenda bankans 2008: 9.066 MILLJÓNIR*
*Tölur samkvæmt árshlutareikningi Glitnis fyrir annan ársfjórðung 2008 og ársskýrslu 2007.
n JÓHANNES BALDURSSON
Framkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta
Félag hans Gnómi ehf. fékk 800 milljóna króna kúlulán
n VILHELM MÁR ÞORSTEINSSON
Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Félag hans AB 154 ehf. fékk 800 milljóna króna kúlulán
n RÓSANT MÁR TORFASON
Framkvæmdastjóri áhættustýringar, lánaeftirlits og lögfræðisviðs
Félag hans Strandatún ehf. fékk 800 milljóna króna kúlulán
n MAGNÚS ARNAR ARNGRÍMSSON
Starfsmaður á fyrirtækjasviði Íslandsbanka
Félag hans Margin fékk 800 milljóna króna kúlulán
n STEFÁN SIGURÐSSON
Framkvæmdastjóri eignastýringar
Félag hans AB 135 ehf. fékk 170 milljóna króna kúlulán
n EINAR ÖRN ÓLAFSSON
Forstjóri Skeljungs og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka
Félag hans Einarsmelur 18 fékk 800 milljóna króna kúlulán
n MAGNÚS PÁLMI ÖRNÓLFSSON
Fyrrverandi forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Glitnis
Félag hans Langidalur fékk 520 milljóna króna kúlulán
Milljarðaskuldir við Glitni
ANNAS SIGMUNDSSON
OG INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamenn skrifa: as@dv.is og ingi@dv.is Í ársreikningi félagsins Ein-
arsmelur 18 ehf. kemur
fram að skuldir á gjald-
daga 2009 hafi numið
1.203 milljónum króna.
Stórskuldugur forstjóri Einar Örn Ólafsson, núverandi forstjóri Skeljungs, átti
að greiða 1.200 milljóna króna kúlulán í fyrra. Fullyrða má að hann hafi ekki gert
það þar sem lánasamningarnir voru þannig að starfsmennirnir gátu ekki tapað á
lánunum.
Milljarðaskuldir framkvæmda-
stjóra Fimm háttsettir starfsmenn
Íslandsbanka skulda vinnuveitanda
sínum rúma sjö milljarða króna. Lánin
eru flest á gjalddaga árið 2012.
AFSKRIFA ÞARF
GLITNISLÁNIN