Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 26. febrúar 2010 SAKAMÁL LYFJANOTKUN EÐA AFBRÝÐISEMI Var John Mullar- key afbrýðisamur siðblindingi eða fórnarlamb Accutane, lyfs við gelgju- bólum sem nú hefur verið tekið af markaði? Demi Cuccia, kærasta Johns til tveggja ára, ákvað að binda enda á samband þeirra því hún taldi hann of eigingjarnan á hana. Að sögn vina hennar hafði Demi reynt án árangurs að fá hann til að láta af eigingirninni sem jaðraði við sjúkleika. Að lokum fór svo að John banaði Demi og byggði lögfræðingur Johns vörnina á notkun hans á Accutane, sem hann sagði hafa breytt persónuleika Johns. Lesið um morðið í næsta helgarblaði DV. LAUNAÐI GOTT MEÐ ILLU Susan Williams frá Rhymney-dal í Suður-Wales var þekkt sem miskunnsami Samverjinn. Allir í bænum þekktu hana og vissu af hjálpsemi hennar við þá sem minna máttu sín. Færri vissu að hún átti nánast jafnbágt og þeir sem hún hjálpaði. Í heimabæ sínum, Caerphilly í Rhymney-dal í Suður-Wales, var Susan Williams þekkt sem hinn miskunnsami Samverjinn. Allir bæjarbúar vissu um gæsku henn- ar og þá áráttu að vilja hjálpa þeim sem minna máttu sín. Færri vissu að hún var nánast jafn lánlaus og þeir sem hún aðstoðaði. Líf Susan fór úr skorðum í kring- um 1995. Hún var mikils metin ljósmóðir en neyddist til að láta af störfum af heilsufarsástæðum. Hjónaband hennar fór í vaskinn og hún leitaði huggunar hjá Bakkusi. Drykkjan leiddi síðan til fjár- hagslegra örðugleika og þegar hér var komið sögu var hún við að missa heimili sitt. Engu að síður reyndi hún eftir fremsta megni að láta gott af sér leiða. Sá síðasti sem naut greiðvikni Susan var sautján ára unglingur, David Matthews. Tók hugsanlega á móti Matthews Í ljósi þess að Susan hafði tekið á móti um eitt þúsund börnum sem ljósmóðir var ekki fráleitt að ætla að David Matthews hefði verið eitt þeirra, því hann fæddist í Rhym- ney-dal á þeim tíma þegar Susan var yfirljósmóðir þar. David átti erfiða æsku og eft- ir að hann komst í kynni við áfengi og eiturlyf átti hann ekki aftursnúið. Í febrúar 2009 hafði kærasta hans fengið sig fullsadda af afbrýðisemi Davids og henti honum út af heim- ili hennar. Nokkrum kvöldum síðar fór David á ævintýralegt fyllerí, tók inn amfetamín og alsælu sem hann renndi niður með átján pintum öls. Á bar einum í bænum hitti David mann sem kunnugur var Susan og þar sem honum sýndist unglingur- inn vera í frekar slæmu ásigkomu- lagi ákvað hann að fara með hann heim til Susan; hún myndi án efa skjóta yfir unglinginn skjólshúsi. Gripinn glóðvolgur Það var auðsótt mál að fá gistingu heima hjá Susan og þann tíma sem vinur Susan staldraði við heima hjá henni kjaftaði á David hver tuska. „Ég myndi vilja vita hvernig er að drepa einhvern,“ sagði Dav- id þar sem hann sat og lét fara vel um sig í sófa Susan. Vini Susan var nóg boðið og skipaði drengnum að láta af slíku tali og kvaddi skömmu síðar. Susan bjó um David á svefn- sófa og bauð honum góða nótt þar sem hann sat og horfði á sjónvarp- ið. Einhverju síðar ákvað uppdóp- aði og ölvaði unglingurinn að launa greiðviknina og fór ránshendi um íbúðina. Hann fann ruslapoka í eld- húsinu og tróð í þá hverju því sem hann fann á neðri hæð hússins. David var í óðaönn að fylla fjórða pokann þegar Susan vakn- aði við hávaðann í honum. David heyrði til Susan þegar hún kom niður stigann og greip hann tvo eldhúshnífa. Myrt á hroðalegan hátt „Hann réðst aftan að henni, stakk hana í höfuðið, handleggina og efri hluta líkamans. Hún hljóp, en hann elti, stingandi hana, síðan sló hann hana í höfuðið með potti. Hann trampaði ítrekað á höfði hennar og þegar - slíkur var ofsi árásarinn- ar – minni hnífurinn brotnaði, skar hann hana á háls með brauðhnífn- um,“ sagði fulltrúi ákæruvaldsins síðar við réttarhöldin. Kjálki, háls og átta rifbein brotnuðu við morð- ið og höfuðkúpa Susan brákaðist. David Matthews yfirgaf blóði drifinn morðvettvanginn í morg- unsárið og ýtti á undan sér hjólbör- um hlöðnum góssinu úr húsinu. Síðar fleygði hann hjólbörunum, hnífunum tveimur og skálduðum pottinum í á sem varð á leið hans. Næsta dag, í félagsskap vinar, rifjaði David upp morðið. „Hún ætlaði bara ekki að drepast,“ sagði David. Að lokum fór svo að David trúði fjölskyldu sinni fyrir ódæði sínu og hún hafði samband við lögregluna. Lífstíðardómur Við réttarhöldin lýsti David Matt- hews yfir iðrun og dómarinn benti honum á að hann hefði sloppið fyrir horn, því ef hann hefði fram- ið morðið sex vikum síðar, orðinn átján ára, hefði hann fengið að lág- marki þrjátíu ára dóm. Þar sem David var ekki nema sautján ára fékk hann lífstíðar- dóm og myndi afplána að minnsta kosti tuttugu ár. „Þú réðist á hana og myrtir á grimmilegan og hrotta- fenginn hátt. Mál þitt er skýr myndbirting áhrifa áfengis og eit- urlyfja á mann af þínu sauðahúsi,“ sagði dómarinn. Rannsóknarlögreglumaðurinn sem fór fyrir rannsókn málsins sagði að Susan hefði verið misk- unnsami Samverjinn í þeirra orða fyllstu merkingu og henni hefði verið launað góðverk með illsku. „Kaldhæðnin er sú að hún kann að hafa verið sú ljósmóðir sem að- stoðaði við fæðingu morðingja síns,“ sagði ættingi Susan Williams. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is Ég myndi vilja vita hvernig er að drepa einhvern,“ sagði David þar sem hann sat og lét fara vel um sig í sófa Susan. Miskunnsami Samverjinn Gerði einu góðverki of mikið. Myrti velgjörðar- mann sinn David Matthews var illa far- inn vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.