Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 12
Hluthafinn Guðjón Arnar segir að menn verði að spila með kvótakerfinu til að lifa af. Hann á fjórðungshlut í útgerðarfyrirtækinu Öngli ásamt syni sínum. 12 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR Í DV síðastliðinn miðvikudag var fjall- að um eignarhlut Guðjóns Arnars í útgerðarfyrirtækinu Öngli ehf. á Ísa- firði en fyrirtækið, sem er rekið af syni Guðjóns, leigði frá sér kvóta fyrir tæp- ar 16 milljónir króna á árunum 2007 til 2009. Guðjón Arnar var formaður Frjálslynda flokksins frá árinu 2003 til ársins 2010. Hann var fyrst kosinn á þing fyrir flokkinn árið 1999 og sat þar til ársins 2007. Guðjón Arnar hef- ur verið einn harðasti andstæðing- ur kvótakerfisins um árabil og hefur skrifað margar greinar um sjávarút- vegsmál í dagblöð og tímarit þar sem hann hefur gagnrýnt kvótakerfið og brask með kvóta. DV ræddi við Guðjón Arnar um málið. Blaðamaður (B): Er ekkert rangt við þetta? Guðjón Arnar (GA): Ætli menn verði ekki að spila í þessu kerfi eins og það er. Ég geri ráð fyrir því að hann hafi leigt eitthvað til sín í hina áttina líka. B: Þú skrifar upp á ársreikningana ásamt syni þínum og þú hlýtur að hafa farið í gegnum þessar tölur. Finnst þér þetta siðlaust af þér að taka þátt í þessu? GA: Ég tek ekkert þátt í þessu því ég hef enga afkomu af þessu fyrirtæki. B: Þú hefur flutt margar ræður og verið í umræðuþáttum þar sem þú gagnrýnir kvótabrask … GA: Ég hef margoft lagt það til að þessu fyrirkomulagi verði breytt, en það er nú einu sinni þannig að þó manni líki ekki umferðarlögin þá verður maður að fara eftir þeim. Maður hefur þá skoðun hvað eigi að þurfa að breytast í þessu og marglagt til breytingar á því þó það hafi ekki gengið eftir. B: Þannig að þú hefur þá spilað með kerfinu og leigir kvótann? GA: Ég spila nú reyndar ekkert með í þessu því ég hef aldrei tekið neinn ein- asta arð út úr þessu fyrirtæki. B: En þú ert hluthafi í fyrirtækinu? GA: Já, ég á í þessu fyrirtæki með syni mínum og frændum. Menn eru nátt- úrulega bara með þessi lög fyrir fram- an sig og ef einhver einn getur ekki unnið í kerfinu þá náttúrulega bara gefst hann upp. B: En finnst þér þetta siðlaust? GA: Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þetta leigufyrirkomulag. B: Þú skrifar upp á ársreikninga fyrirtækisins og þú hlýtur að hafa farið í gegnum þessar tölur. Finnst þér þetta siðlaust? GA: Ég tek ekkert þátt í þessu. Ég hef enga afkomu af þessu fyrirtæki. B: En þú ert samt hluthafi. GA: Já, ég á í þessu fyrirtæki og því miður er eignastaðan í því ekki góð. B: Er þetta siðlaust af þinni hálfu að taka þátt í þessu sem hluthafi? Hefðirðu átt að fara út úr fyrirtæk- inu? Þú hlýtur að hafa vitað þegar þú skrifaðir upp á reikningana að það væri verið að leigja kvóta frá fyrirtækinu? GA: Ég hef svo sem ekkert verið að stúdera þessa reikninga. Drengurinn gerir þetta út og lifir af þessu. Ég hef enga tekjulega hagsmuni af fiskveið- um í þessu fyrirtæki. Það er frekar að maður hafi lagt peninga inn í fyrir- tækið þegar illa gengur. B: Þú vilt sem sagt ekki svara þeirri spurningu hvort þér finnist þetta vera siðlaust eða ekki? GA: Ég get ekkert verið að svara því vegna þess að lögin eru eins og þau eru og ef að menn eru að reka svona fyrirtæki eins og hann gerir í þessu til- viki, þá neyðist hann til þess að vinna með reglunum hvort sem hann hefur skoðun á þeim í aðra áttina eða hina. Ég hef aldrei mælt með þessu fyrir- komulagi varðandi leigukerfið og hef margoft lagt til að því verði breytt en það hefur nú aldrei fengist í gegn. B: Guðjón, þú varst í pólitík lengi og talaðir gegn kvótabraski og þegar það kemur í ljós að þú ert fjórðungs- hluthafi í fyrirtæki sem er að leigja frá sér kvóta, þá eru ansi margir sem setja spurningamerki við það! GA: Ég hef þá skoðun að þessu kerfi eigi að breyta og hef alltaf talað fyrir því. Það er bara einfaldlega þannig að hvort sem það ert þú eða aðr- ir, þá neyðast menn til að fara eftir þeim lögum sem um- hvefið býður upp á. Það er ekkert annað svar við þessu. Menn neyðast til að vinna eftir þeim lögum sem eru í gildi í landinu. B: En hefði þá ekki verið rétt af þér að koma fram og segja að þú eigir hlut í fyrirtæki sem leigir frá sér kvóta? GA: Hef ég nokkurn tíma falið það að ég ætti hlut í þessu fyrirtæki? B: Ég hef ekki heyrt áður að þetta fyrirtæki hafi verið að leigja frá sér kvóta. GA: Ég bara bið þig um að tala við Kristján Andra vegna þess að það er hann sem rekur þetta fyrirtæki og hef- ur af því alla afkomu. Ég hef aldrei haft nokkra afkomu af þessu fyrir- tæki og ég bið þig bara að spyrja hann út í þess- ar tilfærslur. Hann getur örugglega svarað því betur en ég því ég er ekkert að stúdera þessar tilfærslur fram og til baka. Guðjón Arnar Kristjánsson er fjórðungshluthafi í útgerðarfyr- irtækinu Öngli sem á síðustu þremur árum hefur leigt frá sér kvóta fyrir tæpar 16 milljónir króna. Guðjón hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur kvótakerfisins og meðal annars gagnrýnt mjög að kvóti væri leigður frá fyrirtækjum. VERÐA AÐ SPILA MEÐ KERFINU JÓHANNES KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Ég tek ekkert þátt í þessu því ég hef enga afkomu af þessu fyrirtæki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.