Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 15
FRÉTTIR 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 15 27. OKTÓBER 2008 n Fjármálaeftirlitið sendir Sjóvá bréf um að félagið þurfi að uppfylla skilyrði um gjaldþol tryggingafé- laga fyrir árslok 1. JAN. - 3. MARS 2009 n Frestur Sjóvár til uppfylla skilyrði um gjaldþol tvíframlengdur 3. MARS 2009 n Sjóvá fær frest frá Fjármálaeftirlitinu til 1. apríl til að uppfylla skilyrði um gjaldþol AFSKIPTIN AF BÓTASJÓÐNUM 16. MARS 2009 n Skilanefnd Glitnis yfirtekur Moderna og dótturfélög þess á Íslandi, meðal annars Sjóvá 8. JÚLÍ 2009 n Fjármálaráðu- neytið greinir frá því að ríkið þurfi að leggja Sjóvá til 12 milljarða króna til að tryggingafélagið uppfylli skilyrði um gjaldþol. Sjóvá er bjargað frá gjaldþroti. 14. MAÍ 2009 n Morgunblaðið greinir frá því að Sjóvá uppfylli ekki lágmarks- skilyrði um gjald- þol og að minnst 10 milljarða vanti í eignasafn félagsins 16. MAÍ 2009 n Morgunblaðið greinir frá því að Fjármálaeft- irlitið hafi sent Sjóvár-málið til ákæruvalds 2008 2009 Glitnir leysti svo til sín hlutabréf í sænska fjármála- og tryggingafélag- inu Moderna, áður Invik, þann 16. mars 2009 vegna þess að gengið var að veðum sem stofnað hafði verið til vegna lánveitinga upp á nærri 200 milljónir evra, rúmlega 33 milljarða króna á þávirði, til eignarhaldsfélags- ins Svartháfs í febrúar 2008. Þar með var skilanefnd Glitnis búin að leysa til sín hlutabréfin í Sjóvá þar sem Mod- erna hélt utan um þau. Slæma stöðu Sjóvár á þessum tíma mátti meðal annars rekja til kaupa Milestone á Invik fyrir um 70 milljarða króna en eignir og skuldir voru færðar frá Milestone inn í tryggingafélagið til að ljúka við kaupin. Fengu frest til 1. apríl Sjóvá fékk einn frest til viðbótar með bréfinu: Til 1. apríl 2009. Sá frestur var þó ekki veittur án skilyrða, að því er segir í bréfinu, því Sjóvá átti þegar að grípa til ráðstafana til að styrkja fjár- hagslega stöðu félagsins og átti Sjó- vá að upplýsa Fjármálaeftirlitið viku- lega um hvernig endurfjármögnunin gengi. Í bréfinu segir: „Þó frestur sé enn á ný veittur, er gerð sú krafa að eigend- ur sem og stjórnendur félagsins grípi þegar til ráðstafana til að styrkja fjár- hagslega stöðu félagsins. Óskað er eft- ir því að Fjármálaeftirlitið verði upp- lýst vikulega um framvindu þeirra ráðstafana sem gripið verður til, á meðan frestur þessi er í gildi.“ Eigendur og stjórnendur Sjóvá urðu ekki við þessum ábendingum og var greint frá því í Morgunblaðinu um miðjan maí 2009 að Sjóvá upp- fyllti ekki lögbundnar kröfur um gjald- þol. Sú frétt Morgunblaðsins hóf fjöl- miðlaumræðuna í samfélaginu um meðferð Milestone á bótasjóði Sjóvár sem verið hefur í gangi æ síðan, með- al annars vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meðferðinni á bótasjóði félagsins. Þann 8. júlí í fyrra var svo greint frá því að íslenska ríkið þyrfti að leggja Sjóvá til tæpa 12 milljarða króna í formi láns til að félagið stæð- ist lögbundin skilyrði um gjaldþol tryggingafélaga vegna þess hvernig Mile stone hafði gengið á eignasafn fé- lagsins. Ástæða fram-lengingar er sú óvissa sem ríkt hefur um fjárhagsstöðu fé- lagsins og eigenda þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.