Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 FRÉTTIR Kynningarstarf íslensku bank- anna á peningamarkaðssjóðun- um var í ýmsum tilvikum til þess fallið að villa um fyrir og blekkja viðskiptavinina. Þetta er mat rannsóknarnefndar Alþingis. Í fjórtánda kafla skýrslunnar segir að bankarnir hafi kynnt sjóðina sem nær áhættulausa fjárfesting- arkosti, á meðan ljóst var að það væri ekki rétt. Þetta sýna tölvu- bréf sem rannsóknarnefndin hef- ur undir höndum. „Sjóður 9 (Peningamarkaðs- sjóður), alveg öruggur sjóður, betri ávöxtun en allir innláns- reikningar okkar 15,3%, enginn binditími, það besta örugga sem býðst í dag. Allir ættu að vera með peningana sína í þessum sjóð frekar en á reikningum ef þeir vilja ekki taka neina áhættu.“ Svo segir í tölvupósti í októ ber 2007 frá ráðgjafa hjá Glitni til starfsmanna í símasöluveri, sem kynntu sjóðina fyrir almennum sparifjáreigendum bankans. „Áhættulaus“ „Sjóður 9 er áhættulaus peninga- markaðssjóður sem gefur mjög háa ávöxtun, eða 15,2% á ársgrundvelli (miðað við síðustu 6 mánuði) í dag sökum hárra stýrivaxta,“ segir í öðru bréfi frá ráðgjafa bankans til sölu- versins, frá nóvember 2007. Svipaður tónn er í tölvuskeyt- um frá Landsbankanum. „Þetta eru í raun verðbréf en þó eru eng- in hlutabréf í sjóðnum sem þýð- ir að þetta er mjög lítil áhætta, virkar nánast eins og allir aðrir reikningar,“ segir þjónustufulltrúi bankans í bréfi til viðskiptavin- ar í janúar 2008. Vitnað er í fleiri tölvubréf frá þjónustufulltrúum Landsbankans til viðskiptavina. „Ég talaði við þig áðan varðandi snilldar sparnaðarleiðina okk- ar. Við erum að tala um Peninga- bréfin: [...] Engin áhætta,“ skrifar þjónustufulltrúi. Þóttist hringja úr útibúinu Þá er í skýrslunni vitnað í bréfa- skriftir á milli starfsmanna Landsbankans þar sem þeir ræða aðferðir sínar við kynningu á pen- ingamarkaðsbréfunum. „Þó að ég sé að hringja fyrir söluverið eða eitthvað annað þá segist ég allt- af vera að hringja úr útibúinu þar sem viðskiptavinurinn er í við- skiptum, það gerir það persónu- legra,“ skrifar starfsmaður Lands- bankans starfsbróður sínum. Bréfið var sent 5. febrúar 2008. Rannsóknarnefndin segir tölvu- póstsamskiptin „... athyglisverð í sambandi við afstöðuna til mark- aðssetningar og sölu á áskrift að peningamarkaðssjóðum“. Sama afstaða virðist hafa ríkt hjá starfsmönnum Kaup- þings. Rannsóknarnefndin hef- ur til dæmis undir höndum gögn þar sem „... framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kaupþings banka var að velta fyrir sér ýmsum sölu- setningum, m.a. þessari: „Viltu áhættulausa fjárfestingu?““ Banka ber að segja frá áhættu Árið 2007 var eftirfarandi texti skrifaður neðst í verðbréfahluta vefsíðu Glitnis, á sama stað og peningamarkaðssjóðirnir voru kynntir: „Sjóður 9 - peningamarkaðs- bréf og Sjóður 10 - úrval inn- lendra hlutabréfa eru fjárfest- ingarsjóðir skv. III. kafla laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. [...] Vegna minni áhættudreifingar eru báð- ir sjóðirnir áhættumeiri en verð- bréfasjóðir.“ Lögum samkvæmt þurfa fjár- málafyrirtæki að auglýsa og kynna verðbréfa- og fjárfestinga- sjóði með ákveðnum hætti. Þurfa meðal annars að koma fram upp- lýsingar um áhættu sjóðsins og skilgreining á honum á borð við ofangreindan texta. Þegar starfs- menn Glitnis kynntu Sjóð 9 sem áhættulausan peningamarkaðs- sjóð árið 2007 stóð á sama tíma í smáa letrinu á vefsíðu bankans, sem var skylda að tilgreina, að sjóðurinn væri áhættumeiri en verðbréfasjóðir. Þeir starfsmenn bankans sem fullyrtu að Sjóður 9 og aðrir peningamarkaðssjóðir væru áhættulausir fóru því út fyr- ir bókstaf laganna. Alvarleg vanræksla FME Rannsóknarnefnd Alþingis ger- ir alvarlegar athugasemdir við eftirlit Fjármálaeftirlitsins með peningamarkaðssjóðunum, en einungis einn starfsmaður stofn- unarinnar sinnti því lengst af, þrátt fyrir gríðarlegt umfang sjóðanna. „Heildarstærð pen- ingamarkaðssjóða fór yfir 400 milljarða króna árið 2007 sem jafngildir um 31% af vergri lands- framleiðslu (VLF). Ljóst má vera að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem komu að eftirliti með þessari starfsemi voru alltof fáir til að geta sinnt því með fullnægjandi hætti. Aðeins einn starfsmaður sinnti eftirliti með öllum verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum fram undir lok árs 2007. Það verður að telja næsta hæpið að einn starfsmaður geti haft sérfræðiþekkingu á fjöl- breyttum fjárfestingum í skulda- bréfum, hlutabréfum, flóknum afleiðum og framvirkum samn- ingum.Hafa verður í huga að ein- vörðungu á vegum stóru bank- anna þriggja voru 59 starfandi verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir um mitt ár 2007.“ Sjóðirnir eftirlitslausir í heilt ár Í skýrslunni er þess getið að sjóð- irnir hafi í raun getað leikið laus- um hala um mánaða skeið þegar enginn starfsmaður FME sinnti eftirlitinu. „Eini starfsmaður Fjármálaeftirlitsins í eftirliti með sjóðum fór í langt leyfi í nóvem- ber 2006 en vann þó tæplega 300 vinnustundir frá þeim tíma og fram í maí 2007. Enginn var ráð- inn í hans stað í heilt ár og voru sjóðirnir því í raun því sem næst án eftirlits á því tímabili. Slíkt verður að teljast alvarleg van- ræksla af hálfu Fjármálaeftir- litsins á lögbundnum eftirlits- skyldum stofnunarinnar með verðbréfa- og fjárfestingarsjóð- um.“ Ég talaði við þig áðan varðandi snilldar sparnaðarleið- ina okkar. Við erum að tala um Peningabréf- in: [...] Engin áhætta. Starfsmenn gömlu bankanna staðhæfðu oft á tíðum að peningamarkaðssjóðirnir væru áhættulausir. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum tölvupósta sem sýna glöggt hvernig þjónustufulltrúar og aðrir bankastarfsmenn villtu um fyrir viðskiptavinum. Aðeins einn starfsmaður Fjármálaeftirlitsins fylgdist með sjóðunum. BANKARNIR BLEKKTU F LK Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, um peningamarkaðs- sjóðina við skýrslutöku hjá rannsóknar- nefndinni þegar hann var spurður um afskipti sín af uppgjöri peningamarkaðs- sjóðanna: n „Við hvöttum til þess að þeir yrðu gerðir upp með samræmdum hætti ... Við vonuðum náttúrulega að það fengist sem mest upp í þetta af því það var ofboðslegur – af því það er ekki eins og auðmenn Íslands hafi átt peningana sína þar, það er náttúrulega bara hinn breiði almenningur sem var að – maður var að fá alveg hroðalegar upphringingar frá fólki sem hafði verið að selja íbúðir og arfinn sinn og henti þessu inn í þessa sjóði því bankarnir virðast í einhverjum tilfellum hafa blekkt fólk að þetta væru innlán, tryggð og varin sem innlán, sem eru náttúrulega hreinar blekkingar, af því þetta eru ekki innlán, þetta eru áhættufjárfestingar. En við höfðum ekki afskipti annað en að við hvöttum til þess að þetta yrði gert upp og það yrði gert á viðskiptalegum forsendum. En við hvöttum mjög til að þetta yrði gert upp með samræmdum hætti.“ Bankarnir blekktu fólk HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Peningarnir þínir Eignastýring Íslandsbanka sem stuttu síðar breyttist í Glitni, gaf út blaðið Peningarnir þínir, í lok árs 2005. Þar var Sjóður 9 sagður öruggari en ríkisskuldabréfasjóðir. Áhættulítill Þessi auglýsing frá Glitni birtist í fjölmiðlum allt þar til bankinn fór í þrot haustið 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.