Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Page 31
23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 31 HARMI SLEGNIR ÍBÚAR að jafna sig eftir að þau komu heim og fengu hreint vatn og hey. Þá hættu þau að vera stressuð. En ég hringdi í slát- urhússtjórann og bað hann um að taka nokkra gripi hjá mér, ég ætla að grynnka aðeins á búinu og létta á álag- inu. Svo verðum við bara að sjá hvað setur,“ segir hann að lokum, búinn að fá nóg af þessu ástandi. Erfiðast að sundra fjölskyldunni Í Drangshlíðardal mætum við hjón- unum Guðna Úlfari Ingólfssyni og Magðalenu Jónsdóttur þar sem þau koma gangandi út úr fjósinu með grímur fyrir andlitinu. Þau eiga tvö börn, sjö og níu ára, sem þau sendu suður til Reykjavíkur, enda standa ról- urnar öskugráar í garðinum, hér er allt þakið gjósku. „Við vorum rifin upp um miðja nótt þegar eldgosið hófst. Auð- vitað fannst okkur það mjög óþægilegt þá, en eftir á að hyggja var það ekkert óþægilegt miðað við það sem á eftir kom,“ segir hún og spyr svo: „Hvern- ig útskýrir maður hvernig það er að ganga í gegnum svona lagað?“ Guðni Úlfar segir að það sé mjög erfitt: „Ég fann það svo vel þegar við sendum börnin frá okkur. Ég vil að fjölskyldan sé sameinuð og þegar við getum ekki haft börnin hér út af þessum aðstæð- um er þetta orðið erfitt.“ Magðalena fær kökk í hálsinn á meðan hún útskýrir af hverju þau sendu börnin burt: „Börnunum leið ekki illa en við þurfum að hugsa um okkur sjálf og koma þeim burt áður en okkur færi að líða illa svo þeim líði ekki illa af því að okkur líður illa. And- rúmsloftið hér er heldur ekki gott fyrir þau, við vitum ekkert um framtíðará- hrif þess að fá þessa fíngerðu ösku nið- ur í lungun.“ „Héldum að við vissum“ „Við héldum að við vissum hvernig það væri að lenda í eldgosi og að því fylgir mikið öskufall en það er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvernig þetta er án þess að hafa lent í þessu sjálfur. Þetta er allt miklu meira og þyngra í vöfum en ég hafði nokkurn tímann ímyndað mér,“ segir Magðalena. Guðni tekur orðið. „Við sjáum ekki fyrir endann á þessu heldur og það er erfiðast. Það væri mikið auðveldara að takast á við þetta ef ég vissi að ég þyrfti bara að komast í gegnum þetta núna en einhver gæti sagt að þetta yrði búið eftir tvo, þrjá daga. Við erum ekkert tryggð fyrir því að þó að gosið hætti í smá tíma núna að það sé komið til að vera. Síðast var það að rjúka upp með hléum á átján mánaða tímabili. Þannig að þetta gæti jafnvel varað í tvö, þrjú ár. Hvað vitum við?“ Íhugar að slátra kindum áður en þær bera Kristinn Stefánsson, bóndi á Raufar- felli, hefur verið áberandi í fréttum vegna ákvörðunar hans um að bregða búi. Þegar komið er upp að Raufarfelli öðlast maður fljótt skilning á þeirri ákvörðun. Hér er öskulagið allt að fimm sentímetra djúpt og þegar mað- ur gengur um svæðið sígur maður nið- ur í þykkan leir í hverju spori. Hér er ekki einu sinni hægt að greina á milli þess hvar vegurinn liggur og hvar tún- in taka við. Það er allt grátt, öskugrátt. Meira að segja fjöllin eru grá. Á svæðinu eru nokkrir bæir og á einum þeirra býr Guðni Rúnar Þór- isson sem kemur til dyra með grímu fyrir vitum þegar blaðamaður bank- ar upp á. „Ég setti þetta bara á mig þegar ég heyrði að askan gæti ver- ið hættuleg. Hún smýgur alls stað- ar inn.“ Guðni er ekki bóndi, hann er sjómaður og á nokkrar kindur hér ásamt bróður sínum. Hann á íbúð í Reykjavík en hafur haldið sig hér til að sinna fénu. „Það var erfitt að vera hér á meðan það versta gekk yfir en ég hef sterkar taugar hingað, ólst hér upp og ef ég ákveð að fara mun ég koma aft- ur seinna. Núna stend ég frammi fyr- ir því að vita ekki hvort ærnar komist út í vor. Ég veit ekki hvort ég gæti slátr- að þeim, það er erfitt til þess að hugsa en hvað er hægt að gera? Ég velti því líka fyrir mér hvort það sé þó skárra að gera það núna áður en þær bera en að senda nýfædd lömb í sláturhúsið. Ég hef svona tíu daga til þess að ákveða þetta því þá hefst sauðburður hjá mér.“ Sefur með grímuna Á næsta bæ hittum við nafna hans Guðna Þorvaldsson. Sá býr í Reykja- vík en á ær hér sem eru farnar að bera og þarf því að sinna þeim. Hann á líka hesta en sendi þá flesta í Fljótshlíð. Hinir standa í gerði fyrir ofan húsið þar sem hann fyllir baðkar af fersku vatni og gefur þeim hey. Þremur verður lóg- að seinna í dag. „Þeir eru orðnir gamlir og lúnir. En ég er með svo lítið bú að það verður ekkert mál að koma því fyr- ir ef á þarf að halda, ég myndi aldrei bregða því.“ Guðni er hér einn og segir það erf- itt. „Ég er auðvitað vanur því að vera einn en það er samt ekki auðvelt að vera hér einn. Sérstaklega ekki í mesta myrkrinu en þá var það svo svart að þegar ég stakk hendinni út um dyrnar sá ég hana ekki. Ég sá ekkert.“ Askan hefur líka sín áhrif og hann bendir okkur á að keyra varlega um svæðið til þess að þyrla henni ekki upp að óþörfu og valda bændum óþæg- indum. Hann tekur grímuna aldrei af sér. „Ég sef með grímuna. Hér er alls staðar þykkt ryklag, inni sem úti.“ Fólkið er hrætt Við vorum ekki ein á ferð um Suður- landið. Jóhannes Theódórsson, sál- fræðingur hjá Rauða krossinum, fór líka þar um í vikunni og ræddi við íbúa á fundum Almannavarna. Hann segist hafa orðið var við mikil streitueinkenni hjá þeim sem hafa verið undir stöð- ugu álagi frá því að gosið hófst. „Þegar það stendur í þessu dag eftir dag fara að koma fram streitueinkenni. Fólk er orðið mjög hrætt og upplifir svefn- leysi, hættir að borða eða borðar mjög mikið, verður mjög viðkvæmt tilfinn- ingalega og sveiflast mikið. Ég held að umburðarlyndið gagnvart aðstæðun- um fari þverrandi eftir því sem dag- arnir líða. Álagið eykst og þeim mun meira brotnar niður af vörnunum. Ég hef ráðlagt fólki að fara af svæðinu til þess eins að upplifa það aftur að vakna á morgnana í hreinu lofti.“ Hann hefur einnig verið að hlera það hjá íbúum hvernig börnin taka þessu. „Ég heyri mæður segja að börn- in hangi utan í þeim og séu alvarleg í bragði. Þetta eru bráðaeinkenni sem börn sýna gjarna þegar þau standa frammi fyrir ógn og hætta steðjar að. Ég hef miklar áhyggjur af því ef börnin þurfa að búa við þetta ástand í lengri tíma því mannskepnan þolir óvissu mjög illa. Á meðan við vitum ekki hverju við eigum von á er varnarkerfið alltaf uppi og við erum alltaf á tánum. Á sama tíma erum við að brenna rosa- legri orku, líkt og bíll sem er keyrður í botni í fyrsta gír. Fyrr eða síðar brenn- ur fólk út.“ Hann segir einnig að fólk þoli nátt- úruhamfarir betur en hamfarir af mannavöldum og sérstaklega í landi eins og Íslandi þar sem allt getur gerst. „En við erum með kreppu og eldgos, það er eðlilegt að einhverjir kikni und- an því.“ Þetta er ekki skemmti-legt. Alls ekki. Í flóðahættu Ólafur Baldursson, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Gísli Jens og Baldur Bjarki. Þau eru í flóðahættu og ef til þess kemur þurfa þau bara að hlaupa upp í hlíð og skilja dýrin eftir en Ólafur er klár með byssu og skot ef á þarf að halda. Þreyttur og tættur Ármann Fannar Magnússon á Hrútafelli sendi konuna sína suður með öll börnin nema Guðna sem varð eftir til þess að hjálpa föður sínum. Sefur með grímuna Guðni Þorvaldsson á Raufarfelli er einn á bænum og segir það erfitt. Grímuna tekur hann aldrei af sér og sefur meira að segja með hana. ELDGOSIÐ FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.