Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 29
... uppistandi Jóns Gnarr í
Landnámssetrinu
Enginn hér á
landi stenst
Jóni snúning
þegar kemur
að uppistandi.
... Rudo y Cursi
Fótbolta-
mynd
sem
allir geta
horft á.
... Muramasa:
The Demon
Blade
Fínasti hasarleikur
sem Wii-notendur
á öllum aldri ættu
að geta skemmt sér yfir.
... I Love You Phillip
Morris
Í þessari
mynd er
eiginlega
ekkert til
að elska.
FÓKUS 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 29
Grjótharður og tungulipur
FÖSTUDAGUR
n Siggi Hlö á Spot
Siggi Hlö – já, sá sami og er með þáttinn
á Bylgjunni sem allar fullu kerlingarnar í
sumarbústöðunum hringja inn í - spilar
á Spot í Kópavogi í kvöld. Nostradamus
spáði því á sínum tíma að Siggi myndi
spila einhver lög frá níunda áratugnum.
n Dúndurfréttir á Akureyri
Dúndurfréttir spilar á Græna hattinum á
Akureyri í kvöld. Hljómsveitin tekur fyrir
það besta frá Pink Floyd, Led Zeppelin,
Deep Purple og Uriah Heap. Tónleikar
sem enginn rokkunnandi lætur fram hjá
sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 22.
n Bubbi á Egilsstöðum
Bubbi Morthens spilar á Hótel Valaskjálf
á Egilsstöðum í kvöld. Á þessu ári heldur
kappinn upp á 30 ára útgáfuafmæli
sitt og túrar nú um landið af því tilefni.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30, húsið
er opnað kl. 20, frítt inn meðan húsrúm
leyfir.
n Soundgarden-þema á Prikinu
Jenni og Franz spila á Prikinu í kvöld þar
sem þemað er Soundgarden. Partíið
byrjar kl. 21, tónleikarnir byrja klukk-
stund síðar. Danni Delux tekur við af
kumpánunum tveimur. Ath. VIP-helgi.
LAUGARDAGUR
n Dönsk djasssöngkona
í Vídalínskirkju
Ein af vinsælustu djasssöngkonum Dana
um þessar mundir, Cathrine Legardh,
leikur með nokkrum af okkar fremstu
djasstónlistarmönnum á Jazzhátíð
Garðabæjar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili
Vídalínskirkju, klukkan 20.30 í kvöld.
Legardh flytur þekkta djassstandarda,
norræn lög og eigin verk af einstakri
næmni og alúð.
n Útskriftarsýning LHÍ
Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands
verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í
dag klukkan 14. 79 útskriftarnemendur
sýna verk sín, 47 í hönnunar-og arkitekt-
úrdeild og 32 í myndlistardeild. Sýningin
stendur til 9. maí og er opin daglega kl.
10 –17, fimmtudaga kl. 10–22. Aðgangur
er ókeypis.
n Glerlaufin á Gróttu
Glerlaufin, breskt nútímaleikrit eftir Philip
Ridley, verður frumsýnt í Norðurpólnum
á Gróttu í kvöld kl. 20. Leikstjóri
sýningarinnar er Bjartmar Þórðarson og
leikarar eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Jóel Sæmundsson, Ólafur S.K. Þorvaldz
og Vigdís Másdóttir.
n Kórtónleikar í Salnum
Vörðukórinn, blandaður kór úr uppsveit-
um Árnessýslu, heldur söngskemmtun í
Salnum í Kópavogi í dag kl. 15. Efnisskráin
er fjölbreytt en öll lögin – íslensk þjóðlög,
dægurtónlist, sönglög, leikhústónlist og
kirkjutónlist. Miðaverð 1500 kr., miðasala
á midi.is, salurinn.is og við innganginn.
Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir.
Hvað er að
GERAST?
Hann er grjótharður og kynþokkafull-
ur. Hann er þér stórhættulegur ef þú
hefur gert eitthvað sem honum lík-
ar ekki. Hann mun sofa hjá þér ef þú
ert kona. Þannig er það bara. Hann
er Black Dynamite. Black Dynamite
var ein af óvæntari grínmyndunum í
fyrra en hana má nú sjá á bíódögum
Græna ljóssins.
Black Dynamite er Shaft-týpa,
vel talandi og grjótharður svartur
gaur sem lemur alla karla og sefur
hjá öllum konum. Þegar bróðir hans
er myrtur eiga hinir seku ekki von á
góðu. Hann mun gera allt til að koma
þeim fyrir kattarnef og jafnvel leysa
eina eða tvær þjóðarkrísur í leiðinni.
Allt gert alveg ógeðslega töff.
Myndin gerist á áttunda áratugn-
um og er tekin upp eins og árið sé
1975. Það virkar flott fyrir myndina
og gerir hana raunverulegri ef þannig
má að orði komast. Michael Jai White
fer vel með hlutverk Black Dynamite,
helmassaður og tungulipur.
Myndin stóð ekki alveg undir
þeim væntingum sem maður hafði
gert til hennar, enda oft erfitt að sjá
myndir svo seint sem maður hefur
lesið mikið um áður. Þó eru setningar
á borð við: „Usss. Þú vekur hinar tík-
urnar,“ og „Við hverju býstu þegar þú
sendir hana inn með þessar túttur,“
algjörlega skotheldar.
Myndin sjálf er líka skotheld.
Ljómandi fín gamanmynd með aula-
húmor og fyndnum bardagaatriðum.
Leikararnir eru ekki að fara að landa
neinum óskurum, hvað þá klippar-
arnir eða hljóðvinnslumennirnir. Það
þarf samt ekkert alltaf þegar myndin
„veit hvað hún vill vera“ og „hvert hún
ætlar að fara“. Það tekst og því verður
úr þessi fínasta skemmtun.
Tómas Þór Þórðarson
... Un Prophéte
Sterk og raunsönn fangelsismynd
um lífsbar-
áttu pilts
innan um
kaldrifjaðan
óþjóðalýð.
... Clash of the Titans
Þunn,
einvíð og
þreytuleg
að mestu
leyti.
BLACK DYNAMITE
Leikstjóri: Scott Sanders
Aðalhlutverk: Michael Jai White, Arsenio
Hall, Tommy Davidson, Kevin Chapman.
Sýnd á Bíódögum Græna ljóssins.
KVIKMYNDIR
Maðurinn! Black Dynamite
er grjóthaður og tungulipur.
var barn gekk hann með kompu og
skrifaði hjá sér. Hann var afar hnytt-
inn og snjall og textinn sem hann
skrifaði er frábær. Það vita allir sem
hafa lesið verkin hans.“
„Maður er alltaf að
taka við skipunum“
Leikstjóri uppfærslunnar er Benedikt,
sonur Erlings. Faðirinn gefur synin-
um góða einkunn fyrir leikstjórnina.
„Mér líst vel á hana. Já, já, mér líst
vel á það.“
Og þetta er í fyrsta sinn sem Bene-
dikt leikstýrir þér, skilst mér.
„Já, við höfum ekkert unnið sam-
an á leiksviði síðan hann var barn.
Maður var aðallega að passa hann þá,
hann var svo ungur greyið. Við vor-
um þá öll saman fjölskyldan í leikriti
sem þurfti börn í. Þá höfðum við hann
bara með okkur,“ segir Erlingur en
eiginkona hans og móðir Benedikts
var Brynja Benediktsdóttir, leikkona
og leikstjóri, sem lést árið 2008.
Leiksýningin var Góða stúlkan frá
Szechwan eftir Brecht. Erlingur veit
ekki hvort leiklistarbakterían hafi gert
sig heimakomna í Benedikt í þeirri
sýningu. „Hann hefur alla tíð verið
mjög sjálfstæður. Og við Brynja höfð-
um ekki mikið að segja um menntun
hans í leikhúsinu, hann hefur eigin-
lega séð um hana sjálfur.“
Hvernig er að taka við skipunum
frá syni sínum?
„Elskan mín, maður er alltaf að
taka við alls konar skipunum og
beiðnum frá fjölskyldu sinni, hvort
sem það er eiginkonan, börn eða for-
eldrar. Maður er ekki öðru vanur. Eða
er það eitthvað öðruvísi hjá þér?“ spyr
Erlingur, blaðamaður neitar og svo er
hlegið.
„Ógleymanlegur viðburður“
Erlingur var sautján ára þegar Íslands-
klukkan var fyrst sett á svið í Þjóðleik-
húsinu 1950 sem ein af opnunarsýn-
ingum leikhússins. Hann fór að sjá þá
sýningu og gleymir því aldrei.
„Foreldrar mímir keyptu frumsýn-
ingarmiða en þá var hægt að kaupa
frumsýningarmiða fyrir allan vetur-
inn. Þetta voru þrjár opnunarsýn-
ingar, en þau fóru á ekki nema tvær
minnir mig. Og við systkinin feng-
um að fara með á Íslandsklukkuna.
Margt af því sem ég sá þar varð alveg
ógleymanlegt. Ég man til dæmis eft-
ir Valdimari Helgasyni sem lék Jón
sterka, hann er alveg óskaplega sterk-
ur í minningunni. Seinna átti ég eftir
að leika júngherrann í Bræðratungu
í þessu verki, og ég man eftir Gesti
Pálssyni í hlutverki hans. Hann var
líka alveg stórkostlegur í því hlutverki.
Maður var afskaplega hrifinn af
verkinu. Maður hafði lesið það og
var mjög hrifinn af því, og að sjá það
lifna við á sviðinu var mér sem ung-
um manni fullkomlega ógleymanleg-
ur viðburður.“
Næst þegar „Klukkan“ var sett upp
í Þjóðleikhúsinu, árið 1968, var Er-
lingur á meðal leikenda, lék júngherr-
ann eins og hann minntist á. Að bera
saman þá sýningu og sýninguna núna
er nánast ómögulegt, segir hann. Fyr-
ir sig, allt svo.
„Það er erfitt að bera saman upp-
færslur sem maður leikur sjálfur í.
Maður sér þær ekki utan frá, maður
sér þær öðruvísi. En ég held að það
hafi verið margt ansi gott hjá okkur
þar líka.“
Verkið var sett upp í þriðja sinn í
leikhúsinu árið 1985 en þá var Erling-
ur ekki með.
Veðurfarið alla vega
betra en á 18. öld
Íslandsklukkan er mjög sterkt verk
að mati Erlings og sniðið að íslensku
þjóðinni með hliðsjón af því að land-
ið var að verða og var nýorðið lýðveldi
þegar sagan kom út í þremur hlutum
á árunum 1943 til ’46.
„Á þessum tíma hrannast að þau
ský að lítið verði um lýðveldið af því
að það var náttúrlega mikil erlend
ágengni á okkur – hernámið auð-
vitað og svo á eftir kom þessi krafa
Bandaríkjamanna um herstöð hér.
Og svo stofnun NATO og uppphaf
kalda stríðsins. Þetta spilar allt inn á
og öll þessi pólitík. Ég veit ekki hvað
af henni var frá höfundarins hendi
en verkið er þannig að það hefur allt-
af kallast á í huga manns við þetta, af
því að Arnas er alltaf að verja Ísland,
bæði Ísland fortíðarinnar og samtím-
ans. Einn þátturinn er til dæmis um
að Danakonungi dettur í hug að selja
Ísland Hamborgarkaupmönnum og
ýmislegt svona. Landssalan var nú
ekki lítið umrætt mál í kalda stríðinu.
Og skilaboðin sem Jón Hreggviðsson
fer með seinast frá Arnasi er að Ís-
land hafði ekki verið selt í þetta sinn.
Hins vegar dettur okkur í hug í þessari
hrunkreppu okkar hér að einhver hafi
nú kannski tapað Íslandi í spilum,“
segir Erlingur í gamansömum tón.
Hefur okkur miðað eitthvað áfram
frá því á átjándu öld?
„Ja, ég veit það ekki. Það er kannski
betra veðurfarið núna en þá var.“
Leikhúsið hefur truflað nóg
Erlingur starfaði svo til óslitið við
Þjóðleikhúsið frá árinu 1957 til 2003,
árið sem hann varð sjötugur. Með-
fram því tók hann þátt í ýmsum öðr-
um verkefnum, bæði hjá öðrum leik-
félögum og í öðrum miðlum.
Hann kveðst ekki geta nefnt eitt-
hvað sem standi upp úr á ferlinum. Sá
á kvölina sem á völina. „Það er auð-
vitað margs að minnast en þú verð-
ur að athuga það að á sextíu ára ferli
er dálítið erfitt að finna einhvern einn
hápunktinn öðrum meiri. Svo er það
líka, þegar maður er orðinn svona
hundgamall, þá man maður ekki
hvort eitthvað gerðist fyrir tíu árum,
tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða jafnvel
fimmtíu árum.
Erlingur hefur lítið verið í leiklist-
inni frá því hann lét af störfum hjá
Þjóðleikhúsinu fyrir sjö árum. „Ég hef
verið pínulítið í útvarpi og sjónvarpi.
En þetta er nú eiginlega fyrsta leik-
húsverkið sem ég get talið eftir að ég
hætti.“
Og leikarinn ástsæli slær á létta
strengi þegar hann er spurður hvort
önnur verkefni séu í farvatninu nú
þegar æfingum á Íslandsklukkunni er
lokið.
„Nei, ég vona að ég fái frið og næði
því leikhúsið er búið að trufla mig al-
veg nógu mikið, þakka þér fyrir! Ég
hef fullt að gera heima hjá mér við
það sem ég hef forsómað alla ævi fyrir
þetta leikhús,“ segir Erlingur og hlær.
kristjanh@dv.is
Erlingur Gíslason Sá Íslands-
klukkuna í Þjóðleikhúsinu fyrir
sextíu árum og lék svo í uppfærsl-
unni árið 1968. Nú er Erlingur
mættur aftur. MYND RÓBERT REYNISSON
Leikhópurinn Allir leikarar sýningarinnar
samankomnir á sviðinu. Erlingur stendur
lengst til vinstri. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI
Íslandsklukkan var ein af þremur opnunarsýningum Þjóðleikhússins og verkið hefur,
jafnt á bók sem á sviði, notið gífurlegra vinsælda hjá íslensku þjóðinni. Svipmiklar
persónur þess, á borð við Jón Hreggviðsson, Snæfríði Íslandssól og Arnas Arneus,
hafa eignast sinn vissa stað í hjarta ótal Íslendinga af ólíkum kynslóðum. Í því
þjóðfélagslega umróti sem við lifum nú, á þetta stórvirki um tilvistarspurningar sem
lítil þjóð stendur frammi fyrir, brýnt erindi við okkur og kallar á að vera skoðað í nýju
samhengi, á nýjan hátt.
Íslandsklukkan gerist á miklu niðurlægingarskeiði í sögu íslensku þjóðarinnar,
alþýðan býr við fátækt og skort, þarf að þola hörku og vægðarleysi yfirvalda og
landið logar af deilum valdamikilla hagsmunaaðila. En, eins og alltaf, þá elskar fólk
og á sér vonir og drauma. Saga þjóðarinnar og dramatísk örlög einstaklinga tvinnast
saman í sígildu verki um niðurlægingu og reisn, mótlæti, vonbrigði og hugrekki.
- Um Íslandsklukkuna á heimasíðu Þjóðleikhússins.
Um Íslandsklukkuna
KANNSKI ÍSLAND
hafi tapast í spilum