Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 HELGARBLAÐ Árið 1982 gaf Mörður Árnason út Slangurorðabókina sem kemur bráðlega í kilju. Undanfarið hafa nokkrir vaskir menn verið að safna saman nútímaslangri á Facebook en það er vægast sagt töluverður munur á slangri gamla tímans og þess nýja. Padda no. kvk IPAD Dæmi: Ég pantaði mér eina pöddu af netinu Lumma no. kvk. PITSA Dæmi: Eigum við ekki að panta okkur eina lummu? Sótaður lo. - VERA MJÖG ÖLVAÐUR Dæmi: Ég var alveg sótaður í gær Minnishegri no. kk. - USB MINNISLYKILL Dæmi: Gögnin eru á (minnis)hegranum BÍB skammst. BLESS Í BILI Skammstöfun á „bless í bili“, notað í tölvusam- skiptum Hugari sn. kk. SÁ SEM STUNDAR VEFSÍÐUNA HUGI.IS Negrunarkúr TÍMABIL ÞAR SEM EINSTAKLINGUR LEGGUR METNAÐ Í AÐ DEKKJA HÖRUNDSLIT SINN (FER Í LJÓS EÐA NOTAR BRÚNKU- KREM) Haardera so. - AÐ GERA EKKI NEITT. Dæmi: Ríkisstjórnin ákvað að haardera málið Narnía orða- samband VERA INNI Í SKÁPNUM, LEYNA KYNHNEIGÐ SINNI. Dæmi: Er drengurinn ennþá í Narníu eða? Þunnudagur no. kk. SUNNUDAGUR SEM EINKENNIST AF AFLEIÐINGUM DRYKKJU KVÖLDIÐ ÁÐUR Dæmi: Það er rosalegur þunnudagur hjá kallinum Straumbreytir no. kk. SÁ SEM HEFUR ÁHRIF Á TÍSKUSTRAUMA Gullfoss og Geysir AÐ VERA MEÐ UPPKÖST OG NIÐURGANG Á SAMA TÍMA. Dæmi: Ég er búinn að vera með Gullfoss og Geysi í marga daga Erlingur no. kk. SÁ SEM STUNDAR SPJALLRÁS BARNALANDS (WWW. ER.IS). Dæmi: Eru handritshöfundar skaupsins erlingar? NÝTT OG GAMALT slangur SLANGRIÐ Í DAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.