Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Blaðsíða 27
verksins og kannast við mannskap- inn á sviðinu - sem er jákvætt.“ Leikaradeildin tekur tíma Stefán útskrifaðist frá Guildhall School of Music and Drama í London fyrir rúmlega tveimur áratugum eða árið 1989. Að loknu námi lék Stefán hjá Leikfélagi Reykjavíkur en réð sig til Þjóðleikhússins 1991. Hann hefur leik- ið í fjölda verka meðal annars Helmút veislustjóra í Veislunni sem tilnefnt var til Grímunnar og þá lék einnig titilhlut- verkið í Erling í Loftkastalanum en fyr- ir það hlutverk var Stefán tilnefndur til Grímunnar. Á hvíta tjaldinu hefur Stefán birst í kvikmyndunum Ryði, Inguló, Strák- unum okkar, Kaldri slóð og nú síðast í Reykjavík Whale Watching Massacre. Af sjónvarpsverkum má nefna Jóhann Sigurjónsson í Leiftrinu bjarta, titil- hlutverkið í Baróninum, Viktor, End- urreisnin og almúginn, Hamarinn og Réttur 1 og 2. Á seinni árum hefur Stefán haslað sér völl sem leikstjóri. Hann var val- inn leikstjóri ársins fyrir Kvetch, þegar Gríman var veitt í fyrsta sinn árið 2003 og var einnig tilnefndur til sömu verð- launa fyrir Sporvagninn girnd, Héra Hérason, Forðist okkur og Óhapp. Hjá L.R. leikstýrði hann sömuleiðis; Draugalest, Sekt er kennd, Belgísku Kongó og Terrorisma. Í Þjóðleikhúsinu hefur Stefán leik- stýrt verkunum: Herjólfur er hættur að elska, Túskildingsóperunni, Fagn- aði, Óhappi, Baðstofunni og Legi sem hlaut 12 Grímutilnefningar, þar á með- al fyrir leikstjórn. „Maður er alltaf að reyna skipu- leggja sig betur til að hafa vaðið fyr- ir neðan sig. Ég er fagstjóri leikara- brautar Listaháskólans og það tekur upp mikið af mínum tíma. Þar er ég að kenna og skipuleggja starfið,“ seg- ir Stefán en hann er einn af þeim sem ákveður hver kemst inn í skólann og hver ekki. Leikhúsið er skepna Stefán hefur mikið álit á Braga, höf- undi verksins. Segir hann mikinn meistara. „Leikhúsið er þannig skepna að hún er oft lengi að melta hlutina og vinna úr þeim. Þetta er stór vél - leik- húsið. Mér finnst hins vegar gleðilegt hvernig íslenskt leikhús er að komm- entera á stöðu mála um þessar mund- ir. Í þessu verki er það ekki beinlínis á yfirborðinu, frekar en venjulega hjá Braga, það marar undir. Umfjöllunar- efnið er þjófnaður á kjúklingum í fjöl- býlishúsi og hvernig það mál vindur uppá sig. Þetta snýst um sakbending- ar og selektíft minni – þarna rekumst við á íslenskan flóttamann, sem þykist standa fyrir eitthvað en kemur upp um sig á meðan hann forðast að líta í eig- inn barm. Á þann hátt fjallar verkið um Ísland í dag. Samræðurnar eru í senn fáránlega fyndnar og óþolandi enda er sannleikurinn fimlega sniðgenginn. Þótt Bragi hafi ekki lagt þetta þannig upp, segir hann, að skrifa um samtímann, um hrunið, Icesave eða hvað þetta heitir nú allt saman þetta leiðindadót, þá er hann það næmur að hann kemst ekki hjá því að endur- spegla tímann á sinn hátt. Hann hef- ur svo fína tilfinningu fyrir breiskleika mannskepnunnar. Þetta er eiginlega kostuleg úttekt á þrætubókarlistinni á þessum síðustu og verstu - það má al- veg segja það. Það er ekki auðsótt að skipa þessu verki í hefðbundinn dramatískan flokk. Það eru vissuega farsa tilþrif í því en líka mikill undirliggjandi tregi og absurd element. Svo er þetta líka saka- málaleikrit. Þarna er glæpur framinn, kjúklingum stolið úr frystikistu og það er haldinn húsfundur og þá eru allir tilkallaðir eins og hjá Agöthu Christie. Svo geta áhorfendur reynt að ráða gát- una - það er ekki einfalt mál þegar eng- inn vill axla ábyrgð.“ Linda eða Birta Stefán segir að það hafi verið ljúft að leikstýra vinum sínum - meira mál sé að velja sér föt fyrir frumsýninguna. „Hér er ég með úrvalslið, Eggert Þor- leifs, Ragnheiði Steindórs sem leik- ur konu hans og gimsteinninn Krist- björg Kjeld sem sýnir stórleik. Svo eru þarna Frikki, Vigdís Hrefna og sjálfur Pálmi Gestsson. Ég hef þekkt þetta fólk og unnið með því lengi og þetta hefur verið yndisleg samvera. Það er meiri spurning í hverju ég eigi að vera á frumsýningarkvöldinu, hvort ég fari í Lindu eða Birtu,“ segir Stefán og hlær. benni@dv.is ... Invictus Frábær mynd um umbrot- stíma í sögu Suður-Afríku. ... Brothers Góð mynd sem sýnir aðrar hliðar á Írakstríðinu. ... Percy Jackson & the Olympians: The Lightning Thief Illa gerð með grafík sem minnir á Playsta- tion 2-tölvu. ... plötunni Algjör Sveppi - Dagur í lífi stráks Of flóknir söngvar fyrir börn - mark- hóp plötunnar. 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 27 FÖSTUDAGUR n Dresscode á Nasa Það verður tískuhátíð í kvöld þar sem nokkrar af tískuverslunum borgarinnar sýna nýjar vörur á flottustu módelum landsins. Húsið verður opnað klukkan 22 og verður fordrykkur í boði Martini fyrir fyrstu gesti. Tískusýningin hefst svo stundvíslega klukkan 23. Eftir sýninguna verður svo slegið upp heljarinnar dansleik. n Todmobile á Græna hattinum Eitt af stóru númerunum í íslenskri tónlistarsögu, hljómsveitin Todmobile, verður með „Best of“-tónleika á Græna hattinum á Akureyri. Alltaf má treysta á stuð þegar Andrea Gylfadóttir er annars vegar. Um að gera að rifja upp gamla takta. Forsala aðgöngumiða er í Eymundsson Hafnarstræti. Miðaverð 2.500 kr. n Siggi Hlö á Spot Sjóðheit Boogienights-stemning sem aldrei fyrr! Það er engin annar en „Veistu hver ég var“ meistari Siggi Hlö sem verður í öllu sínu veldi á Spot í kvöld. Það þarf vart að taka það fram að það verður var allt vitlaust. Húsið verður opnað kl. 23 og kostar 1.200 krónur inn. LAUGARDAGUR n XXX Rottweilerhundar á Selfossi Það eru töffararnir í XXX Rottweilerhund- um sem ætla heiðra Selfyssinga með nærveru sinni með tónleikum á 800 Bar í kvöld. Hundarnir fagna um þessar mundir tíu ára starfsafmæli og mumnu meðal annars frumflytja ný lög. Það kostar 1.000 krónur inn. n Grímuball á Snæfellsnesi Það verður fantagóð stemning á Snæfellsnesi í kvöld. Á skemmtistaðnum Kaffi 59 sem staðsettur er á Grundarfirði verður haldið grímuball með Rock n´roll- þema. Hljómsveitin Napoleon mun sjá til þess að dansgólfið verði pakkað fram á nótt. Það kostar 1.500 krónur inn. n Greifarnir á Spot Á Spot í kvöld verða hinir einu sönnu Greifar í húsinu og verður sérstök dagskrá í gangi. Klukkan 22 opnar húsið með forpartíi þar sem hljómsveitin Special Treatment kemur fram en hún hefur ekki komið fram í 25 ár. Óvænur gestur skýtur upp kollinum. n Einstakt kvöld á Batteríinu Það verður fjölbreyttur kokteill á Batteríinu en þar mun reykjavík! koma fram í fyrsta skipti á áratugnum ásamt bandinu Florita, Borgari Magnasyni og Legend. Húsið opnar klukkan 22:30. Ekki láta þetta undur fram hjá þér fara. Hvað er að GERAST? Leikritinu Góðir Íslendingar, sem sýnt hefur verið í Borgarleikhús- inu, hefur verið boðið á leiklist- arhátíðina Ný leikrit frá Evrópu, Neue Stücke aus Europa. Þarna hafa fjöldi leikskálda verið kynnt- ur í fyrsta sinn utan heimalands síns. Hafa sumir hverjir hlotið heimsfrægð enda kemur þarna saman fjöldi leikhúsfólks auk út- sendara leiklistarhátíða og um- boðsmanna víða að úr heiminum. Góðir Íslendingar hlaut mikið lof gagnrýnenda þegar sýningin var frumsýnd í janúar. Góðir Íslendingar er nýtt ís- lensk leikverk eftir þá Hall Ing- ólfsson, Jón Pál Eyjólfsson og Jón Atla Jónasson. Verkið er hár- beitt ádeila á íslenskt samfélag og hvernig við glímum við afleiðing- ar efnahagshrunsins sem á okkur dundi. Í Góðir Íslendingar er ver- ið að skoða sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar sem birtist meðal annars í húsunum sem við byggð- um og bílunum sem við keyptum en einnig í því hvernig við kom- um fram og tjáum okkur á verald- arvefnum og í lífinu yfirleitt. Við erum öll undir smásjánni í verk- inu, það sem áður þótti merki um velgengni vekur nú óhug okkar. Síðasta sýning hérlendis er föstu- daginn 26. febrúar.  ... tölvuleiknum Heavy Rain Einstakur leikur þar sem þú ræður ferðinni. ... tölvu- leiknum Handball Manager Misheppnaður leikur og of flókinn. „FRUMSÝNING EKKERT SÉRSTAKLEGA Þetta virðist hafa breiða skírskotun. Það er eitthvað í þessu. Í sviðsmyndinni Stefán í hinni glæsilegu sviðsmynd sem Börkur Jónsson á heiðurinn af. ÁNÆGJULEGT FYRIRBÆRI“ Djassgeggjari Aðalpersónan í verkinu er mikill djassgeggjari. Á stórt plötusafn. Að gera góða hluti Jón Atli Jónasson samdi verkið ásamt Halli Ingólfssyni og Jóni Páli Eyjólfssyni. MYND GÚNDI Leikritið Góðir Íslendingar á leið á leiklistarhátíð í Evrópu: Evrópa heilsar Íslendingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.