Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2010, Qupperneq 18
18 FRÉTTIR 5. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR m ag gi @ 12 og 3. is 4 11 .0 08 Batik • Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími 557 2200 • sala@batik.is • www.batik.is Mikil gleði var í húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands síðastliðinn miðvikudag þegar Hanna María Pet- ersdóttir, 5 ára gömul, kom þar við með móður sinni, Auði Lind Aðalsteinsdóttur, og afhenti ávísun upp á 1.100.000 krónur. Auður fór af stað með verkefnið Brosum saman síðastliðið haust og hóf sölu á endurskins- merki sem dóttir hennar teiknaði. Peningarnir eru afraksturinn af því. FIMM ÁRA STÚLKA GAF RÚMA MILLJÓN Hanna María Petersdóttir, 5 ára, afhenti Fjölskylduhjálp Íslands 1.100.000 krónur síðastliðinn mið- vikudag. Peningarnir eru afrakst- ur verkefnisins Brosum saman sem móðir hennar, Auður Lind Aðal- steinsdóttir, kom á laggirnar rétt fyrir jólin í fyrra. Hún ákvað að hefja sölu á sérhönnuðu endurskinsmerki sem dóttir hennar, Hanna María, teikn- aði. Á merkinu er mynd af broskalli sem er táknrænn fyrir verkefn- ið. Auður fékk fjöldamörg fyrirtæki til liðs við sig og greiddu þau allan kostnað við framleiðslu endurskins- merkisins. Allur ágóðinn af sölu merkjanna rann því beint í sjóð til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands, en merkið kostaði 500 krónur stykkið. „Ég er einstæð móðir og sá hvað fólk í kringum mig hafði lítið á milli handanna,“ segir Auður aðspurð um hvað hafi orðið til þess að hún réðst í verkefnið. Hún segir aðstæður þeirra mæðgna vera góðar, þær eigi góða að sem hafa komið þeim til aðstoð- ar. Auður vildi því gera eitthvað til að aðstoða aðra sem eru í erfiðari spor- um en hún sjálf. „Þetta hefði aldrei verið hægt nema af því að það var fjöldi fyrirtækja sem styrkti þetta,“ segir Auður sem vill endilega koma á framfæri þakklæti til allra sem hjálp- uðu henni við að gera Brosum sam- an að veruleika. Útbjó ávísunina sjálf Auður fékk hugmyndina að sjálfu endurskinsmerkinu þegar hún sá krakkana streyma í skólann í fyrra- vetur. „Það þurfa allir krakkar end- urskinsmerki og þetta þurfti að vera eitthvað sem væri þörf á og væri hægt að nýta,“ segir hún til að út- skýra af hverju endurskinsmerki varð fyrir valinu. Hanna María útbjó sjálf risastóra ávísun sem hún afhenti Fjölskyldu- hjálpinni. Hún skrifaði upphæðina sjálf, myndskreytti og merkti með nafninu sínu. Hún kinkar feimin kolli þegar blaðamaður spyr hvort henni þyki ekki gaman að geta hjálpað öðrum. Hanna María gef- ur blaðamanni svo eitt endurskins- merki að skilnaði og það sést lang- ar leiðir að þar er stolt ung stúlka á ferð. Mæðgurnar lögðu peninginn inn á reikning Fjölskylduhjálpar Ís- lands áður en þær komu þar við til að afhenda glæsilegu ávísunina frá Hönnu Maríu. Auður vinnur hörðum höndum við að ljúka meistarnámi við Há- skóla Íslands og vegna mikilla anna í námi sínu hefur hún ekki haft tök á að koma merkjunum aftur í sölu á þessu ári en hún stefnir á að fara með merkin aftur í sölu næsta haust. Þá bárust Fjölskylduhjálpinni á miðvikdaginn einnig 170 pokar af nýbökuðum Kærleikskleinum úr Grindvík en það var Fanný Laustsen sem virkjaði Grindvíkinga í kleinu- bakstur. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, var í skýjunum með þessar gjaf- ir, enda öll aðstoð ómetanleg. Hún sagði að óvenjumargir hefðu leitað til Fjölskylduhjálparinnar í síðustu viku, eða yfir 650 fjölskyldur. Ásgerð- ur vonaði þó að neyðin yrði ekki eins mikil í þessari viku, enda stutt frá mánaðarmótum. Fyrirtæki sem styrktu framleiðslu á Brosum saman-endurskinsmerkjunum: STYRKTARAÐILARNIR: n Viljandi Minningarsjóður n Skeljungur n Svafa Grönfeldt og fjölskylda n Góa-Linda ehf. n Auður Capital n Forum Lögmenn ehf. n Arion banki Garðabæ n Íslandsbanki Garðabæ n Deloitte hf n Ópal Sjávarfang ehf. n VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna n Sjálandsleikskóli Garðabæ n BSK Vífilsstöðum n BYR n BROS auglýsingavörur n Hanna Ingibergsdóttir og fjölskylda n Helga Þórey Júlíudóttir og fjölskylda n Gunnhildur Lund n Hagkaup n Nóatún n Fjarðarkaup n Krónan n Cintamani SÓLRÚN LILJA RAGNARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: solrun@dv.is Það þurfa all-ir krakkar end- urskinsmerki og þetta þurfti að vera eitthvað sem væri þörf á og væri hægt að nýta. Stolt ung stúlka Hanna María Petersdóttir var mjög ánægð með að geta hjálpað öðrum. Kærleikskleinur Fjölskylduhjálpin fékk líka sendingu af Kærleikskleinum frá Grindavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.