Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 37
VIÐTAL 23. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 37 FRAMHALD Á NÆSTU SÍÐU orð voru slitin úr samhengi því um- ræðan sem fram fór í BBC Newsnight var ekki um viðbrögð á Íslandi og hvað gerst hafði hér, heldur um viðbrögð flugmálayfirvalda og stjórnvalda í Evrópu. Auk mín voru þátttakendur í umræðunum fulltrúar samgöngu- yfirvalda og flugmálayfirvalda í Bret- landi og víðar í Evrópu. Orðalagið æf- ing, sem var nú reyndar „rehearsal“ á ensku, sneri fyrst og fremst að því sem hefur verið að gerast á flugvöllum í Evrópu en ekki eldgosunum eða ham- förunum hér á Íslandi. Það var líka þannig að það var ekki ég sem setti Kötlu á dagskrá í þeim umræðum heldur var það stjórnandi þáttarins sem gerði það, vegna þess að að minnsta kosti allar meginsjón- varpsstöðvar í Bretlandi voru bún- ar að ræða Kötlugos fram og aftur í nokkra daga. Þannig að það var ekkert nýtt að Kötlugos væri til umræðu. Það er bara staðreynd, ekki að- eins að við þurfum, við Íslendingar höfum í meira en hálfan áratug með kerfisbundnum hætti búið okkur undir Kötlugos. Almannavarnayfir- völd bæði í landinu og á Suðurlandi, björgunarsveitirnar, heimamenn á Suðurlandi, hafa tekið þátt í gerð ítar- legra almannavarnaáætlana sem eru til, jafnvel útgefnar í bókarformi, og í tölvukerfum vegna Kötlugoss. Þeg- ar ég var í heimsókn á Suðurlandi var til dæmis lýst fyrir mér mjög ítarlega hvernig Kötlugos myndi þróast og hvernig við myndum bregðast við því. Við höfum verið að búa okkur undir það sem þjóð að Katla muni gjósa. Það eina sem ég sagði í þessum þætti var að reynslan af flugsamgöng- um í Evrópu undanfarna daga gerði það að verkum að það væri skyn- samlegt hjá stjórnvöldum í Evrópu og flugrekstraraðilum að hefja hlið- stæða undirbúningsvinnu um hvern- ig þeir muni bregðast við þegar að því kemur að Katla fer að gjósa. Við lifum einfaldlega í svo samtengdri veröld að þegar við sem þjóð höfum undirbúið okkur með skipulögðum hætti árum saman er það bara eðlileg samstaða með öðrum þjóðum að hvetja þær til að gera slíkt hið sama, eins og ég gerði með þessum hætti.“ SKYLT AÐ VARA VIÐ HÆTTUM Hann segir að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn til þess að gera það vegna þess að umræðan um Kötlu- gos hafi verið í gangi í nokkra daga og það um víða veröld. „Auk þess var óhjákvæmilegt að ræða það í þessum þætti þar sem það var sett á dagskrá. Vegna þess að ég er ekki þeirrar skoð- unar eins og sumir virðast vera að það megi bara ræða Kötlugos hér á Íslandi og í þröngum hópi Íslendinga en það megi alls ekki ræða Kötlugos við út- lendinga. Ég taldi nauðsynlegt og er reyndar þeirrar skoðunar að það sé siðferðis- leg skylda okkar Íslendinga sem þjóð- ar að á sama tíma og við höfum und- irbúið okkur allrækilega ættum við einnig að hvetja aðrar þjóðir til þess að undirbúa sitt samgöngukerfi, íbúa og atvinnulíf undir það að það gæti komið til tímabundinna stöðvana á flugsamgöngum og öðrum þáttum í þeirra efnahags- og atvinnulífi þegar slík eldgos verða.“ SEGIR SANNLEIKANN Hann segir að sumt í orðalagi þeirra sem gagnrýna hann núna, en þeirra á meðal er Steingrímur J. Sigfússon, minni hann óþægilega á það sem sumir ráðherrar sögðu um bankana fyrir nokkrum árum. „Að það mætti bara ekki segja neitt af ótta við að það kæmi illa við bankana. Að það mætti ekki vara við hættu eða taka á neikvæðri umræðu frá öðrum lönd- um vegna þess að það kæmi illa við bankana og fjármálalífið. Sumir ráð- herrar fóru í ferðalög til útlanda til þess að lægja slíkar umræðuöldur og ég hélt nú kannski að þessi reynsla undanfarinna ára hefði kennt okk- ur Íslendingum það að við eigum að ræða þær hættur sem að okkur steðja, hvort sem þær eru í fjármálaumhverf- inu eða náttúrunni. Við eigum ekki að vera feimin við að ræða það við aðrar þjóðir. Við eigum líka að vara alla við, ekki bara okkur sjálf heldur líka aðra, vegna þess að ég tel það vera siðferð- islega skyldu okkar þegar við höfum sjálf undirbúið okkur rækilega með skipulögðum hætti.“ NEITAR AÐ BÚA VIÐ ÞÖGGUN Hann tengir þetta beint við banka- hrunið. „Eins og ég hef sagt nokkr- um sinnum, og mig minnir nú að ég hafi sagt í viðtali við þig á sínum tíma, þá tel ég að einn af þeim mikilvægu lærdómum sem við þurfum að draga bæði sem einstaklingar og þjóð, ég og aðrir, sé að við hefðum átt að hlusta betur á viðvaranir og við hefðum átt að hlusta betur á þá sem töluðu um hætturnar. Við hefðum ekki átt að láta ríkja hér eins konar þöggunar- múgsefjun þar sem ekki mátti tala um þessi vandamál. Þeir sem vissu um hætturnar pössuðu sig á því að segja engum frá því, af því að það gæti skemmt fyrir og rekist á við fjárhags- lega hagsmuni einstakra fyrirtækja. Ég er ekkert að bæta upp fyrir það núna með þessum ummælum um Kötlu, það var ekki ég sem hafði frumkvæðið að þessari umræðu, ég var einfaldlega að taka þátt í þætti á BBC þar sem fjallað var um viðbrögð evrópskra stjórnvalda og evrópskra flugmála yfirvalda við þessum nátt- úruhamförum á Íslandi. Ég er bara að segja að þegar menn fara að gagnrýna málflutning minn núna þykir mér sumt minna óþyrmilega á skoðanir sem voru ríkjandi hér fyrir nokkrum árum varðandi umræðu um fjármála- kerfið.“ FAGNAR RANNSÓKNARSKÝRSLUNNI Þá segir hann að margt sé hægt að læra af bankahruninu og ekki síst af rannsóknarskýrslu Alþingis. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna í heild sinni og hef hvatt þjóðina til að draga lærdóm af henni. Í henni eru dregn- ar upp veigamiklar heimildir sem lýsa grundavallarveikleikum í íslensku stjórnkerfi og íslensku fjármálalífi. Og ég tel að það sé afar mikilvægt fyr- ir þjóðina að draga lærdóm af því og knýja fram breytingar út frá þeim lýs- ingum sem þar koma fram.“ Fyrir viku benti hann þó á það í ít- arlegum viðtölum við fjölmiðla að í skýrslunni væru villur í kaflanum sem fjallaði um þátt Ólafs Ragnars í hrun- inu. „Mér fannst leitt að í þessari um- ræðu um forsetaembættið skyldu vera allnokkrar mjög meinlegar villur. Það bæði setti mig í erfiða stöðu við að fjalla um þann kafla og var nú ekki gott þegar forsetaembættið átti í hlut. En ég tel að það breyti engu um það að skýrslan í heild sinni er veigamikið framtak fyrir endurreisn íslensks sam- félags.“ FYLGIR EIGIN SAMVISKU Fyrir hann sem forseta er nú mikil- vægast að reyna að sinna þeim verk- efnum sem kallað er eftir og þörf er á: „Eftir bestu samvisku og í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar eins og ég sé þá á hverjum tíma. Ég tel mikilvægt að taka þátt í því að þjóðin geti styrkt sína stöðu á nýjan leik og ráðið fram úr þeim erfiðleikum sem að henni steðja hvort sem þeir eru vegna mis- taka í efnahagslífi og stjórnkerfi eða hamfara náttúrunnar. Ég skil alveg á vissan hátt viðbrögð ferðaþjónustunnar og ótta hennar en HEFUR LÆRT að segja sannleikann Mér fannst leitt að hlusta á yfirlýs- ingu þessarar góðu fjölskyldu en ég held að það sé eðlilegt og mann- legt að bændur og heimamenn sem glíma við þessa miklu erf- iðleika, eyðilegg- ingu lands og þrengri búskap- arhætti, bregðist við með þessum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.