Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2010, Síða 61
3 ÍTALÍA 1 3 2 1MIDOVERÐ FRÍTTFRÁ MIDDLESBROUGH TIL WEST HAMMido kostaði vissulega ekki neitt og fær ekki nema 1.000 pund í laun á viku. Það er einfaldlega vegna þess að fjölskylda hans er moldrík og hann þarf ekki á peningun- um að halda. Ekkert af þessu breytir því þó að Mido hefur staðið sig hryllilega illa með West Ham á tímabilinu og ekkert gert til þess að liðið haldi sér uppi í deildinni í ár. ROQUE SANTA CRUZ VERÐ 17,5 milljónir punda FRÁ BLACKBURN TIL MAN. CITY Santa Cruz fór á kostum með Blackburn, skoraði 29 mörk í 69 leikjum. Því borguðu City-menn 17,5 milljónir punda fyrir hann með bros á vör. Paragvæinn sterki hefur þó aldrei staðið undir þeim kaupum. Hann hefur verið meira og minna meiddur og aðeins skorað fjögur mörk í nítján leikjum. Hann er aðeins skugginn af sjálfum sér. ALBERTO AQUILANI VERÐ 20 milljónir punda FRÁ ROMA TIL LIVERPOOL Koma ítalska miðjumannsins átti að mýkja höggið eftir brotthvarf Xabis Alonso til Real Madrid. Meirihluta peninganna sem fengust fyrir hann var eytt í Aquilani þegar hann var fenginn frá Roma. Sífelld meiðsli hafa haldið aftur af pilti á hans fyrsta tímabili. Hann hefur aðeins tekið þátt í 21 leik, þar af aðeins 8 sem byrjunarliðsmaður. ENGLAND ÞÝSKALAND 3 2 1 EDSON BRAAFHEID VERÐ 1,5 milljónir punda FRÁ TWENTE TIL FC BAYERN Eftir að FC Bayern mistókst að kaupa Jose Bosingwa og Darijo Srna var Braafheid keyptur frá Hollandi. Hann átti þó engan veginn heima í svona sterkri deild. Hann gat ekki haldið í við sóknarmennina og fram á við var hann steingeldur. Braafheid var snemma kominn á bekkinn áður en hann var lánaður til Celtic í janúar. Þar er hann einnig kominn á bekkinn. RAUL BOBADILLA VERÐ Óuppgefið FRÁ GRASSHOPPERS TIL M.GLADBACH Bobadilla raðaði inn mörkunum í Sviss og hann hefur svo sannarlega fengið tækifæri til þess í Þýskalandi. Fullyrt er að enginn hafi klúðrað jafnmörgum dauðafærum og hann á einu tímabili hvar sem er í heiminum. Maður gegn manni er líklegra að markvörðurinn verji en hann skori. Honum hefur meira að segja tekist að skjóta fram hjá, einn gegn marki! LUKAS PODOLSKI VERÐ 8 milljónir punda FRÁ FC BAYERN TIL KÖLN Köln tók sénsinn á að fá fyrrverandi krónprins þýska boltans aftur heim. Þeir vonuðust auðvitað eftir mörk- um, og þeim í kassavís. Mörkin hafa samt heldur betur látið á sér standa. Podolski hefur nefnilega ekki skorað nema tvö mörk. Annað þeirra reyndar gegn FC Bayern en það virðast einu leikirnir sem hann reynir á sig í. Hann heldur samt ávallt stöðu sinni í byrjunarliðinu og tekur allar spyrnur í föstum leikatriðum Kölnar. Þær fara flestar langt yfir markið eða drífa ekki á það. Nema gegn Bayern auðvitað. NÆSTU MENN 4. KARIM ZIANI frá Marseille til Wolfsburg 5. A. WICHNIAREK frá A. Bielefeld til Hertha Berlin  6. ANATOLIY TYMOSHCHUK frá Zenit til FC Bayern Á hverju tímabili eru keyptir menn til liða í sterk- ustu deildum Evrópu sem standa ekki undir vænt- ingum. Knattspyrnuvefmiðillinn goal.com tók sam- an verstu kaupin í stærstu deildunum. Hér má sjá þau alverstu í fjórum sterkustu deildum álfunnar. VERSTU KAUPIN Í EVRÓPU 3 2FABIO GROSSOVERÐ 2 milljónir pundaFRÁ LYON TIL JUVENTUSGrosso var frábær á HM 2006 en leiðin síðan þá hefur legið beint niður á við. Hann var ömurlegur hjá Inter og verri hjá Lyon. Juventus tók sénsinn á honum á lokadegi félagaskipta en hefði betur sleppt því. Grosso er gatasigti í vörninni og fram á við er hann ekki hálfdrættingur á við það sem hann eitt sinn var. Hann heldur þó enn sætinu í landsliðinu af gömlum vana hjá Marcello Lippi. FELIPE MELO VERÐ 21 milljón punda FRÁ FIORENTINA TIL JUVENTUS Gerði harða atlögu að fyrsta sætinu. Melo átti að binda saman vörn Juventus og borgaði liðið því Fior- entina háa fjárhæð fyrir leikmanninn og borgar honum óheyrilega há laun. Hann hefur aftur á móti verið hreint ömurlegur og fékk fyrir vikið gullruslafötuna frægu á Ítalíu. Sendingarnar eru ómögulegar og tæklingarnar verri. Landsliðssætið er í hættu. DIEGO VERÐ 23 milljónir punda FRÁ WERDER BREMEN TIL JUVENTUS Juventus-menn í sætum 1, 2 og 3. Ekki furða að liðið hríðfellur nú niður töfluna og Meistaradeildarsætið er í hættu. Diego átti að vera maðurinn sem færði Juventus klassann. Hann átti að leggja upp mörkin og skora þau eins og hjá Bremen. Eitthvað virðist hvítröndótti búningurinn þó ekki passa á hann því talið er að hann fari strax í sumar til að binda enda á þessa martröð sína. NÆSTU MENN 4. OGUCHI ONYEWU frá Standard Liege til AC Milan 5. MARCO AMELIA frá Palermo til Genoa 6. CRISTIANO LUCARELLI frá Parma til Livorno NÆSTU MENN 4. PATRICK VIEIRA frá Inter til Man. City 5. JASON SCOTLAND frá Swansea til Wigan 6. SOTIRIOS KYRGIAKOS frá AEK til Liverpool SPÁNN 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 61 DMYTRO CHYGRYINSKIY VERÐ 22 milljónir punda FRÁ SHAKHTAR DONETSK TIL BARCELONA Hvar er þessi ágæti maður? Úkraínumaðurinn átti að styrkja varnarlínu Barcelona svo um munaði en það virkar eins og Guardiola hafi aldrei haft áhuga á að fá leikmanninn. Hann hefur varla sést undanfarið og er ekki einu sinni á bekknum hjá liðinu þegar tveir aðrir miðverðir eru meiddir. 2KARIM BENZEMAVERÐ 30 milljónir pundaFRÁ LYON TIL REAL MADRIDÚtlitið var bjart hjá Benzema til að byrja með þegar hann skoraði fimm mörk á undirbúningstímabilinu. En það telur ekkert þegar út í alvöruna er komið. Í dag situr hann á 30 milljóna króna rassinum sínum á bekknum á meðan Gonzalo Higuan raðar inn mörkum. Hann virðist áhugalaus og sjá eftir því að hafa gengið í raðir Real. 1SHUNSUKE NAKAMURAVERÐ FRÍTTFRÁ GLASGOW CELTIC TIL ESPANYOLNakamura kostaði ekki neitt þegar hann kom frá Skotlandi og ekki fær hann mikið í laun. Það eru frekar orð forseta Espanyol sem gera félagaskiptin svo merkileg. Honum var líkt við sjálfan Ronaldo og átti Japaninn að færa Espanyol nær einn síns liðs upp í hæstu hæðir. Hann átti líka að auka treyjusölu liðsins en allt þetta brást. Hann yfirgaf Espanyol í janúar og fór aftur heim til Japans með aðeins tólf leiki fyrir Espanyol á bakinu. NÆSTU MENN 4. JERMAINE PENNANT frá Liverpool til Real Zaragoza 5. ALVARO NEGREDO frá Almería til Sevilla 6. SERGIO ASENJO frá Real Valladolid til Atletico Madrid 

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.