Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 77

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2010, Side 77
SVIÐSLJÓS 26. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 77 Landsmenn eru eindregið hvattir til að láta bólusetja sig gegn svínainflúensu á næstu dögum og vikum til að verjast veikinni enda eru miklar líkur á nýju áhlaupi inflúensunnar síðar á þessu ári eða því næsta. Best er að verjast svínainflúensunni með bólusetningu og það strax enda nóg til af bóluefni í landinu. Við boðum bólusetningarátak um allt land! � Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú gengið inn á næstu heilsugæslustöð á almennum þjónustutíma alla virka daga og látið bólusetja sig. Ekki þarf lengur að skrá sig í bólusetningu fyrir fram! � Áfram þarf hins vegar að panta tíma í bólusetningu á heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins. Tveir Íslendingar af hverjum fimm hafa látið sprauta sig gegn svínainflúensu á undanförum mánuðum sem er eitt hæsta hlutfall sem þekkist meðal þjóða. Íslendingar eiga hrós skilið fyrir að bregðast hratt og ákveðið við inflúensufaraldrinum með því að mæta til bólusetningar, tileinka sér tíða handþvotta, bera spritt á hendur, nota pappírsklúta og gera fleira sem stuðlar að heilsuvernd. Fullvíst er að allar þessar ráðstafanir hafa komið í veg fyrir að tugir þúsunda Íslendinga sýktust af svínainflúensunni fyrr í vetur. Verjumst nýju áhlaupi svínainflúensunnar A(H1N1)! Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna svínainflúensu A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild Nýjasta tískubylgjan í Bandaríkjun- um er að konur láti skreyta skapa- hárasvæði sitt með skrautsteinum og glitri eftir að hafa farið í bikinívax. Þessi meðferð kallast Vajazzling og verður sífellt vinsælli þar í landi. Konan sem sést hér á myndinni heitir Bryce Gruber og er blaðakona fyrir vinsæla vefsíðu vestanhafs sem kallast theluxuryspot.com en hún fékk sér Vajazzling til að kynna það fyrir lesendum sínum. Hægt er að fá alls kyns mismunandi skreytingar, allt frá ódýrum perlum yfir í rándýra Swarovski-kristalla. Það er spurning hvort þetta æði nái til Íslands áður en langt um líður. Nýjasta tískan í Bandaríkjunum: Skart í stað skapahára Bryce Gruber Fékk sér Vajazzling. Kim Kardashian á ferð og flugi: Það er nóg að gera hjá hinni fögru Kim Karda- shian þessa dagana. Á milli þess sem hún reyn-ir að rækta samband sitt við ruðningsmanninn Reggie Bush heldur hún úti tveimur fatabúðum og er byrjuð að gera líkamsræktarmyndbönd. Líkami hennar er einn sá vinsælasti í Hollywood um þess- ar mundir en allar konur vilja vera með eins línur og hún. Kim er engin mjóna, heldur gullfalleg með lín- urnar í lagi. Hún reynir nú að hjálpa konum að fá lík- ama eins og sinn og hefur nóg að gera. Þess vegna þarf hún ekkert minna en tvo síma og ein stærstu sólgleraugu í manna minnum. TVEIR SÍMAR OG SÓLGLERAUGU Skutla Kim Kardashian er gífurlega fönguleg stúlka. Svona vilja þær vera Eftir að Kim birti þessa mynd af sér vildu allar konur í Hollywood vera eins og hún. KOMIÐ ÚT Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.