Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 VIÐTAL
ÓLAFUR RAGNAR
GRÍMSSON var harkalega
gagnrýndur fyrir ummæli
sem hann lét falla á BBC fyrr
í vikunni, þar sem hann sagði
að eldgosið í Eyjafjallajökli
væri bara æfing og fólk ætti
að búa sig undir alvöruham-
farir. Í viðtali við Ingibjörgu
Dögg Kjartansdóttur segir
hann að hafi hann lært eitt-
hvað af bankahruninu sé það
að við ættum alltaf að segja
sannleikann sama hversu
óþægilegur hann er. Það sé
staðreynd að við höfum árum
saman verið að undirbúa
okkur undir Kötlugos. Til-
finningar hans til Kötlu eru
blendnar og lýsir hann eftir-
væntingu og spennu en veit
um leið að Katla hefur valdið
hörmungum og ánauð.
Ólafur Ragnar var að und-irbúa sig fyrir heimsþing jarðhitasérfræðinga í Indó nesíu þar sem hon-
um var boðið að flytja opnunarræðu
en gaf sér stutta stund með blaða-
manni til að ræða hamfarirnar og
tækifærin sem felast í eldgosinu. Sjálf-
ur fór hann um Suðurland á laugar-
daginn fyrir viku og ræddi við fulltrúa
almannavarna, björgunarsveita og
Rauða krossins. „Þetta var ekki veiga-
mikil yfirferð enda taldi ég þetta ekki
rétta tímann til þess í ljósi þess sem
var að gerast, bæði öskufallsins og
annars. Ég mun að sjálfsögðu fara aft-
ur austur innan tíðar þegar aðstæður
verða hentugri. En ég vildi fara í síð-
ustu viku til að kynna mér bæði við-
brögð við aðstæðum og ástandið og
það var bæði góð og gagnleg ferð. Ég
var ekkert sérstaklega að auglýsa hana
eða blása í lúðra út af henni.“ Síminn
hringir og Ólafur Ragnar biður mig
um að hafa sig afsakaðan. Hann svar-
ar og segist ætla að hringja aftur á eft-
ir, skellir svo á og heldur áfram: „Það
er á margan hátt aðdáunarvert hvern-
ig íbúar á svæðinu hafa tekið höndum
saman og brugðist við þessum áföll-
um, bæði bændur og þeir sem glíma
við áföll á jörðum, en ekki síður þeir
íbúar sem hafa tekið þátt í starfi al-
mannavarna og björgunaraðgerðum
því meginhluti þess fólks sem komið
hefur að verki er heimamenn. Það er
fyrst og fremst samstaða íbúanna og
sjálfboðastarfið í byggðarlaginu, við-
brögð og þekking þeirra sem þar eru á
vettvangi, sem hafa ráðið úrslitum um
að tjónið varð ekki meira.“
ÁLAG Á HEIMAMENN
Öskufallið var ekkert þegar Ólafur
Ragnar var á ferðinni en hann fór ekki
víða á bæi. „Ég fór á einn bæ, Varma-
hlíð, þar sem öskufallið hafði verið
mikið daginn áður til þess að kynna
mér betur hvernig það hefði verið í
reynd. Askan hafði verið ansi dökk og
mikil þannig að það var almyrkur all-
an daginn.
Ég skil vel að bændur bregðist við
með þeim hætti eins og hið ágæta fólk
á Þorvaldseyri gerði með yfirlýsingu
sinni því að í heimsókn minni á laug-
ardaginn skynjaði ég í sjónhendingu
hvers konar álag það hlýtur að vera að
þurfa að glíma við þetta dögum sam-
an. Mér fannst leitt að hlusta á yfirlýs-
ingu þessarar góðu fjölskyldu en ég
held að það sé eðlilegt og mannlegt
að bændur og heimamenn sem glíma
við þessa miklu erfiðleika, eyðilegg-
ingu lands og þrengri búskaparhætti,
bregðist við með þessum hætti.
Ég vona hins vegar að bændur og
fjölskyldur þeirra finni stuðning þjóð-
arinnar til þess að endurreisa land-
búnað, blómlegt atvinnulíf og byggð-
irnar sjálfar og að sem flestir taki þátt
í því með okkur þannig að það verði
á ný blómlegur búskapur í héraðinu
eins og verið hefur í gegnum aldirnar.
Það tókst að endurreisa Vestmanna-
eyjar, þótt það horfði nú ekki vel á
fyrstu dögum eftir gosið.“
GLEYMIR ALDREI
VESTMANNAEYJAGOSINU
Honum er það einnig minnisstætt
þegar hann fór til Vestmannaeyja fá-
einum dögum eftir gosið þar og rifjar
það upp að margir sem þar þurftu frá
að hverfa voru nátengdir eiginkonu
hans, Guðrúnu Katrínu Þorgbergs-
dóttur heitinni. „Þetta var fyrir um
það bil fjörutíu árum. Ég horfði upp
á eyðilegginguna þar og mun aldrei
gleyma því hvernig það var. Margar
fjölskyldur sem þurftu að flýja voru
nátengdar Guðrúnu Katrínu þannig
að ég þekki vel þá reynslu og það
hvernig hugarfarið var. Ég fylgdist líka
með baráttunni og endurreisninni
sem leiddi til þess að Vestmannaeyjar
risu á ný og tel að með vissum hætti
getum við lært af því.
Þá sýndum við það að þegar slíkt
áfall dynur á stendur þjóðin saman
sem einn maður í því að rétta heima-
mönnum hjálparhönd og gera þeim
kleift að endurreisa mannlífið. Ég
vona að sá hugur verði heimamönn-
um á Suðurlandi einnig hvatning nú,
en ég skil vel að þeir taki sér hvíld eða
láti gott heita í glímunni við þessar
hörmungar í návígi, því eitt af því sem
ég sá á laugardaginn er að það er nán-
ast ógerningur fyrir okkur í fjarlægð
að gera okkur grein fyrir því hverslags
álag það er að þurfa að glíma við þess-
ar hamfarir í návígi.“
HEIMAMÖNNUM VEITT
HJÁLPARHÖND
Þegar hann er spurður að því hvernig
Bjargráðasjóður standi og hvort það
sé rétt að hann sé tómur segir hann
það ekki skipta öllu máli. „Sagan
kennir okkur það að við Íslendingar
efnum bara til sérstakra sjóða til þess
að rétta heimamönnum hjálparhönd.
Það gerðum við eftir Vestmannaeyja-
gosið og það gerum við nú.“
Hann segir jafnframt að það eigi
jafnt við um bændur sem og aðra sem
verða fyrir verulegu tjóni, til dæmis í
ferðaþjónustunni. „Reynslan sýnir
að þær aðgerðir sem farið hefur ver-
ið í, eins og eftir Vestmannaeyjagos-
ið, eru mjög víðtækar og snerta bæði
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.
Kostur okkar Íslendinga er að þegar
slík áföll verða, hvort sem það eru eld-
gos eða snjóflóð, þá sameinumst við
öll um að gera það sem þarf.
Staðreyndin er sú, sem betur fer,
eins og ég hef sagt við marga erlenda
fjölmiðlamenn og er ánægjulegt og
gleðiefni, að þrátt fyrir þessar miklu
hamfarir hefur enginn slasast eða lát-
ið lífið, hvorki hér né í Evrópu. Það
tjón sem orðið hefur er hægt að bæta.“
SLITIÐ ÚR SAMHENGI
Það var einmitt í samtali við erlenda
fjölmiðlamenn sem hin umdeildu
ummæli féllu, þegar Ólafur Ragnar
tók þátt í umræðuþætti á BBC. „Þau
HEFUR LÆRT
að segja sannleikann
Umdeildur Erlendir
fjölmiðlamenn sækja í
forsetann en ummæli hans
í umræðuþætti á BBC vöktu
hörð viðbrögð, en hann segir
að það hafi verið snúið út úr
orðum hans. Það sé val þeirra
sem það gera og hafi engin
áhrif á hann.