Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Qupperneq 56
56 FÖSTUDAGUR 23. apríl 2010 KVIKMYNDIR
Um helgina verður frumsýnd á Ís-landi myndin Youth in Revolt. Með aðalhlutverk fer hinn 21 árs gamli Michael Cera sem fólk þekkir hvað
best úr Arr ested Development-þáttunum og
Superbad. Ferð Cera upp á stjörnuhimininn
hefur verið stutt og farsæl. Youth in Revolt er
sjötta stórmynd Cera á aðeins þremur árum
en auk þess hefur hann leikið í einni „indep-
endent“-mynd sem heitir Paper Heart.
Einkenni Ceras er það að hann leikur í raun
alltaf sama karakterinn. Honum hefur stund-
um verið líkt við ungan Hugh Grant í þeim
efnum. Cera leikur alltaf gaurinn sem veit ekki
alveg hvað er að gerast eða hvar hann er. Gæj-
ann sem er alltaf í smá spurningu en hefur
samt þennan barnslega ljóma sem allir elska.
Það eru sumir sem hata þennan karakter og
sumir sem elska hann. Flestir elska hann enda
raka myndir Ceras ávallt inn nóg af dollurum.
Barnastjarnan sem fór á netið
Michael Cera er frá Kanada og lék í sinni fyrstu
kvikmynd þar í landi aðeins ellefu ára gam-
all. Alls lék hann í níu kvikmyndum frá ellefu
til fjórtán ára aldurs, var sannkölluð barna-
stjarna. Auk þess var hann duglegur að lesa
inn á teiknimyndir á borð við The Berensta-
in Bears sem hann hlaut mikla athygli fyrir.
Snemma var rætt um að hann yrði stjarna.
„Það er eitthvað við Michael sem ég skil
ekki alveg. Samt elska ég það og allir aðrir. Það
er bara eins og hann hafi það. Ég veit samt
ekki alveg hvað það er. Kannski er það einmitt
ástæðan fyrir því að hann verður frægur. Já, ég
lofa ykkur að hann verður stórstjarna,“ sagði
einn framleiðanda The Berenstain Bears um
Cera.
Þegar Cera fannst nóg komið af aðgerðar-
leysi eftir barnastjörnuferilinn ákvað hann að
nýta netið til að koma sér á framfæri. Hann og
besti vinur hans byrjuðu að setja á netið stutt
gamanmyndbönd sem endaði með því CBS-
sjónvarpsstöðin réð þá til starfa. Þeir fram-
leiddu því, leikstýrðu og léku í sínum eigin
netþáttum sem hétu Clark and Michael. Það
var einmitt út
frá netþættin-
um sem Cera
landaði gigg-
inu í Superbad,
myndinni sem
skaut honum
og Jonah Hill á
toppinn.
Þátturinn sem
enginn skildi
Á árunum 2003-
2006 lék Cera í
þáttunum Arr-
ested Develop-
ment sem sýnd-
ir hafa verið hér
á landi. Þættirnir hlutu einróma lof gagnrýn-
enda og var Cera þar hvergi undanskilinn.
Þeir hlutu sex Emmy-verðlaun og ein Gold-
en Globe-verðlaun og byggðu sér upp stóran
aðdáendahóp sem fylgir þáttunum eftir enn
þann dag í dag. Sá hópur var samt aldrei nægi-
lega stór og þrátt fyrir lof allra fagaðila fékk
þátturinn ekki nægilegt áhorf. Honum var því
slaufað í miðri þriðju seríu.
„Þetta er eitt það fyndnasta sem ég sé enn
þann dag í dag. Ég verð að viðurkenna að ég
fatta ekki hvernig þessi þáttur varð ekki vin-
sælastur í heimi. Þarna voru þvílíkir leikarar,
Jason Bateman, Jeffrey Tambor, Will Arnett og
Portia de Rossi svo einhverjir séu nefndir. Svo
var þetta frábærlega skrifað og bara ógeðslega
fyndið. Ég hélt alltaf að ég yrði í Arrested Dev-
elopment þar til ég yrði 25 ára en svo varð ekki,
því miður,“ sagði Michael Cera, í viðtali við E!-
sjónvarpsstöðina tæpu ári eftir að þáttunum
var slaufað.
Hlýtur endalaust lof
Michael Cera þykir afskaplega viðmótsþýður
og er draumur allra leikstjóra. Þrátt fyrir ung-
an aldur er hann hörkuduglegur og með full-
komnunaráttu, nokkuð sem hann segist hafa
fengið frá pabba sínum. Hann var árið 2009 til-
nefndur til verðlauna sem ein af rísandi stjörn-
um kvikmyndaheimsins á BAFTA-verðlaun-
unum bresku. Það þykir mikill heiður.
„Við æfðum okkur aldrei þegar við lékum
í Arrested Development. Það var bara eins
og hann væri sonur minn. Hann er fyndnasti
ungi maður sem ég þekki,“ segir Jason Bate-
man, leikari sem lék aðalhlutverkið í Arrested
Development en þar lék hann föður Michaels.
„Þessi karakter sem hann frumsýndi í þess-
um þáttum er bara snilld. Hann kannski virkar
eins á marga en trúið mér, þetta er ekki sami
hluturinn því þá myndi hann ekki virka,“ segir
Bateman.
Michael Cera lék fyrir tveimur árum í
myndinni Year One með hinum dáða gaman-
leikara Jack Black. „Ég er nú duglegur að vinna
en Michael er engum líkur. Ég vissi að svona
góður strákur væri samviskusamur en hann er
miklu meira en það. Hann er vinnuþjarkur og
vill hafa allt fullkomið. Hann er líka ótrúlega
fyndinn. Michael Cera verður einn sá stærsti í
Hollywood eftir nokkur ár, það er ég viss um,“
segir Jack Black um Michael Cera.
Michael Cera er eitt af ungstirnum kvikmyndabransans. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið í mýmörg-
um stórmyndum. Ferill hans hófst sem barnastjarna og síðar varð hann stjarna á netinu. Í dag er hann einn af
vinsælustu leikurunum í Hollywood.
Sami karakterinn
Byrjunin á frægðinni Cera
varð fyrst stjarna eftir Superbad.
se virkar alltaf
Helstu hlutverk
*Arrested Development - 2006
*Superbad - 2007
*Juno - 2007
*Nick and Norah‘s Infinite Playlist - 2008*Paper Heart - 2009
*Year One - 2009
*Youth in Revolt - 2010
Væntanlegt
*Scott Pilgrim vs. the World
*Arrested Development (kvikmyndin)
Rísandi stjarna Vakti fyrst ath
ygli í
Arrested Development, Juno
fékk
frábæra dóma og Year One v
akti
mikla athygli þrátt fyrir slaka
dóma.
Stórstjarna Michael
Cera er einn af
vinsælustu leikurum
Hollywood, aðeins
21 árs gamall.