Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Blaðsíða 32
Nánast ekkert öskufall hefur orð- ið á Kirkjubæjarklaustri og við fyrstu sýn mætti ætla að áhrif goss- ins hefðu ekki teygt anga sína svo langt austur fyrir. Því miður er það þó ekki raunin eins og það þarf ekki að eyða löngum tíma á klaustrinu til þess að verða var við ótta þeirra sem starfa við ferðaþjónustu. All- ir hafa þeir orðið fyrir umtalsverð- um tekjumissi frá því að gosið hófst, enda hefur ferðamannastraumur alveg stöðvast. Ein þeirra sem hafa orðið illa fyrir barðinu á gosinu er Eva Björk Harðardóttir sem rekur Hótel Laka á Efri-Vík ásamt maka sínum og foreldrum, en þau máttu varla við þessum tekjumissi þar sem þau voru þegar komin í vand- ræði með myntkörfulán. Spurning hvort við lifum þetta af „Fyrir okkur er það lífsspursmál að róa erlenda ferðamenn niður. Út- lendingar sjá Íslendinga fyrir sér með gasgrímur og vaðandi ösku upp í hné. Þeir spyrja hvort við séum á lífi. Við þurfum að koma réttum skilaboðum út í heim.“ Á rúmri viku frá því að gosið hófst hefur hótelið orðið af útleigu sex herbergja auk þess sem stór hópur afboðaði komu sína. „Á þessum tíma þegar hver króna sem kemur inn í reksturinn skiptir máli er þetta blóð- taka. Við treystum á þetta og vorum búin að kaupa inn og gera allt klárt. Þetta er mjög slæmt og kostar okk- ur kannski fjögur hundruð þúsund krónur, okkur munar um annað eins tap. Við vorum búin að horfa til þess að þessi hópur gæti kannski dugað til þess að borga nokkra reikninga. Ef gosið róast eða breytist í hraungos sem er viðráðanlegra þá lifum við af. En ef Ísland fær það orð á sig að það sé bara hættuslóð munum við ekki lifa lengi. Þá er það útilokað.“ Berjast við vextina Foreldrar Evu Bjarkar hófu starfsem- ina í kjallara hússins árið 1974. Árið 2006 hófu þau framkvæmdir sem enn er ólokið en þau fóru að ráð- leggingum bankans og tóku mynt- körfulán. Draumurinn var að byggja heilsársheilsulind. „Við ætluðum ekki að fara í samkeppni við aðra á svæðinu sem eru með ferðamanna- þjónustu sem er svona innan þess hefðbundna. Við ætluðum að sækja í nýjan markhóp og heilsuþenkjandi einstaklinga. Við vorum komin í samband við lýtalækni á Ítalíu sem var að leita að skjóli til lengri tíma og ýmislegt í þeim dúr. Í okkar villtustu markaðsáætl- unum datt okkur ekki í hug að lán- Eva Björk Harðardóttir, sem rekur Hótel Laka á Efri-Vík, var þegar komin í vandræði með myntkörfulán þegar eldgosið kom og stöðvaði ferðamannastrauminn á Kirkjubæjarklaustur. ANNAÐ HRUN Á HÓTEL LAKA INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Gæti alveg eins skilað lyklinum Guðmundur Vignir Steinsson er þrítugur og framkvæmdaglað- ur maður sem rekur ásamt konu sinni bæði Systrakaffi og Skaftár- skála á Kirkjubæjarklaustri, þar sem við hittum hann fyrir einan í skálanum. Hér hefur allajafna verið stöðug umferð þegar kom- ið er fram í apríl en nú er enginn á ferð. Fyrir utan nokkra heima- menn komu tveir gestir í skálann í gær. Það var framför frá því sem áður var og ástæðan líklega sú að Almannavarnir héldu fund í bæj- arfélaginu í gær. „Ætli ég sé ekki að tapa hátt í hálfri miljón á dag þeg- ar ég tek allt saman. Bensínsalan er engin, veitingaskálinn stend- ur nánast alltaf tómur og Systra- kaffi hef ég bara lokað þar til ann- að kemur í ljós og ástandið lagast.“ Guðmundur er með tvær stelp- ur í vinnu og á von á fleiri starfs- mönnum 28. maí. Hér starfa allt að átján manns á sumrin. „Ég veit ekki hvenær ég á að segja þeim að þau geti ekki komið. Ég veit ekki hversu lengi ég get þraukað svona, ef þetta ástand varir fram á sum- ar get ég alveg eins skilað lyklinum og farið.“ Guðmundur Vignir Steinarsson veitingamaður á Kirkjubæjarklaustri tapar allt að hálfri miljón á dag vegna eldossins í Eyjafjallajökli: in gætu hækkað svona mikið. Núna þurfum við bara að anda rólega og taka einn dag í einu og reyna að vera svolítið bjartsýn. Starfsfólk- ið er væntanlegt í maí. Ég veit ekki hvernig það verður, hvort við get- um tekið á móti því. En eins og stað- an er núna get ég ekkert gert annað en það að taka stöðuna á hverjum degi og vinna út frá því að þetta verði í lagi. Ég segi við starfsfólkið eins og ferðamennina: „Við skulum bara sjá til á morgun og tala saman næsta dag,“ segir hún og brosir. „Ég tek bara einn dag í einu, við verðum bara að þrauka. Ef við gerum ráð fyr- ir því versta missum við alla frá okk- ur og þær bókanir koma aldrei aftur. Við gætum hugsað endalaust: „Hvað ef?“ og auðvitað verðum við að vera meðvituð um það hvað gæti orðið ef fram fer sem horfir en við verðum líka að halda svolítið í Pollýönnuna í okkur.” Hún heldur í vonina og trúir að á endanum muni allt ganga upp. „Við hefðum ekki lagt í þetta ef við værum ekki óbilandi bjartsýn. En það gerist eitthvað í haust. Við erum að berj- ast við að borga vexti en við erum með okkar lán hjá Byggðastofnun og ég sé ekki hvaða hag hún hefði af því að setja okkur yfir. Þetta er bara ósanngjarnt ástand og ég myndi vilja sjá þau lán sem við skrifuðum und- ir á sínum tíma og borga samkvæmt þeim. En okkar mál þróast bara eftir því hvað Byggðastofnun sýnir okkur mikla biðlund og skilning.“ Lenti í öðru hruni Eva Björk Harðardóttir á Hótel Laka berst í bökkum við að borga af myntkörfuláni og mátti varla við öðru hruni, en reynir að taka Pollýönnu-viðhorfið á þetta. Hálf milljón á dag Guðmundur Vignir Steinsson rekur Skaft- árskála og Systraskála. Hann hefur tapað allt að hálfri miljón á dag síðan gosið hófst. 32 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 ELDGOSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.