Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Þ egar ég sá ástandið hugs- aði ég að svona fátækt fólk myndi aldrei kaupa sér bók. Svo komst ég að því að það voru margir sem kunnu ekki að lesa og það var eitthvað sem ég hafði aldrei spáð í. Fyrir mér er það bara mikil fötlun. Maður spyr sig hvernig fólk eigi eiginlega að bjarga sér í slíkum aðstæðum á okkar tímum. Þannig að þetta ferðalag sem átti fyrst að vera út í loftið breyttist í eitthvað allt annað,“ segir Guðrún Margrét Páls- dóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar, sem fann köllun sína í heimsreisu árið 1986. „Markmið- ið var bara að klára hringinn og kom- ast svo aftur út að kenna fólki að lesa og skrifa.“ Aðstæður urðu þó til þess að Guð- rún komst ekki út aftur og einu og hálfu ári síðar stofnaði hún barnahjálpina ásamt sjö öðrum einstaklingum. Þá fann hún farveginn fyrir hugsjónina. Verkefnin koma til þeirra Guðrún er nýkomin frá Líberíu þar sem hún dvaldi í viku. Verkefni ferð- arinnar var að meta ástandið svo að hægt væri að skipuleggja starfið fram undan. „Líbería er að rísa úr rústum eftir langa og stranga borgarastyrj- öld sem olli því meðal annars að heil kynslóð missti úr skólagöngu. Upp- byggingin í landinu hefur staðið yfir í um sjö ár og enn er langt í land,“ seg- ir Guðrún en nú stendur yfir bygging skóla og heimavista á vegum ABC þar í landi. 135 börn eru í skólanum og gæti þeim fjölgað ef styrktaraðil- ar væru fleiri. Starfið er komið vel á veg en þó vantar ýmislegt upp á, til dæmis atriði sem snúa að vatni, raf- magni og klósettum. Guðrún segir að ABC leiti sjald- an að verkefnum heldur komi þau í raun til þeirra. „Fólk kemur og bið- ur um hjálp. Við fáum umsóknir sem við vinnum úr. Svo förum við og leit- um að traustum samstarfsaðilum til að vinna með. Þá getur starf í við- komandi landi hafist.“ Verkefni eru nú í gangi í átta lönd- um og er neyðin alls staðar mikil. Líberíuverkefnið hófst fyrir þrem- ur árum og eftir það var verkefnum komið í gang í Senegal og Búrkína Fasó. Eitt af nýjustu verkefnunum er að reyna að koma götustrákum frá Gíneu-Bissá, sem betla á götum Senegal, aftur til síns heima. „Það er gríðarleg þörf þar. Drengirnir vinna í betli sem stóð aldrei til. Þeim var lof- að menntun sem var ekki staðið við. Þó að við hjálpum þeim að komast aftur heim til sín bíður þeirra ekk- ert þar og þess vegna þyrftum við að reyna að byggja skóla fyrir þá,“ seg- ir hún. „Ísak sendi okkur” Starfsemi ABC barnahjálpar snýst að mestu leyti um það að byggja heimili og skóla fyrir þurfandi börn. Með hverju barni þarf styrktaraðila. Í dag eru um fjögur þúsund börn á heimavistum og auk þeirra 8.000 önnur börn sem ganga í skóla hjá þeim. Í einstaka tilfellum ganga börnin í aðra skóla en ABC setur upp. Guðrún segir að börnin sem eru komin undir verndarvæng ABC hafi mörg komið til þeirra sjálf. „Það hafa kannski beðið fjögur til fimm börn á hverjum morgni fyrir utan heimili ABC og þá er skýringin sú að einhver af heimilinu hefur farið og náð í vini sína sem búa enn þá á götunni. Ef maður spyr svo börnin af hverju þau hafi komið svara þau til dæmis: Ísak sendi okkur,“ segir Guðrún um einn drenginn sem hún BREYTIR lífi barna Guðrún Margrét Pálsdóttir hefur eflaust séð meira en flestir þegar kemur að svöngum munaðarlausum börn- um. Eftir að hafa fundið hugsjón sína fyrir fjölmörgum árum og verið einn stofnenda ABC barnahjálpar sem nú er á sínu 22. starfsári hefur hún tekið þátt í að veita þús- undum barna mat og menntun. Hún segir Ásdísi Björgu Jóhannesdóttur frá starfinu, tilfinningunum sem fylgja, aðstæðum barna, fjárhagsvandanum og framtíðaráætlun- um. „Það er mjög erfitt að ganga fram hjá þessum börnum og geta ekki hjálpað þeim. Nema nokkrum. Börn geta ver- ið í svo skelfilegri stöðu,“ segir hún meðal annars. Guðrún Margrét Pálsdóttir Stofnandi og framkvæmda- stjóri ABC Barnahjálpar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.